Kvika og ríkisbankarnir eiga að finna leiðir til að styrkja fjárhag Icelandair

Lausafjárstaða Icelandair mun að óbreyttu fara undir lausafjárviðmið sem félagið starfar eftir í nánustu framtíð. Félagið flýgur nú tíu prósent af áætlun sinni og þegar hefur verið gert ráð fyrir fjórðungssamdrætti í sumar.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Stjórn­endur Icelandair Group vinna nú að því að finna leiðir til að styrkja fjár­hag félags­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið hefur ráðið Kviku banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mögu­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá munu stjórn­endur Icelandair einnig vinna náið með íslenskum stjórn­völdum í því ferli. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands í morg­un. 

Þar segir að að sá heims­far­aldur sem nú geis­ar, og þær ráð­staf­anir sem stjórn­völd hafa gripið til um allan heim til að sporna við útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar, hafa haft veru­leg áhrif á flug og ferða­lög. „Á síð­ustu dögum og vikum hefur áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lág­marks flug­sam­göngum til og frá land­inu, bæði fyrir far­þega og vöru­flutn­inga þrátt fyrir að flug­á­ætlun félags­ins hafi dreg­ist veru­lega saman á und­an­förnum vik­um. Flug­á­ætlun félags­ins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tíma­bil árs­ins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferða­tak­mörk­unum verði aflétt og eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­lögum muni aukast á ný og gera stjórn­endur Icelandair Group ráð fyrir því að flug­á­ætlun félags­ins muni drag­ast saman um að minnsta kosti 25% yfir sum­ar­tím­ann.“

Auglýsing
Lausafjárstaða Icelanda­ir, að með­töldum óádregnum lána­lín­um, sé þó enn vel yfir því við­miði sem félagið starfi eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 millj­arða króna á núver­andi gengi, eða 200 millj­ónir banda­ríkja­dala, á hverjum tíma. „Eins og til­kynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausa­fjár­stöðu sína á und­an­förnum vik­um. Hins veg­ar, ef miðað er við lág­marks­tekju­flæði hjá félag­inu í apríl og maí, er ljóst að lausa­fjár­staða félags­ins muni skerð­ast og fara undir ofan­greint við­mið.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir að Icelandair viti að á ein­hverjum tíma­punkti mun flug kom­ast aftur í eðli­legt horf og því vilji félagið vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tæki­færi sem þá verða fyrir hendi. „Til að ná þeirri stöðu er nauð­syn­legt að gera við­eig­andi breyt­ingar á kostn­að­ar­upp­bygg­ingu félags­ins, styrkja fjár­hags­stöðu þess og leita allra leiða til að styrkja sam­keppn­is­hæfi þess til fram­búð­ar.“

Icelandair sagði upp 240 starfs­­mönnum 23. mars síð­ast­lið­inn og til­kynnti að 92 pró­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­manna myndu fara í skert starfs­hlut­­fall tíma­bund­ið. Þessi hópur fellur undir úrræði rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um mót­fram­lag eftir því sem við á og er því nú á hluta­bót­u­m. 

Upp­­sagn­­irnar náðu til flestra hópa innan félags­­ins en heild­­ar­­fjöldi stöð­u­­gilda hjá Icelandair Group var að með­­al­tali 4.715 á árinu 2019. Þeir starfs­­menn sem eru áfram í fullu starfi lækk­uðu um 20 pró­­sent í laun­­um. Fram­­kvæmda­­stjórar lækk­uðu um 25 pró­­sent og laun for­­stjóra og stjórnar lækk­uðu um 30 pró­­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent