Kvika og ríkisbankarnir eiga að finna leiðir til að styrkja fjárhag Icelandair

Lausafjárstaða Icelandair mun að óbreyttu fara undir lausafjárviðmið sem félagið starfar eftir í nánustu framtíð. Félagið flýgur nú tíu prósent af áætlun sinni og þegar hefur verið gert ráð fyrir fjórðungssamdrætti í sumar.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Stjórn­endur Icelandair Group vinna nú að því að finna leiðir til að styrkja fjár­hag félags­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið hefur ráðið Kviku banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mögu­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá munu stjórn­endur Icelandair einnig vinna náið með íslenskum stjórn­völdum í því ferli. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands í morg­un. 

Þar segir að að sá heims­far­aldur sem nú geis­ar, og þær ráð­staf­anir sem stjórn­völd hafa gripið til um allan heim til að sporna við útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar, hafa haft veru­leg áhrif á flug og ferða­lög. „Á síð­ustu dögum og vikum hefur áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lág­marks flug­sam­göngum til og frá land­inu, bæði fyrir far­þega og vöru­flutn­inga þrátt fyrir að flug­á­ætlun félags­ins hafi dreg­ist veru­lega saman á und­an­förnum vik­um. Flug­á­ætlun félags­ins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tíma­bil árs­ins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferða­tak­mörk­unum verði aflétt og eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­lögum muni aukast á ný og gera stjórn­endur Icelandair Group ráð fyrir því að flug­á­ætlun félags­ins muni drag­ast saman um að minnsta kosti 25% yfir sum­ar­tím­ann.“

Auglýsing
Lausafjárstaða Icelanda­ir, að með­töldum óádregnum lána­lín­um, sé þó enn vel yfir því við­miði sem félagið starfi eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 millj­arða króna á núver­andi gengi, eða 200 millj­ónir banda­ríkja­dala, á hverjum tíma. „Eins og til­kynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausa­fjár­stöðu sína á und­an­förnum vik­um. Hins veg­ar, ef miðað er við lág­marks­tekju­flæði hjá félag­inu í apríl og maí, er ljóst að lausa­fjár­staða félags­ins muni skerð­ast og fara undir ofan­greint við­mið.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir að Icelandair viti að á ein­hverjum tíma­punkti mun flug kom­ast aftur í eðli­legt horf og því vilji félagið vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tæki­færi sem þá verða fyrir hendi. „Til að ná þeirri stöðu er nauð­syn­legt að gera við­eig­andi breyt­ingar á kostn­að­ar­upp­bygg­ingu félags­ins, styrkja fjár­hags­stöðu þess og leita allra leiða til að styrkja sam­keppn­is­hæfi þess til fram­búð­ar.“

Icelandair sagði upp 240 starfs­­mönnum 23. mars síð­ast­lið­inn og til­kynnti að 92 pró­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­manna myndu fara í skert starfs­hlut­­fall tíma­bund­ið. Þessi hópur fellur undir úrræði rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um mót­fram­lag eftir því sem við á og er því nú á hluta­bót­u­m. 

Upp­­sagn­­irnar náðu til flestra hópa innan félags­­ins en heild­­ar­­fjöldi stöð­u­­gilda hjá Icelandair Group var að með­­al­tali 4.715 á árinu 2019. Þeir starfs­­menn sem eru áfram í fullu starfi lækk­uðu um 20 pró­­sent í laun­­um. Fram­­kvæmda­­stjórar lækk­uðu um 25 pró­­sent og laun for­­stjóra og stjórnar lækk­uðu um 30 pró­­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent