Fimm andlát vegna COVID-19 á Íslandi

Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær úr COVID-19 sjúkdómnum á Landspítalanum.

7DM_2321_raw_0584.JPG
Auglýsing

Fimm stað­fest and­lát eru nú hér á landi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins eftir að karl­maður á sjö­tugs­aldri lést af völdum hans í gær­kvöld­i. 

Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá Lands­spít­al­an­um. 

Sá sem lést hét Sig­urður H. Sverr­is­son og var fæddur árið 1953. Hann var því 67 ára þegar hann lést. Eig­in­kona hans hafði lát­ist í mars síð­ast­liðn­um. 

Bróðir manns­ins birti til til­kynn­ingu um and­lát hans á Face­book í gær. Þar skrif­aði hann: „Það er með mik­illi sorg í hjarta sem við í dag kveðjum ást­kæran bróð­ur. Það ger­ist núna svo skömmu eftir að við kvöddum okkar elsku mág­konu. Betri vini og félaga hef ég ekki getað hugsað mér. Megið þið hvíla í friði elsku Siggi bróðir og Mary Pat. Ykkar verður sárt sakn­að.“

Auglýsing
Sá fyrsti sem lést úr COVID-19 hér­lendis var ástr­alskur ferða­mað­ur, sem lést á heil­brigð­is­­stofnun Norð­­ur­lands á Húsa­vík um miðj­an mars. Íslensk kona lést svo á Land­­spít­­al­­anum í lok mars og tvö and­lát urðu í síð­ustu viku. 

Sam­­kvæmt ­upp­­lýs­ingum frá Land­­spít­­al­­anum er fjöldi inniliggj­andi sjúk­l­inga með stað­­fest COVID-19 smit núna 36. Frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins hafa 80 þurft á inn­­lögn að halda. Á gjör­­gæslu eru ell­efu sjúk­l­ingar með sjúk­­dóminn, þar af átta í önd­un­­ar­­vél.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent