Borgaralaun eða ekki borgaralaun?

Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.

Covid-19 á Spáni
Auglýsing

Um heim allan, og sér­stak­lega hér á Vest­ur­lönd­um, má sjá fram á gríð­ar­legt atvinnu­leysi nú þegar COVID-19 far­ald­ur­inn gengur yfir. Ríki heims­ins eru mis­vel í stakk búin til að takast á við ástandið en mörg hver hafa brugðið á það ráð að dæla háum pen­inga­upp­hæðum inn í hag­kerfið – annað hvort með beinum útgjalda­aukn­ingum eða í formi lána­fyr­ir­greiðslna.

Ein leið íslenskra stjórn­valda í aðgerða­pakka þeirra er svokölluð hluta­bóta­leið sem gengur út á það að auð­velda atvinnu­rek­endum að halda starfs­fólki og koma í veg fyrir upp­sagn­ir.

Atvinnu­rek­endur geta því nú lækkað starfs­hlut­fall allt niður í 25 pró­sent og getur starfs­fólkið fengið hlut­falls­legar atvinnu­leys­is­bætur á móti. Rúm­lega 31 þús­und umsóknir bár­ust Vinnu­mála­stofnun frá ein­stak­lingum í minnk­uðu starfs­hlut­falli frá því að opnað var fyrir umsóknir í mars­mán­uði og má því segja að við­brögðin hafi ekki látið á sér standa varð­andi hluta­bóta­leið­ina. Áætlað er að mun fleiri munu nýta sér hana á næst­unni.

Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og sumum fram­fylgt – bæði hér á Íslandi sem og erlendis – til þess að tryggja afkomu fólks í þessu alvar­lega ástandi. Sumar fela í sér ein­greiðslur til fólks, aðrar auknar atvinnu­leys­is­bætur og svo er það umræðan um borg­ara­laun­in. 

Auglýsing

Skref tekið í átt­ina að borg­ara­launum

Spánn hefur tekið skref í átt að nokk­urs konar borg­ara­laun­um, að því er fram kemur á vef­miðli Business Insider. COVID-19 far­ald­ur­inn hefur leikið Spán­verja grátt en yfir 141.000 manns hafa fengið sjúk­dóm­inn og 14.000 lát­ist af hans völdum þar í landi.

Fjár­mála­ráð­herr­ann á Spáni, Nadia Cal­viño, sagði í við­tali við fjöl­miðla á sunnu­dag­inn var að stjórn­völd ætl­uðu að kynna greiðsl­urnar til sög­unnar til þess að hjálpa löndum sínum að fóta sig fjár­hags­lega á ný. Með því að lög­leiða grunn­fram­færslu væri verið að hjálpa fjöl­skyldum í neyð – en þó með til­liti til aðstæðna þeirra. Þess ber að geta að þessi leið Spán­verja myndi ekki falla undir skil­­grein­ing­una á borg­­ara­­laun­um– enda er hún skil­yrðum háð sem borg­ara­laun eru ekki.

Ekki liggur fyrir nákvæm tíma­setn­ing hvenær þessi leið verður farin á Spáni en Cal­viño sagði að stjórn­völd von­uð­ust til að hún yrði til fram­búðar og því ekki ein­ungis bundin við far­ald­ur­inn. „Við ætlum að gera þetta eins fljótt og auðið er,“ sagði hún. „Svo þetta geti komið að gagni, ekki ein­ungis í þessu óvenju­lega ástandi heldur var­an­lega.“

Inn­eign­ar­kort – ekki borg­ara­laun

Fleiri lönd hafa þó inn­leitt atvinnu­leys­is­bóta­kerfi sem sumir kalla borg­ara­laun. Í frétt RÚV frá því í mars í fyrra kom fram að Ítölum hefði í fyrsta sinn gef­ist kostur á að sækja um borg­ara­laun, en þau væru hluti aðgerða ítölsku stjórn­ar­innar gegn fátækt og hægum hag­vexti síð­ustu ár.

Í frétt­inni sagði að borg­ara­laun hefðu verið eitt af helstu kosn­inga­lof­orðum Fimm­stjörnu­hreyf­ing­ar­innar sem komst til valda eftir kosn­ingar á Ítalíu í fyrra. Eitt af helstu mark­miðum ítölsku stjórn­ar­innar hefði verið að sporna við fátækt.

Ekki er þó um eig­in­leg borg­ara­laun að ræða þar sem þau eru skil­yrðum háð. Atvinnu­lausum gafst þannig kostur á að sækja um þessi laun, að jafn­virði tæp­lega sjö­tíu þús­und íslenskra króna, en sam­kvæmt frétt­inni fékk hver og einn inn­eign­ar­kort þangað til atvinnu­leit bæri árang­ur. Áætlað var að borg­ara­launin myndu kosta ítalska ríkið sjö millj­arða evra árlega en vonir voru bundnar við að launin ykju bæði neyslu og hag­vöxt.

Saknar meiri rót­tækni

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, vakti máls á borg­ara­launum í Silfr­inu um síð­ustu helgi. „Það sem ég sakna mest er meiri rót­­tækni, en hennar var kannski ekki að vænta hjá frekar íhalds­­­samri stjórn.“

Hún sagð­ist jafn­framt telja að ástand dags­ins í dag kall­aði á „ákveðna sam­­fé­lags­­lega sjálfs­­skoðun og að við end­­ur­­skoðum verð­­mæta­­mat okk­­ar.“ Hún benti á að fólkið sem héldi sam­­fé­lag­inu gang­andi í dag væru heil­brigð­is­­starfs­­fólk, starfs­­fólk í vel­­ferð­­ar­­þjón­ustu, kenn­­ar­­ar, sorp­­hirð­u­­fólk, fólk í mat­væla­fram­­leiðslu og fleiri hóp­­ar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Við sjáum það bara að þeirra verð­­mæti fyrir sam­­fé­lag­ið, þessa grund­vall­­ar­­fólks, það end­­ur­­spegl­­ast ekki í þeim launa­­seðlum sem þau fá,“ sagði Þór­hildur Sunna, sem nefndi einnig að það hefði verið höf­uð­á­hersla Pírata að reyna að fá stjórn­­völd til að sjá mik­il­vægi þess að eng­inn félli utan þess­­ara aðgerða og sagð­ist telja að stjórn­­völd gerðu illt verra með því að búa til „ölm­usu­­kerfi“ sem væru flókin fyrir not­end­­ur.

„Við höfum talað fyrir borg­­ara­­laun­um,“ sagði Þór­hildur Sunna og benti á að sú hug­­mynd nyti auk­innar hylli þessa dag­ana, jafn­­vel úr óvæntum áttum eins og frá leið­­ar­a­höf­undum breska blaðs­ins Fin­ancial Times.

Opin­ber þjón­usta sem fjár­fest­ing

Vís­aði Þór­hildur Sunna þar í leið­ara blaðs­ins frá 3. apríl síð­ast­liðn­um. Í honum segir meðal ann­ars að leggja þurfi til rót­tækar umbætur — við­snún­ing á ráð­andi stefnu­mörkun fjög­urra síð­ast­lið­inna ára­tuga. „Rík­is­stjórnir munu þurfa að taka að sér virkara hlut­verk í hag­kerf­inu. Þær þurfa að fara að líta á opin­bera þjón­ustu sem fjár­fest­ingu frekar en sem drag­bít og leit­ast við að draga úr óör­yggi á vinnu­mark­aði.

End­ur­út­hlutun mun kom­ast aftur á dag­skrá og for­rétt­indi hinna öldr­uðu og auð­ugu verða ekki talin eins sjálf­sögð. Stefnu­mál sem voru talin ein­tóm sér­viska þar til fyrir skömmu, eins og borg­ara­laun og auð­legð­ar­skatt­ar, munu þurfa að öðl­ast sinn sess í umræð­unn­i,“ segir í leið­ar­an­um.

Fá­tækt á Íslandi að miklu leyti af­­leið­ing ís­­lenskr­ar vel­­ferð­ar­­­stefnu

Þing­­menn Pírata lögðu fram þings­á­lykt­un­­ar­til­lögu á Alþingi um borg­­ara­­laun í sam­ræmi við stefnu flokks­ins í jan­úar 2018 en til­­lag­an hafði nokkr­um sinn­um verið lögð fram en ekki náð fram að ganga.

Þá vildu Píratar að fé­lags- og jafn­­rétt­is­­mála­ráð­herra yrði falið í sam­­starfi við fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem kort­­legði leiðir til að tryggja öll­um borg­­ur­um lands­ins skil­yrð­is­­­lausa grunn­fram­­færslu með það að mark­miði að styrkja efna­hags­­leg og fé­lags­­leg rétt­indi fólks og stuðla að jöfn­um tæki­­fær­­um.

Í grein­­ar­­gerð með ­til­lög­unni kom fram að fá­tækt á Íslandi væri að miklu leyti af­­leið­ing ís­­lenskr­ar vel­­ferð­ar­­­stefnu sem byggð­ist á skil­yrtri vel­­ferð­ar­for­­sjá í formi lág­­marks­að­stoðar og áherslu á góð­gerð­ar­­­starf­­semi og ölm­usu fyr­ir þá verst settu. Íslenska ríkið hefði í gegn­um árin sett lög og reglu­­gerðir sem veittu fólki svo lág­ar bæt­ur að upp­­hæð­irn­ar væru inn­­an fá­tækt­­­ar­­marka.

„Skil­yrð­is­­­laus grunn­fram­­færsla er hug­­mynd að kerfi sem ætlað er að leysa al­­manna­­trygg­inga­­kerfið af hólmi eða í það minnsta ein­falda það veru­­lega, gera það rétt­lát­­ara og söm­u­­leiðis upp­­ræta ákveð­inn inn­­­byggðan ójöfnuð í sam­­fé­lag­inu. Þetta er fram­­kvæmt með því að greiða hverj­um og ein­um borg­­ara fjár­­hæð frá rík­­inu óháð at­vinnu eða öðrum tekj­um,“ sagði í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni. Til­lagan náði ekki fram að ganga í þetta skipt­ið. 

Hvað ætla stjórn­völd í Banda­ríkj­unum að gera?

Don­ald Trump Banda­­ríkj­a­for­seti und­ir­­rit­aði lög í lok mars síð­ast­lið­ins sem inn­­­leiða stærsta aðgerða­pakka í nú­­tíma­­sögu lands­ins. Ástandið vegna kór­ónu­veirunnar fer versn­andi í Banda­ríkj­unum en tæp­lega 13.000 manns hafa lát­ist úr COVID-19 og spá vís­inda­menn fyrir um and­lát á bil­inu 100 til 240 þús­unda þar í landi.

Aðgerða­pakk­inn hljóðar upp á tvær bill­jón­ir Banda­­ríkja­dala, eða um 280 þús­und millj­­arða ís­­lenskra króna, og er honum ætlað að bregð­ast við efna­hags­á­fall­inu sem far­ald­ur kór­ón­u­veirunn­ar hef­ur og mun hafa í för með sér. Hann fel­ur meðal ann­­ars í sér at­vinn­u­­leys­is­bæt­ur fyr­ir ein­stak­l­inga, fjár­­veit­ing­ar til ríkja og risa­stór­an björg­un­­ar­­sjóð fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem far­ald­­ur­inn kem­ur illa við.

Í pakk­anum er einnig að finna ein­greiðslu til Banda­ríkja­manna sem hljóðar upp á allt að 1.200 doll­ara, sem jafn­gildir um 172 þús­und íslenskum krónum á mann. Þetta er þó skil­yrðum háð og fer það eftir tekjum fólks hversu háa upp­hæð það fær. Aug­ljós­lega eru þetta ekki borg­ara­laun enda um ein­greiðslu að ræða. 

Hvað eru borgaralaun?

Borg­ara­launum er ætlað að ein­falda almanna­trygg­inga­kerf­ið, draga úr fátækt, minnka atvinnu­leysi og stuðla að rétt­læti í sam­fé­lag­inu. Þau eru sem sagt reglu­bundnar greiðslur frá hinu opin­bera til allra borg­ara á ein­stak­lings­grund­velli. Launin eru greidd án allra skil­yrða og myndu þar af leið­andi ekki velta á vinnu­mark­aðs­stöðu, tekjum eða öðru slík­u. 



Í sinni hrein­ustu mynd myndu borg­ara­laun leysa af hólmi Trygg­inga­stofn­un, Vinnu­mála­stofn­un, fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga og fleiri fram­færslu­kerfi hér á landi. Nýtt kerfi af þessum toga mundi einnig koma í stað per­sónu­af­sláttar og tekju­skattur yrði greiddur frá og með fyrstu krónu. Þetta kerfi myndi því umbylta félags­legum til­færslum og ein­falda alla stjórn­sýslu í kringum tekju­til­færsl­ur.



Á Vís­inda­vefnum er fjallað um borg­ara­laun en þar segir að meg­in­ókostur borg­ara­launa sé hversu dýrt slíkt kerfi er. Ef stuðn­ingur við þá sem nú eru á fram­færslu hins opin­bera á ekki að minnka veru­lega þá þurfi skatt­hlut­fallið að hækka all­veru­lega. Að sama skapi, ef skatt­hlut­fallið á ekki að hækka veru­lega, þá þurfi stuðn­ingur við líf­eyr­is­þega og atvinnu­lausa að minnka all­veru­lega.



And­staða við skatt­hlut­föll af þess­ari stærð­argráðu hefur leitt til þess að sumir fylgj­endur borg­ara­launa hafa lagt til borg­ara­laun af minni stærð­argráðu sam­hliða almanna­trygg­ing­um. Slík útfærsla gæti falið í sér útgreiðslu per­sónu­af­sláttar til þeirra sem ekki full­nýta hann. Kostn­aður við slíka aðgerð yrði mun minni en til­gangur slíks kerfis væri að ná mark­miðum borg­ara­launa að hluta til, án þess þó að hafa mikla hækkun skatt­hlut­falls­ins í för með sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar