Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar, iðnaðar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það að halda Íslandi lokuðu þangað til að hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni.
Tilefnið er var frétt í Morgunblaðinu í morgun þar sem haft var eftir Lilju D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformanni Framsóknarflokksins, að það væri afar ósennilegt að opnast muni fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni.
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir ráðherra mennta- og menningarmála að það sé „afar ósennilegt" að opnast muni fyrir...
Posted by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir on Thursday, April 9, 2020
Í viðtalinu í Morgunblaðinu sagði Lilja að umfangsmiklar ferðatakmarkanir fram að bólusetningu gegn kórónuveirunni myndu gera það að verkum að íslenska hagkerfið yrði að hálfu lokað og hálfu opið.
Sérfræðingar búast ekki við því að bóluefni verði tilbúið fyrr en í fyrsta lagi seint á þessu ári, og jafnvel ekki fyrr en þá því næsta.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði þó í Kastljósi RÚV í síðustu viku að hann búist við því að búið verði að finna bóluefni við kórónuveirunni í lok þessa árs.