Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar

Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.

Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Auglýsing

Ríf­lega þrír af hverjum fjórum af þeim rúm­lega 30 manns mann sem sótt hafa um hluta­bætur vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Tæp­lega fjórð­ungur þeirra eru erlendir rík­is­borg­arar og 14 pró­sent allra sem sótt hafa um hluta­bæt­urnar eru Pól­verj­ar. Þetta kemur fram í tölum sem Alþýðu­sam­band Íslands birti í dag.

Hlut­föllin end­ur­spegla að stóru leiti sam­setn­ingu íslenska vinnu­mark­að­ar­ins þar sem 20 pró­sent allra sem störf­uðu á honum í fyrra voru útlend­ingar en um 80 pró­sent íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Í sam­an­tekt ASÍ um skipt­ingu hluta­bóta segir að umsóknir um hluta­bætur end­ur­spegli sam­setn­ingu vinnu­mark­að­ar­ins betur en umsóknir um atvinnu­leys­is­bætur síð­asta árið, þar sem hlut­fall Íslend­inga meðal umsækj­enda hefur verið 63 pró­sent. 

Auglýsing
Erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum, enda hafa þau störf sem orðið hafa til í ferða­þjón­ustu og tengdum geirum að mestu verið mönnum með öðrum en íslenskum rík­is­borg­ur­um. Frá lokum árs 2011 og fram til byrjun síð­asta mán­aðar fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum sem hér búa úr rúm­lega 20 þús­und í rúm­lega 50 þús­und, og eru þá ekki taldir með þeir sem hlutu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt á tíma­bil­inu né þeir sem komu hingað til lands tíma­bundið á vegum starfs­manna­leiga. Í byrjun mars 2020 voru erlendir rík­is­borg­arar 13,8 pró­sent íbúa lands­ins. Lang­flestir þeirra eru Pól­verjar, eða tæp­lega 21 þús­und. 

46 þús­und manns á hluta­bótum eða atvinnu­leys­is­skrá

Alls hafa 30.097 manns sótt um hluta­bæt­ur. Til við­bótar hafa um 16 þús­und manns skráð sig á almennu atvinnu­leys­is­skránna, sam­kvæmt tölum sem birtar voru í Morg­un­blað­inu í morg­un. Það þýðir að um 46 þús­und manns eru að þiggja atvinnu­leys­is­bætur að hluta eða öllu leyti um þessar mund­ir. Á síð­ast ári voru 199.029 manns starf­andi á Íslandi og því eru um 23 pró­sent íbúa lands­ins á ein­hvers konar atvinnu­leys­is­bót­u­m. 

Fjöldi umsækj­enda er þó hlut­falls­lega hærri á Suð­ur­nesjum og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni. Þannig hafa 11 pró­sent umsókna borist frá íbúum Suð­ur­nesja, þar sem átta pró­sent starf­andi lands­manna bjuggu á síð­asta ári og 67 pró­sent  umsókna af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem 64 pró­sent starf­andi lands­manna bjuggu.

Í tölum ASÍ kemur fram að kynja­skipti umsækj­enda sé nokkuð jöfn og nán­ast í takti við þá skipt­ingu sem er á milli kynj­anna á vinnu­mark­aði. Sé litið til ald­urs­skipt­ing­ar, eru umsóknir hlut­falls­lega flestar í ald­urs­hópnum 30-39 ára. Alls eru 26 pró­sent umsækj­enda á þeim aldri, sam­an­borið við 21,6 pró­sent af starf­andi fólki. Lægst er hlut­fallið meðal fólks á aldr­inum 60-69 ára, en níu pró­sent umsækj­enda eru á þeim aldri sam­an­borið við 11,7 pró­sent af starf­andi fólki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent