„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður

Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri segir að Seðla­bank­inn yrði „mjög brúna­þung­ur“ ef sú staða kæmi upp síðar á árinu að Arion banki myndi greiða hlut­höfum sínum út arð. „Það væri algjör­lega ótækt af bank­anum að íhuga slíkar arð­greiðslur við þessar aðstæð­ur, þar sem verið er að veita bönk­unum til­slak­an­ir, og hið sama gildir um kaup á eigin bréf­um.“

Þetta kemur fram í við­tali við Ásgeir sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar seg­ist hann hyggja að eig­endur og stjórn­endur Arion banka skilji þessa stöðu mjög vel.

Þær til­slak­anir sem Ásgeir vísar til snú­ast um að á skömmum tíma hefur bindi­skylda verið lækkun niður í núll og sveiflu­jöfn­un­ar­auki sem lagð­ist á eigið fé bank­anna afnum­in. 

Auglýsing
Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á að auð­velda banka­­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­­örðum króna, eða um 12,5 pró­­sent af núver­andi útlána­safni bank­anna. 

Frest­uðu arð­greiðslu um tvo mán­uði

Arion banki hagn­að­ist um 1,1 millj­arð króna í fyrra og arð­semi eigin fjár bank­ans var 0,6 pró­sent. Samt sem áður var lögð til tíu millj­arða króna arð­greiðsla til hlut­hafa vegna síð­asta árs. Það stendur til að greiða út nífaldan hagnað í arð. Þau áform eru í takti við yfir­lýsta stefnu bank­ans, sem er að öllu leyti í einka­eigu og skráður á hluta­bréfa­mark­að, að greiða út tugi millj­arða króna eigin fé hans til eig­enda hans. 

Frá því að upp­haf­leg ákvörðun um þá end­ur­greiðslu var tekin hefur staðan í efna­hags­líf­inu gjör­breyst. 

Greint var frá því að sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn hefði verið afnumin 18. mars síð­ast­lið­inn. Dag­inn áður, 17. mars, fór fram aðal­fundur Arion banka. Þar var sam­þykkt að fresta arð­greiðsl­unni til hlut­hafa um tvo mán­uði, eða fram í miðjan maí. Auk þess var heim­ild stjórnar til að kaupa allt að tíu pró­­­sent af hlutafé bank­ans end­­­ur­nýj­uð. Miðað við mark­aðsvirði Arion banka í dag myndi það  þýða að í kringum tíu millj­­arða króna greiðslu til eig­enda bank­ans. 

Arion ­banki hefur enn sem komið er ekki end­­ur­­skoðað sín áform um að greiða út arð í maí. Í til­­kynn­ingu sem bank­inn sendi til Kaup­hallar Íslands 27. mars síð­­ast­lið­inn, vegna aðgerða sem hann hefur gripið til vegna COVID-19, kemur þvert á móti fram að eig­in­fjár- og lausa­­fjár­­­staða bank­ans sé mjög sterk án þess að til­­lit sé tekið til „fyr­ir­­sjá­an­­legrar arð­greiðslu að fjár­­hæð 10 millj­­arða króna“. 

Þar sagði enn fremur að auk ákvörð­unar um að fresta arð­greiðslu í tvo mán­uði myndi bank­inn „ekki fara í frek­­ari kaup á eigin bréfum fyrr en óvissa vegna heims­far­ald­­ur­s­ins hefur minn­k­að.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent