Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.

Höfuðstöðvar EBA í París.
Höfuðstöðvar EBA í París.
Auglýsing

Evr­ópska banka­eft­ir­lits­stofn­unin (EBA) hvetur alla banka til að halda að sér höndum varð­andi arð­greiðslur og kaup á eigin hluta­bréfum ef slíkar ráð­staf­anir gætu leitt til dreif­ingar fjár­magns út fyrir banka­kerf­ið. Sú hvatn­ing er send út til að standa vörð um fjár­hags­styrk banka­kerf­is­ins. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu EBA um arð­greiðsl­ur, kaup á eigin hluta­bréfum og breyti­legar þókn­anir sem birt var á íslensku á vef Seðla­banka Íslands í dag. 

Þar er ítrekað það sem sagt var í fyrri yfir­lýs­ingu EBA frá 12. mars síð­ast­liðn­um, þar sem bankar voru ein­dregið hvattir til að „fylgja var­færn­is­legri stefnu um arð­greiðslur og aðrar greiðsl­ur, þ.m.t. breyti­legar þókn­anir og nota fjár­magn fremur til að tryggja sam­fellt fjár­magns­flæði til hag­kerf­is­ins“ á meðan að COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir. 

EBA hefur einnig lagt áherslu á að eig­in­fjár­stuðn­ingur sem stafar af aðgerðum yfir­valda vegna far­ald­urs­ins í hverjum landi fyrir sig sem er aðili að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES), sem stofnun setur reglur fyr­ir, skuli nýttur til að „fjár­magna fyr­ir­tæki og heim­ili en ekki til að hækka arð­greiðslur eða kaupa eigin hluta­bréf í þágu hlut­hafa“.

Mark­miðið með því að úthluta fjár­magni innan banka­sam­stæðu eigi að vera að „styðja við svæð­is­bundin hag­kerfi sem og evr­ópska hag­kerfið almennt, auk þess að tryggja eðli­lega starf­semi innri mark­að­ar­ins , sen er bráð­nauð­syn­legt við núver­andi aðstæð­ur“.

Seðla­bank­inn getur bannað arð­greiðslur

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um arð­greiðslur og mögu­leg kaup á eigin bréfum banka í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á laug­ar­dag. Þar kom fram að enn sem komið er þá hefur Seðla­banki Íslands ein­ungis hvatt við­skipta­bank­anna til að „sýna þá sam­fé­lags­legu ábyrgð á þessum sér­stöku tímum að nýta ekki það svig­rúm sem aflétt­ing sveiflu­jöfn­un­ar­aukans skapar til þess að greiða út arð.“

Auglýsing
Telji Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands þó, byggt á gögnum eða upp­lýs­ingum sem það styðst við, að líkur séu á að banki upp­fylli ekki ákvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, svo sem um eig­in­fjár- eða lausa­fjár­hlut­fall, getur það gripið til vald­heim­ilda sam­kvæmt lög­um. „Á meðal þeirra vald­heim­ilda er bann við arð- og vaxta­greiðslum til hlut­hafa og fjár­festa og tak­mörkun á kaupaukum við hlut­fall af hreinum hagn­að­i.“

Þá þarf fjár­mála­fyr­ir­tæki, eins og banki, alltaf að fá fyrir fram sam­þykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins Seðla­bank­ans fyrir end­ur­kaupum á eigin hlutum og lækkun hluta­fjár  og hefur Fjár­mála­eft­ir­litið tals­vert svig­rúm við mat á veit­ingu slíks sam­þykk­is.

Á skömmum tíma hefur bindi­skylda verið lækkun niður í núll og sveiflu­jöfn­un­ar­auki sem lagð­ist á eigið fé bank­anna afnum­in. Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á að auð­velda banka­­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­­örðum króna, eða um 12,5 pró­­sent af núver­andi útlána­safn­i. 

Það er þó ekk­ert sem segir til um að það svig­rúm sem skap­ist verði ekki nýtt til ann­arra verka, eins og að greið­ast út til hlut­hafa. 

Arion banki ætlar enn að greiða arð

Íslenska ríkið á tvo banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann. Þann 20. mars síð­ast­lið­inn var sent bréf til Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hald rík­is­ins í Íslands­banka og Lands­bank­an­um, fyrir hönd Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Þar var farið fram á að hún myndi horfa fram hjá kröfum um ávöxtun og arð­greiðslur á árinu 2020 og að þeim skila­boðum yrði komið áfram til stjórna fjár­mála­fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

Auglýsing
Bjarni var að segja rík­is­bönk­unum tveimur að í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins þá ættu þeir ekki að greiða út arð. 

Enn eru hins vegar uppi áform um arð­greiðslur og mögu­leg end­ur­kaup á eigin bréfum hjá ­Arion ­banka, sem er í einka­eigu. Á aðal­fundi bank­ans 17. mars síð­ast­lið­inn var sam­þykkt að fresta tíu millj­arða króna arð­greiðslu til hlut­hafa um tvo mán­uði, eða fram í miðjan maí. Auk þess var heim­ild stjórnar til að kaupa allt að tíu pró­­sent af hlutafé bank­ans end­­ur­nýj­uð. 

Arion ­banki hefur enn sem komið er ekki end­ur­skoðað sín áform um að greiða út arð í maí. Í til­kynn­ingu sem bank­inn sendi til Kaup­hallar Íslands 27. mars síð­ast­lið­inn, vegna aðgerða sem hann hefur gripið til vegna COVID-19, kemur þvert á móti fram að eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða bank­ans sé mjög sterk án þess að til­lit sé tekið til „fyr­ir­sjá­an­legrar arð­greiðslu að fjár­hæð 10 millj­arða króna“. Þar sagði enn fremur að auk ákvörð­unar um að fresta arð­greiðslu í tvo mán­uði myndi bank­inn „ekki fara í frek­ari kaup á eigin bréfum fyrr en óvissa vegna heims­far­ald­urs­ins hefur minnk­að.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent