Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“

Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Auglýsing

„Þetta verða skrítnir páskar,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn á blaða­manna­fundi almanna­varna í dag en heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa hvatt Íslend­inga til að vera heima um pásk­ana. Þá voru lands­menn jafn­framt hvattir til að vera heima um síð­ustu helgi en eitt­hvað hefur sú hvatn­ing farið fram­hjá sum­um.

„Var helgin ekki bara ágætis æfing? Við vorum að tala um það að vera heima um helg­ina og við erum að tala um það að vera heima um pásk­ana. Það voru opn­aðar fjölda­hjálp­ar­stöðvar fyrir Íslend­inga sem fest­ust uppi á heiðum og þurfi að bjarga nán­ast 100 Íslend­ingum um helg­ina. Er þetta ekki bara komið gott? 

Eigum við ekki bara að slaka á núna heima og taka pásk­ana bara í róleg­heit­unum í fjar­fundi með stór­fjöl­skyld­unni, mat­ar­boð með vin­unum í gegnum fjar­fundi og njótum návistar við okkar nánust­u?“ spurði hann. 

Auglýsing

Víðir hvatti fólk enn fremur til að vera áfram gott við hvort annað „og höldum áfram að vera ábyrg. Þá tekst okkur að kom­ast í gegnum þetta“.

Þurfum að hlúa að hvert öðru

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum það vera alveg ljóst að róð­­ur­inn myndi þyngj­­ast næstu vik­­urnar og að fleiri myndu veikj­­ast og lát­­ast. „Þessi far­aldur mun taka sífellt meira á okk­­ur, and­­lega og til­­f­inn­inga­­lega og við þurfum því – eins og við höfum alltaf sagt – að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okk­­ur.“

Af þeim sem ­greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru sex lát­in. Tveir lét­ust í gær, karl­­­maður á níræð­is­aldri sem var íbúi á hjúkr­un­­­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­­­ar­vík­ og karl­­­maður á sjö­tugs­aldri sem lá á Land­­­spít­­­al­an­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent