„Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði þjóðina í kvöld og ræddi veirufaraldurinn sem sett hefur daglegt líf úr skorðum. Hann sagði að áfram myndi reyna á samstöðu og seiglu þjóðarinnar, vandinn yrði viðameiri áður en sigri yrði fagnað.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
Auglýsing

„Öll þurfum við nú að þola mæðu­samar stund­ir, þurfum að þola dæma­lausa daga,“ sagði Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands í sér­stöku páska­dags­ávarpi sem flutt var á RÚV í kvöld. Ávarpið hefur verið birt á vef for­seta­emb­ætt­is­ins á íslensku, ensku og pólsku. 

For­set­inn færði þeim sem hafa misst aðstand­endur vegna kór­ónu­veirunnar hjart­ans sam­úð­ar­kveðjur og bað lands­menn um að hugsa hlýtt til allra þeirra sem hafa veikst af veirunni sem og þeirra fjöl­mörgu sem hafa setið í ein­angrun eða sótt­kví. Þá flutti hann fólki í áhættu­hópum vegna veirusmits, bar­áttu- og stuðn­ings­kveðj­ur.

Guðni beindi orðum sínum sér­stak­lega að eldri borg­urum lands­ins. „Ykkar kyn­slóð byggði upp það sam­fé­lag vel­ferðar á Íslandi sem við eigum öll að geta notið sam­an. Varnir við vágest­inum þýða að þið hafið lítt eða ekki notið sam­vista við ykkar nán­ustu að und­an­förnu, en þið takið þessu hlut­skipti af því æðru­leysi sem löng lífs­reynsla kenn­ir. Öll megum við mikið læra af þeim sterka hug,“ sagði Guðni.Hrós­aði almenn­ingi fyrir við­brögð sín

For­set­inn hrós­aði við­brögðum almenn­ings við veiru­far­aldr­inum og hvatti fólk til þess að halda áfram á sömu braut. Hann sagði að stundum væri sagt að Íslend­ingar væru þras­gjarnir og síst af öllu hús­bónda­holl­ir.

Auglýsing

„Við fyrstu sýn mætti ætla að slík þjóð­ar­ein­kenni kæmu okkur í koll þegar far­sóttin skall á land­inu af fullum þunga. En öðru nær. Upp til hópa hefur fólk hlýtt til­mælum og leið­bein­ingum og hlýt ég að brýna landa mína að halda því striki. Á sama tíma höfum við samt skipst á skoð­unum um það hvernig bregð­ast beri við. Ólík sjón­ar­mið hafa heldur betur heyrst. Á Alþingi hafa stjórn­ar­and­stæð­ingar veitt aðhald en sýnt sann­girni. Rík­is­stjórn lands­ins hefur axlað ábyrgð en treyst for­ystu og ráð­gjöf sér­fræð­inga,“ sagði Guðni og ræddi því næst um þá sér­fræð­inga sem vísað hafa veig­inn í við­brögðum við heims­far­aldr­in­um.

„Ís­lend­ingar hafa löngum haft lítið dálæti á þeirri mann­teg­und,“ sagði Guðni er hann ræddi um sér­fræð­ing­ana og bætti við að víst væri að sér­fróðum gæti skjátl­ast eins og öðr­um. 

„Við erum hins vegar vel sett með ein­vala­lið okkar í almanna- og veiru­vörn­um. Þau eru löngu orðin heim­il­is­vin­ir, Alma land­lækn­ir, Þórólfur sótt­varna­læknir og Víðir sem allir hlýði, yfir­lög­reglu­þjónn með meiru. Þau setja sig ekki á háan hest, þau við­ur­kenna að eiga ekki svör við öllum spurn­ingum og þau eru opin­ská um þann vanda sem við er að etja,“ sagði for­set­inn.

Hann ræddi einnig efna­hags­lega tjónið sem heims­far­ald­ur­inn er að valda og sagði ferða­þjón­ust­una, þá mik­il­vægu atvinnu­grein, og hag­kerfið allt, hafa beðið hnekki.

„Líf okkar er gengið úr skorðum og verður svo enn um sinn. Dást má að því hvernig lands­menn hafa lagað sig að nýjum hátt­um, unnið heima og sinnt heils­unni þótt nú vanti laug­ina og rækt­ina. En auð­vitað getur kvíði sótt að. Margir hafa misst vinnu sína, aðrir þola illa alla rösk­un. Íbúar lands­ins með erlendar rætur skilja ekki allt sem fram kemur um stöðu mála og ótt­ast um vini og ætt­ingja utan Íslands. Spenna ríkir á sumum heim­ilum og jafn­vel hætt­ara við en áður að fólk eigi þar ekki skjól heldur sæti þvert á móti ofbeldi, eins og sorg­leg dæmi sanna. Við skulum vera á varð­bergi, við skulum hjálpa þeim sem eru hjálpar þurf­i,“ sagði Guðni.

„En sigri munum við fagna“ 

For­set­inn sagði að enn myndi reyna á sam­stöðu lands­manna og seiglu. Vand­inn yrði eflaust viða­meiri áður en sigri yrði fagn­að. „En sigri munum við fagna. Hér eru þær traust­ari en víða, und­ir­stöður sam­fé­lags og þjóð­ar­bú­skap­ar. Hér býr dug­leg og menntuð þjóð í fögru landi, sjálf­stæð þjóð með eigin auð­lindir til sjáv­ar, sveita og heiða, að ekki sé minnst á auð­magn huga og handa,“ sagði Guðni, sem minnti að lokum á að senn kemur vorið, „sunnan yfir sæinn breiða.“

„Já, hvíslum glöð út í myrkrið og minn­umst þess jafn­framt að alltaf birtir til. Við höfum séð það svart­ara, við munum sjá það bjart­ara,“ sagði for­seti Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent