„Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði þjóðina í kvöld og ræddi veirufaraldurinn sem sett hefur daglegt líf úr skorðum. Hann sagði að áfram myndi reyna á samstöðu og seiglu þjóðarinnar, vandinn yrði viðameiri áður en sigri yrði fagnað.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
Auglýsing

„Öll þurfum við nú að þola mæðu­samar stund­ir, þurfum að þola dæma­lausa daga,“ sagði Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands í sér­stöku páska­dags­ávarpi sem flutt var á RÚV í kvöld. Ávarpið hefur verið birt á vef for­seta­emb­ætt­is­ins á íslensku, ensku og pólsku. 

For­set­inn færði þeim sem hafa misst aðstand­endur vegna kór­ónu­veirunnar hjart­ans sam­úð­ar­kveðjur og bað lands­menn um að hugsa hlýtt til allra þeirra sem hafa veikst af veirunni sem og þeirra fjöl­mörgu sem hafa setið í ein­angrun eða sótt­kví. Þá flutti hann fólki í áhættu­hópum vegna veirusmits, bar­áttu- og stuðn­ings­kveðj­ur.

Guðni beindi orðum sínum sér­stak­lega að eldri borg­urum lands­ins. „Ykkar kyn­slóð byggði upp það sam­fé­lag vel­ferðar á Íslandi sem við eigum öll að geta notið sam­an. Varnir við vágest­inum þýða að þið hafið lítt eða ekki notið sam­vista við ykkar nán­ustu að und­an­förnu, en þið takið þessu hlut­skipti af því æðru­leysi sem löng lífs­reynsla kenn­ir. Öll megum við mikið læra af þeim sterka hug,“ sagði Guðni.Hrós­aði almenn­ingi fyrir við­brögð sín

For­set­inn hrós­aði við­brögðum almenn­ings við veiru­far­aldr­inum og hvatti fólk til þess að halda áfram á sömu braut. Hann sagði að stundum væri sagt að Íslend­ingar væru þras­gjarnir og síst af öllu hús­bónda­holl­ir.

Auglýsing

„Við fyrstu sýn mætti ætla að slík þjóð­ar­ein­kenni kæmu okkur í koll þegar far­sóttin skall á land­inu af fullum þunga. En öðru nær. Upp til hópa hefur fólk hlýtt til­mælum og leið­bein­ingum og hlýt ég að brýna landa mína að halda því striki. Á sama tíma höfum við samt skipst á skoð­unum um það hvernig bregð­ast beri við. Ólík sjón­ar­mið hafa heldur betur heyrst. Á Alþingi hafa stjórn­ar­and­stæð­ingar veitt aðhald en sýnt sann­girni. Rík­is­stjórn lands­ins hefur axlað ábyrgð en treyst for­ystu og ráð­gjöf sér­fræð­inga,“ sagði Guðni og ræddi því næst um þá sér­fræð­inga sem vísað hafa veig­inn í við­brögðum við heims­far­aldr­in­um.

„Ís­lend­ingar hafa löngum haft lítið dálæti á þeirri mann­teg­und,“ sagði Guðni er hann ræddi um sér­fræð­ing­ana og bætti við að víst væri að sér­fróðum gæti skjátl­ast eins og öðr­um. 

„Við erum hins vegar vel sett með ein­vala­lið okkar í almanna- og veiru­vörn­um. Þau eru löngu orðin heim­il­is­vin­ir, Alma land­lækn­ir, Þórólfur sótt­varna­læknir og Víðir sem allir hlýði, yfir­lög­reglu­þjónn með meiru. Þau setja sig ekki á háan hest, þau við­ur­kenna að eiga ekki svör við öllum spurn­ingum og þau eru opin­ská um þann vanda sem við er að etja,“ sagði for­set­inn.

Hann ræddi einnig efna­hags­lega tjónið sem heims­far­ald­ur­inn er að valda og sagði ferða­þjón­ust­una, þá mik­il­vægu atvinnu­grein, og hag­kerfið allt, hafa beðið hnekki.

„Líf okkar er gengið úr skorðum og verður svo enn um sinn. Dást má að því hvernig lands­menn hafa lagað sig að nýjum hátt­um, unnið heima og sinnt heils­unni þótt nú vanti laug­ina og rækt­ina. En auð­vitað getur kvíði sótt að. Margir hafa misst vinnu sína, aðrir þola illa alla rösk­un. Íbúar lands­ins með erlendar rætur skilja ekki allt sem fram kemur um stöðu mála og ótt­ast um vini og ætt­ingja utan Íslands. Spenna ríkir á sumum heim­ilum og jafn­vel hætt­ara við en áður að fólk eigi þar ekki skjól heldur sæti þvert á móti ofbeldi, eins og sorg­leg dæmi sanna. Við skulum vera á varð­bergi, við skulum hjálpa þeim sem eru hjálpar þurf­i,“ sagði Guðni.

„En sigri munum við fagna“ 

For­set­inn sagði að enn myndi reyna á sam­stöðu lands­manna og seiglu. Vand­inn yrði eflaust viða­meiri áður en sigri yrði fagn­að. „En sigri munum við fagna. Hér eru þær traust­ari en víða, und­ir­stöður sam­fé­lags og þjóð­ar­bú­skap­ar. Hér býr dug­leg og menntuð þjóð í fögru landi, sjálf­stæð þjóð með eigin auð­lindir til sjáv­ar, sveita og heiða, að ekki sé minnst á auð­magn huga og handa,“ sagði Guðni, sem minnti að lokum á að senn kemur vorið, „sunnan yfir sæinn breiða.“

„Já, hvíslum glöð út í myrkrið og minn­umst þess jafn­framt að alltaf birtir til. Við höfum séð það svart­ara, við munum sjá það bjart­ara,“ sagði for­seti Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent