Ætlum ekki að „renna í skriðunni og lenda á nefinu“

Þrátt fyrir að ýmsum takmörkunum verði aflétt eftir 4. maí er „mikið átaksverkefni eftir sem við þurfum að klára saman, allt samfélagið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra ­segir að margt hafi gerst frá því að síð­ast var hald­inn blaða­manna­fundur og ­sam­komu­tak­mark­anir settar á.  „Ég er nokkuð viss um að okkur líður öllum eins og sá tími sé lengri en hann er í raun og veru,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag þar sem kynnt voru áform um aflétt­ing­u ­sam­komu­tak­mark­ana í skref­um.

Katrín sagð­i að hér á landi hafi frá upp­hafi verið beitt hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Þær aðgerðir munu enn allar verða við lýði til 4. maí er fyrstu skrefin í að aflétta tak­mörk­unum verða tek­in. For­sæt­is­ráð­herra sagð­i að með þessum aðgerðum hafi tek­ist að fækka smitum dag frá degi. „En það þýð­ir ekki að kálið sé sopið þó það sé komið í aus­una. Sig­ur­inn er ekki í höfn.“

Auglýsing

Frá upp­hafi var það mark­mið yfir­valda á Íslandi að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins, vernda við­kvæm­ustu hópana og tryggja að heil­brigð­is­kerfið myndi ráða við álag­ið. „Við get­u­m ­sagt það að jú, það lítur út fyrir að við séum að ná þessum mark­mið­u­m,“ sagð­i Katrín og benti á að næstu skref væru að fækka smitum enn meira og að ná „full­komn­um ­tökum á veirunn­i.“

Katrín líkt­i því sem framundan er við fjall­göngu þar sem síð­asta brekkan er eft­ir. Freist­andi væri að taka sér hvíld á göng­unni, setj­ast niður og borða nestið og ­sleppa því að fara upp á tind­inn. „En það er ekki í boð­i,“ sagði hún.

Og ef hald­ið væri áfram upp brekk­una og alla leið á tind­inn þá væri hætta enn fyrir hend­i, hætta á að maður flýti sér ansi hratt nið­ur. „Þá rennur maður í skrið­unni og endar á nef­inu og það ætlum við ekki að ger­a.“

Katrín sagð­i að tak­mörk­unum yrði aflétt í fáum en stórum skref­um. „Við þurfum að hafa úthald til að fara niður brekk­una nægi­lega hægt til að tryggja að smitið blossi ekki ­upp aft­ur.“

Stóra ­mark­miðið sé að ná fullum tökum á veirunni.

Svandís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði á fund­inum að far­ald­ur­inn hefði hing­að til verið öllum mikið lær­dóms­ferli; álags­próf á inn­viði íslensks sam­fé­lags­. Ís­land gæti síðar meir sagt að það hefði stað­ist það álag en próf­inu er ekki enn lok­ið. „Þetta er senni­lega eitt stærsta verk­efni sem við höfum tek­ist á hendur sem sam­fé­lag,“ sagði Svan­dís. Við nytum góðs af því að vera eyland og ­lítið sam­fé­lag þar sem hægt væri að koma upp­lýs­ingum hratt á fram­færi.  Ís­lend­ingar hefðu sýnt að þeir standa sam­an­ þegar á móti blæs.

Í kynn­ing­u sinni á aflétt­ingu tak­mark­ana lagði hún ríka áherslu á að mik­il­vægt væri að huga áfram vel að sótt­vörnum svo sem hand­þvotti og að virða tveggja metra fjar­lægð­ar­mörk­in.

Aflétt­ing ­tak­mark­ana í hnot­skurn:

Frá 4. maí munu fjölda­tak­mörk sam­komu­banns mið­ast við 50 ein­stak­linga í stað 20 og ­skóla­starf í leik- og grunn­skólum verður með eðli­legum hætti. Fram­halds- og há­skólar geta einnig opnað dyr sínar fyrir nemum á ný, en meg­in­reglan um að ein­ungis 50 manns megi vera í sama rými verður í gildi.

Hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stof­ur, sjúkra­þjálfun, söfn, snyrti­stofur og fleiri þjón­ustur sem þurftu að loka í mars­mán­uði munu geta opnað á ný, en þó ber að tryggja tveggja metra fjar­lægð á milli við­skipta­vina eins og hægt er.

Tann­lækn­ing­ar verða heim­ilar á ný, rétt eins og öll önnur heil­brigð­is­starf­semi sem ekki fel­ur í sér val­kvæðar skurð­að­gerðir eða aðrar ífar­andi aðgerð­ir.

Skipu­lag­t ­í­þrótta­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri getur haf­ist að nýju, utandyra, en þó með þeim tak­mörk­unum að ekki mega fleiri en 50 vera saman í hóp og halda skal tveggja metra fjar­lægð­inni eins og mögu­legt er, sér­stak­lega hjá eldri ­börn­um.

Ann­að ­skipu­lagt íþrótta­starf verður heim­ilt utandyra, en þó áfram með miklu­m ­tak­mörk­un­um. Þannig mega ekki fleiri en fjórir ein­stak­lingar æfa eða leika ­sam­an, snert­ingar verða óheim­ilar og halda skal tveggja metra fjar­lægð á milli­ ­fólks. Þá þarf að halda notkun á sam­eig­in­legum bún­aði í lág­marki, en ann­ar­s ­sótt­hreinsa bún­að­inn á milli notk­un­ar.

Ýmis­leg­t annað helst óbreytt. Þannig verða sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar áfram lok­aðar og einnig skemmti­stað­ir, bar­ir, spila­salir og aðrir svip­aðir stað­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent