Kári: Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum

Mótefnamælingar eru hafnar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári Stefánsson forstjóri sagði að íslenska rakningarteymið ætti sér ekki hliðstæðu í heiminum, svo sérstakur væri árangur þess.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

„Ég ætl­a ekki að leggja til að þið standið upp og klappið og hrópið húrra en það væri ­full ástæða til þess,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, um árangur aðgerða þrí­eyk­is­ins Víðis Reyn­is­son­ar, Þór­ólfs Guðna­sonar og Ölmu ­Möller við að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í íslensku sam­fé­lag­i. Far­ald­ur­inn væri nú á útleið.

Kári var ­gestur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar fór hann yfir nið­ur­stöð­ur­ ­vís­inda­greinar sér­fræð­inga Íslenskrar erfða­grein­ingar og sam­starfs­fólks hjá Land­lækn­is­emb­ætt­inu og Land­spít­ala sem birt var í í New Eng­land Journal of ­Med­icine í gær. Greinin byggir á rann­sókn á útbreiðslu SARS- Cov-2 veirunnar á Ís­landi sem veldur sjúk­dómnum COVID-19.

Nið­ur­stöð­urn­ar ­sýna að 0,8 pró­sent fólks í sam­fé­lag­inu er smitað sem ýtir undir kenn­ingar um að ein­kenna­lausir geti verið smit­ber­ar.

Auglýsing

Þá telja ­grein­ar­höf­undar að þótt aðgerðir heil­brigð­is­yf­ir­valda, til að halda far­aldr­in­um niðri hafi borið árang­ur, sé þörf á meiri gögn­um, til að hægt sé að taka ­upp­lýstar ákvarð­anir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna  í fram­hald­inu.

Íslensk erfða­grein­ing hefur síðan 13. mars ski­mað fyrir veirunni í íslensku sam­fé­lag­i ­meðal 28 þús­und Íslend­inga. „Í morgun kíkti ég aldrei þessu vant á heima­síð­u covid.is og sá mér til mik­illar furðu hvernig menn hafa verið að skoða hvern­ig veiran berst manna á milli,“ sagði Kári. Af 1.727 þekktum smitum eru aðeins átta sem ekki er vitað hvernig sýkt­ust. „Þetta er alveg ótrú­legur árangur og lyk­ill­inn að því hversu vel hefur tek­ist til. Rakn­ing­arteymið okkar er alveg ó­trú­legt. Á engan sinn líkan nokk­urs staðar í heim­in­um. Ég er býsna mont­inn af þessu fólki.“

Íslensk erfða­grein­ing hefur rað­greint 1.320 stað­fest smit. „Þessi veira er skringi­leg skepna með fullt af stökk­breyt­ing­um,“ sagði Kári. „Hún hefur ferð­ast um svo margt fólk að hún hefur fengið mörg tæki­færi til að stökk­breyt­ast.“

Sagði Kári að veiran bæri sér­stök merki fyrir ákveðin land­svæði, þannig væri hægt að sjá hvað­an hún kæmi. Stökk­breyt­inga­mynstur hennar er sér­stakt fyrir Aust­ur­ríki, Ítalíu og England, svo dæmi séu tek­in.

Veiran fyrr á ferð í Bret­landi en menn töldu

Kári rifj­að­i ­upp að fyrstu til­fellin hefðu komið til lands­ins með Íslend­ingum sem voru í skíða­ferðum í Aust­ur­ríki og á Ítal­íu. Vel hafi svo tek­ist að hemja útbreiðslu sjúk­dóms­ins frá þessum hópi.

En þeg­ar ­Ís­lensk erfða­grein­ing tók að rað­greina sýni kom í ljós að á meðan verið var að ein­beita sér að fólki sem var að koma úr Ölp­unum kom veiran inn í landið með­ ­fólki sem var að koma frá ýmsum öðrum lönd­um. Tölu­verður hópur smit­aðra kom frá­ Bret­landi. Sagði Kári þetta sýna að veiran hafi verið búin að dreifa sér víða þar í landi áður en að fólk gerði sér grein fyrir því.

Kári hrósaði Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni í hástert á fundinum. Mynd: Lögreglan

Kári tal­að­i ­sér­stak­lega um það hversu veiran leggst mis­mun­andi á fólk. Margir fá lítil eða engin ein­kenni á meðan aðrir veikj­ast alvar­lega og þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu og jafn­vel í önd­un­ar­vél. Skýr­ingar á þessu er hægt að rann­saka með­ tilliti til erfða­mengis fólks. Þá sagði hann að veiran væri „and­styggi­leg“ að því leyti að hún gæti smit­ast frá fólki sem hefði lítil eða engin ein­kenn­i. „Þessi veira gæti því haldið áfram að flakka um sam­fé­lagið því ein­kenna­laust ­fólk smit­ar.“

Mótefni hjá sýktum stað­fest

Íslensk erfða­grein­ing hefur þegar haf­ist handa við að skima fyrir mótefnum gegn veirunni hjá fólki. Kári sagð­ist reikna með að sú skimun sýndi hver hin raun­veru­lega dreif­ing veirunnar er í sam­fé­lag­inu.

Þegar er ­búið að mótefna­mæla milli 700-800 manns þar af eru um 500 sem ekki er vitað til­ að hafi sýkst. Hann segir að þegar sjá­ist það mynstur sem búist var við: ­Meiri­hluti þeirra sem hefur sýkst er kom­inn með mótefni.

Fjöl­marg­ar ­þjóðir heims eru nú að hefja mótefna­mæl­ing­ar. Kári sagði að til þess yrði að horfa þegar tak­mark­anir á ferða­lögum til og frá Íslandi væru ákveðn­ar. „Þú vilt ekki hleypa fólki inn í landið frá löndum sem hafa ekki verið að gera nokk­urn ­skap­aðan hlut.“

Fram­lag ­Ís­lenskrar erfða­grein­ingar til þró­unar bólu­efnis gegn veirunni verður að sögn Kára það að sýna fjöl­breyti­lega bygg­ingu henn­ar. Hann sagð­ist bjart­sýnni en Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á að bólu­efni verði fljótt aðgengi­leg­t. Klínískar próf­anir á því væru þegar hafn­ar. Sagð­ist hann gera sér vonir um að það verði, í ein­hverju formi, til­búið innan árs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent