Kári: Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum

Mótefnamælingar eru hafnar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári Stefánsson forstjóri sagði að íslenska rakningarteymið ætti sér ekki hliðstæðu í heiminum, svo sérstakur væri árangur þess.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

„Ég ætl­a ekki að leggja til að þið standið upp og klappið og hrópið húrra en það væri ­full ástæða til þess,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, um árangur aðgerða þrí­eyk­is­ins Víðis Reyn­is­son­ar, Þór­ólfs Guðna­sonar og Ölmu ­Möller við að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í íslensku sam­fé­lag­i. Far­ald­ur­inn væri nú á útleið.

Kári var ­gestur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar fór hann yfir nið­ur­stöð­ur­ ­vís­inda­greinar sér­fræð­inga Íslenskrar erfða­grein­ingar og sam­starfs­fólks hjá Land­lækn­is­emb­ætt­inu og Land­spít­ala sem birt var í í New Eng­land Journal of ­Med­icine í gær. Greinin byggir á rann­sókn á útbreiðslu SARS- Cov-2 veirunnar á Ís­landi sem veldur sjúk­dómnum COVID-19.

Nið­ur­stöð­urn­ar ­sýna að 0,8 pró­sent fólks í sam­fé­lag­inu er smitað sem ýtir undir kenn­ingar um að ein­kenna­lausir geti verið smit­ber­ar.

Auglýsing

Þá telja ­grein­ar­höf­undar að þótt aðgerðir heil­brigð­is­yf­ir­valda, til að halda far­aldr­in­um niðri hafi borið árang­ur, sé þörf á meiri gögn­um, til að hægt sé að taka ­upp­lýstar ákvarð­anir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna  í fram­hald­inu.

Íslensk erfða­grein­ing hefur síðan 13. mars ski­mað fyrir veirunni í íslensku sam­fé­lag­i ­meðal 28 þús­und Íslend­inga. „Í morgun kíkti ég aldrei þessu vant á heima­síð­u covid.is og sá mér til mik­illar furðu hvernig menn hafa verið að skoða hvern­ig veiran berst manna á milli,“ sagði Kári. Af 1.727 þekktum smitum eru aðeins átta sem ekki er vitað hvernig sýkt­ust. „Þetta er alveg ótrú­legur árangur og lyk­ill­inn að því hversu vel hefur tek­ist til. Rakn­ing­arteymið okkar er alveg ó­trú­legt. Á engan sinn líkan nokk­urs staðar í heim­in­um. Ég er býsna mont­inn af þessu fólki.“

Íslensk erfða­grein­ing hefur rað­greint 1.320 stað­fest smit. „Þessi veira er skringi­leg skepna með fullt af stökk­breyt­ing­um,“ sagði Kári. „Hún hefur ferð­ast um svo margt fólk að hún hefur fengið mörg tæki­færi til að stökk­breyt­ast.“

Sagði Kári að veiran bæri sér­stök merki fyrir ákveðin land­svæði, þannig væri hægt að sjá hvað­an hún kæmi. Stökk­breyt­inga­mynstur hennar er sér­stakt fyrir Aust­ur­ríki, Ítalíu og England, svo dæmi séu tek­in.

Veiran fyrr á ferð í Bret­landi en menn töldu

Kári rifj­að­i ­upp að fyrstu til­fellin hefðu komið til lands­ins með Íslend­ingum sem voru í skíða­ferðum í Aust­ur­ríki og á Ítal­íu. Vel hafi svo tek­ist að hemja útbreiðslu sjúk­dóms­ins frá þessum hópi.

En þeg­ar ­Ís­lensk erfða­grein­ing tók að rað­greina sýni kom í ljós að á meðan verið var að ein­beita sér að fólki sem var að koma úr Ölp­unum kom veiran inn í landið með­ ­fólki sem var að koma frá ýmsum öðrum lönd­um. Tölu­verður hópur smit­aðra kom frá­ Bret­landi. Sagði Kári þetta sýna að veiran hafi verið búin að dreifa sér víða þar í landi áður en að fólk gerði sér grein fyrir því.

Kári hrósaði Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni í hástert á fundinum. Mynd: Lögreglan

Kári tal­að­i ­sér­stak­lega um það hversu veiran leggst mis­mun­andi á fólk. Margir fá lítil eða engin ein­kenni á meðan aðrir veikj­ast alvar­lega og þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu og jafn­vel í önd­un­ar­vél. Skýr­ingar á þessu er hægt að rann­saka með­ tilliti til erfða­mengis fólks. Þá sagði hann að veiran væri „and­styggi­leg“ að því leyti að hún gæti smit­ast frá fólki sem hefði lítil eða engin ein­kenn­i. „Þessi veira gæti því haldið áfram að flakka um sam­fé­lagið því ein­kenna­laust ­fólk smit­ar.“

Mótefni hjá sýktum stað­fest

Íslensk erfða­grein­ing hefur þegar haf­ist handa við að skima fyrir mótefnum gegn veirunni hjá fólki. Kári sagð­ist reikna með að sú skimun sýndi hver hin raun­veru­lega dreif­ing veirunnar er í sam­fé­lag­inu.

Þegar er ­búið að mótefna­mæla milli 700-800 manns þar af eru um 500 sem ekki er vitað til­ að hafi sýkst. Hann segir að þegar sjá­ist það mynstur sem búist var við: ­Meiri­hluti þeirra sem hefur sýkst er kom­inn með mótefni.

Fjöl­marg­ar ­þjóðir heims eru nú að hefja mótefna­mæl­ing­ar. Kári sagði að til þess yrði að horfa þegar tak­mark­anir á ferða­lögum til og frá Íslandi væru ákveðn­ar. „Þú vilt ekki hleypa fólki inn í landið frá löndum sem hafa ekki verið að gera nokk­urn ­skap­aðan hlut.“

Fram­lag ­Ís­lenskrar erfða­grein­ingar til þró­unar bólu­efnis gegn veirunni verður að sögn Kára það að sýna fjöl­breyti­lega bygg­ingu henn­ar. Hann sagð­ist bjart­sýnni en Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á að bólu­efni verði fljótt aðgengi­leg­t. Klínískar próf­anir á því væru þegar hafn­ar. Sagð­ist hann gera sér vonir um að það verði, í ein­hverju formi, til­búið innan árs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent