Telur um stefnubreytingu að ræða hjá ASÍ

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir að áherslur hans og formanns VR hafi verið sópað undir teppið hjá ASÍ. Hann harmar „þessa stefnubreytingu“ en segir að hún hafi hins vegar ekki komið honum á óvart.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­­son, for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, segir að þær áherslur sem hann og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafi barist fyrir innan Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) á liðnum miss­erum hafi verið „sópað undir teppi af þeim sem núna öllu ráða innan ASÍ“. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá Vil­hjálmi á Face­book í dag en hann sagði af sér emb­ætti sem 1. vara­­for­­seti ASÍ í byrjun apr­íl.

ASÍ hefur kynnt áherslur sínar fyrir stjórn­völdum vegna næsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar í kjöl­far COVID-19 en í til­kynn­ingu frá sam­band­inu kemur fram að það leggi áherslu á að þessi efna­hag­s­pakki tryggi meðal ann­ars eft­ir­far­andi þætti:

Fyrir fólk, ekki fjár­magn

 • Aðgerðir stjórn­valda eiga fyrst og fremst að snú­ast um að tryggja afkomu launa­fólks og hags­muni almenn­ings.
 • Tryggja þarf nægi­legt fjár­magn og nauð­syn­legar aðgerðir til að bæta stöðu hópa atvinnu­lausra og þeirra sem hafa veika stöðu á vinnu­mark­aði.
 • Náms­menn hafi mögu­leika á eðli­legum fram­gangi í námi. Beina þarf fólki inn í menntun og fram­halds­fræðslu sem virkar til fram­tíðar og tryggja að stuðn­ingur við nýsköpun stuðli með beinum hætti að atvinnu­sköp­un.
 • Stjórn­völd þurfa að sýna fram á að aðgerðir þeirra stuðli að jöfn­uði, jafn­rétti og sjálf­bærni og að stað­inn sé vörður um heim­ilin í land­inu í gegnum efna­hagslægð­ina.
 • Stuðn­ingur við fyr­ir­tæki á að vera skil­yrtur því að störfum sé við­haldið eða ný störf sköpuð og grund­vall­ar­rétt­indi launa­fólks séu virt.
 • Til að hljóta frek­ari stuðn­ing þurfi fyr­ir­tæki og eig­endur að hafa nýtt eigin bjargir og und­ir­gang­ast skil­yrði um að greiða ekki út arð eða kaup hlut í sjálfum sér næstu tvö ár. ­Fyr­ir­tæki sem svindla á úrræðum stjórn­valda eiga að sæta við­ur­lög­um.
Auglýsing


Afkomu­ör­yggi fyrir alla

 • Bráða­birgða­á­kvæði um hluta­bætur atvinnu­leys­is­trygg­inga þarf að fram­lengja en að óbreyttu fellur það úr gildi þann 1. júní n.k. Hækka þarf atvinnu­leys­is­bætur þegar í stað en grunn­bætur eru umtals­vert lægri en lág­marks­laun og þak vegna tekju­teng­ingar er oft lágt.
 • Ein­stak­lingar með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og þung­aðar konur sem skv. ráð­legg­ingum heil­brigð­is­yf­ir­valda eiga að halda sig heima þurfa að falla undir lög um laun í sótt­kví.
 • Tryggja þarf afkomu launa­fólks hjá fyr­ir­tækjum sem skv. fyr­ir­mælum heil­brigð­is­yf­ir­valda þurfa að hætta starf­semi alfarið og for­eldra sem ekki geta sótt vinnu að fullu vegna skerts skóla­starfs í leik- og grunn­skól­um.
 • Tryggja þarf hús­næð­is­ör­yggi, meðal ann­ars með því að hækka húsa­leigu­bæt­ur, flýta hlut­deild­ar­lánum fyrir fyrstu kaup­endur og fjölga almennum íbúð­um.
 • Aðgerðir stjórn­valda þurfa að ná til öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega.
 • Ríki og sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki sem vel standa verða að tryggja sum­ar­störf fyrir náms­menn á kom­andi sum­ri, sam­hliða því að boðið verði upp á styrki til náms­manna til að stunda nám á sum­arönn. náms­manna til að stunda nám á sum­arönn.

Gefur ekki mikið fyrir þessar áherslur

Vil­hjálmur gefur ekki mikið fyrir þessar áherslur en hann segir í stöðu­upp­færslu sinni að ekki sé vikið einu orði að flestum þeim atriðum sem þeir Ragnar Þór hafi barist fyr­ir.

Hann útlistar þau atriði sem þeir hafi lagt mikla áherslu á. Þau séu eft­ir­far­andi:

 • Verja heim­ilin fyrir hugs­an­legu verð­bólgu­skoti með því að setja þak á neyslu­vísi­töl­una.
 • Að heim­il­unum standi til boða greiðslu­hlé í allt að eitt ár.
 • Krefja fjár­mála­kerfið þar með talið líf­eyr­is­sjóð­ina að skila stýri­vaxta­lækkun Seðla­bank­ans til neyt­enda.
 • Að staðið verði við bann á 40 ára verð­tryggðum lán­um.
 • Að verja störf­in.
 • Að verja kaup­mátt launa­fólks.

Hann segir að ekk­ert af þessum atriðum séu hjá ASÍ og ljóst sé að um stefnu­breyt­ingu sé um að ræða af hálfu núver­andi for­ystu ASÍ.

„Ég harma þessa stefnu­breyt­ingu en hún kemur mér hins­vegar ekki á óvart, en fyr­ir­sögnin sem birt­ist í áherslum ASÍ: Fyrir fólk, ekki fjár­magn, end­ur­spegl­ast alls ekki í þeim áherslum ASÍ kynnti rétt í þessu og er það dap­urt!“

Það er ljóst að þær áherslur sem ég og Ragnar Þór for­maður VR höfum barist fyrir innan ASÍ á liðnum miss­erum hafa ver­ið...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Thurs­day, April 16, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent