Spyr hvernig hægt sé að komast hjá því að allt fari í „blússandi losun“ á ný

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er nánast sú sama milli áranna 2017 og 2018. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir það ekki koma á óvart en veltir fyrir sér framtíðinni í ljósi COVID-19 faraldursins.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda var svo gott sem óbreytt milli áranna 2017 og 2018 en hún minnk­aði um 0,1 pró­sent. Nið­ur­stöður þess efnis voru birtar í vik­unni.

Elva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðs­stjóri hjá Umhverf­is­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessar nið­ur­stöður komi ekki á óvart. „Þetta er í takt við það sem við höfum verið að sjá í los­un­ar­töl­unum und­an­far­ið, þ.e. að þær hafi verið að breyt­ast mjög lít­ið. Heild­ar­losun er eig­in­lega búin að vera óbreytt á Íslandi und­an­farin 10 ár – eða til árs­ins 2018.“

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef stofn­un­ar­innar var hámarki á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda náð árið 2007. Eftir hrun hafi gætt tölu­verðs sam­dráttar en síðan 2011 hafi losun verið til­tölu­lega stöðug.

Mynd: Umhverfisstofnun

Elva Rakel segir að spenn­andi verði að sjá hvort aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem tók gildi árið 2018 beri strax mæl­an­legan árangur í bók­haldi næsta árs eða hvort þörf verði á að bíða leng­ur.

Árið 2020 verður stór­merki­legt

Varð­andi árið í ár þá segir Elva Rakel að bók­haldið sem kemur árið 2022 fyrir þetta ár verði stór­merki­legt. „Vegna þess að núna er mikið minni losun í gangi í sam­fé­lag­inu. Miklu minni akst­ur, miklu minna flug og sam­dráttur er á ýmsum svið­um. Það er því við­búið að við munum sjá mik­inn sam­drátt í losun fyrir árið 2020,“ segir hún.

Elva Rakel jónsdóttir Mynd: AðsendHún bendir á að vegna þess að aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hafi ekki tekið gildi fyrr en árið 2018 þá end­ur­spegli þessar nið­ur­stöður stöð­una eins og hún var áður en gripið var til þeirra aðgerða sem eru í gangi núna. „Ég myndi segja að það hafi allir vænt­ingar um og búist við því að sam­dráttur verði á losun í kjöl­far þess að aðgerð­irnar komi til fram­kvæmda. En það er erfitt að segja til um nákvæm­lega hversu hröð hún verður þrátt fyrir að til séu ákveðnar spár um það. Menn ættu ekki að reikna með að los­unin detti nið­ur, heldur er þetta kúrfa sem við erum að reyna að mynda. Við erum að búa til brekk­una niður á við en hún er ekki enn haf­in.“

Elva Rakel segir að stóra verk­efnið – jafn­vel fyrir öll sam­fé­lög heims­ins – sé að spyrja sig að því hvernig hægt sé að halda þessum sam­drætti áfram í losun sem nú má sjá vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. „Hvernig komumst við hjá því að allt fari í blússandi losun á ný með til­heyr­andi afleið­ing­um?“ spyr hún. Það sé verð­ugt verk­efni.

Stjórn­völd gætu reynt að flýta aðgerðum sínum

En hvernig er hægt að halda þessum sam­drætti áfram eftir að far­aldr­inum lýk­ur? Elva Rakel segir að henni finn­ist það senni­legt að ríki heims­ins muni leggja meiri áherslu á að tíma­lína þeirra verk­efna, sem þau ætl­uðu sér hvort sem er að fara í, byrji fyrr vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komn­ar. „Ríkin eru búin að gera aðgerða­á­ætl­anir sem eiga að ná til áranna 2030 eða 2040. Rík­is­stjórnir heims­ins gætu reynt að flýta að ein­hverju leyti tíma­lín­unni á aðgerðum sín­um, þannig að mögu­lega nái þær að grípa tæki­færið sem gefst nún­a.“ Það væri ósk­andi.

Hún bendir á að auð­vitað stang­ist ákveðnir hags­munir þarna á, fólk þarf að hafa vinnu og hjól atvinnu­lífs­ins að snú­ast. „Það hljóta þó að verða breyt­ingar á ferða­mynstri – sér­stak­lega í tengslum við atvinnu fólks. Ég held að það hljóti að vera að fólk þurfi að fara að rök­styðja gjörðir sínar þegar það þarf að fara í ferð vegna vinn­u.“ Þá sé rétt að spyrja hvort ekki nægi að hafa fjar­fund.

„Nú sjáum við það að fólk getur tekið allt í fjar­fundi. Það eru afskap­lega fá til­efni sem kalla á ferð­ir. Þannig að við þurfum að fara að sjá áherslu­breyt­ingar þar,“ segir hún.

Má ekki gleyma vega­sam­göng­unum

Í þessum nýju nið­ur­stöðum kemur enn fremur fram að helstu upp­sprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­valda séu vega­sam­göng­ur, olíu­notkun á fiski­skip­um, nytja­jarð­veg­ur, losun frá kæli­m­iðlum og losun frá urð­un­ar­stöð­um.

Mynd: Umhverfisstofnun

Elva Rakel minn­ist sér­stak­lega á hlut­fall los­unar frá akstri hér á landi en það er mjög hátt. „Þrátt fyrir að við Íslend­ingar fljúgum mikið þá má ekki gleyma vega­sam­göng­um. Og það er eitt­hvað sem stjórn­völd geta haft áhrif á; þau geta flýtt fyrir orku­skiptum í sam­göngum tölu­vert mikið með inn­viða­upp­bygg­ingu, íviln­unum og ýmsum öðrum aðgerð­u­m,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent