Víðir: Við erum að leggja í mikla óvissuferð

Þríeykið okkar er áhyggjufullt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé enn í rénun og álag á sjúkrahúsin hafi minnkað nálgast sá dagur þegar aflétting takmarkana á samkomum hefst í skrefum. Hætta er á að óábyrg hegðun eyðileggi allt það sem við höfum lagt á okkur.

Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Auglýsing

Upplýsingafundur almannavarna í dag, 17. apríl, var nokkuð hefðbundinn, svipaður og hann hefur verið frá upphafi, í um fimmtíu daga.

Þríeykið okkar, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir fóru yfir helstu mál dagsins og gestur fundarins var Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Að venju fengu svo viðstaddir blaðamenn tækifæri til að spyrja sérfræðingana spurninga um faraldurinn og ýmislegt sem honum tengist.

Auglýsing

Lokaspurningin féll blaðamanni mbl.is í skaut.

Blaðamaður mbl.is: Þegar þið þrjú fundið, hverjar eru helstu áhyggjur ykkar þessa dagana?

Þórólfur (lítur á Víði): Hvað er það sem þú hefur mestar áhyggjur af núna Víðir?

Víðir (hikandi): Ja...

Þórólfur: Þú mátt alveg segja það.

Víðir (brosandi): Jájá.

Hann verður svo alvarlegur og segir:

„Það sem við erum að velta mjög mikið fyrir okkur og er auðvitað áhyggjuefni er hvað gerist núna 4. maí. Hvernig útfærslan á þessu verður endanlega, hvernig viðbrögðin verða og hvaða afleiðingar það hefur á þau verkefni sem við erum með í þessu. Og við erum að leggja í mikla óvissuferð með það. Við erum að reyna að finna samspilið milli þess að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til að koma samfélaginu í gang.

Við erum öll orðin langþreytt og höfum lagt gríðarlega mikið á okkur. Og ef maður horfir aðeins til baka í dag þá erum við búin að vera í þessu í um þrjá mánuði, frá því að við byrjuðum að vinna í þessu á fullu. Auðvitað væri það skelfilegt ef að það sem við gerum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt.“

Á fundi dagsins spurðu blaðamenn margra og ólíkra spurninga að venju.

Þótt þetta hafi átt að vera lokaspurningin tókst að bæta við að minnsta kosti einni. Áður hafði meðal annars verið spurt um fjölda ferðamanna sem hafa komið hingað síðustu vikur (um tíu), um hvort knúsa mætti þá sem náð hafa bata af COVID-19 (já, það má) og hvort að kórónuveiran gæti lifað í vatni og smitað (nei, það er mjög ólíklegt).

„Við verðum að loka þessu í dag, við erum löngu komin fram yfir tímann,“ sagði Víðir þegar klukkan var langt gengin í þrjú.

Við VERÐUM

Að venju lauk hann fundinum með hvatningarorðum. Hann sagði almannavarnir vera að óska eftir hugmyndum að einhverju skemmtilegu til að gera í samkomubanni. Sagðist hann þegar hrifinn af einni hugmyndinni sem væri að hlaða Pokemon Go-leiknum aftur í símana og fara í gönguferð með börnunum að leita að þeim furðuskepnum.

Hann horfði svo beint í myndavélina, í augu áhorfenda heima í stofu, er hann lauk fundinum með þessum orðum:

„Ég vil hnykkja á þessu í lokin sem ég var að enda við að segja: Við erum öll búin að leggja gríðarlega mikið á okkur. Það er búið að loka fyrirtækjum, það er búið að setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir eru að vinna heima, margir hafa misst vinnuna og margir sjá dimma tíma framundan í efnahagsmálum.

Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn, það ætlar sér enginn að gera það. Við verðum að vera einbeitt. Við ætlum að vinna þetta saman. Við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir – gerum þetta saman.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent