Víðir: Við erum að leggja í mikla óvissuferð

Þríeykið okkar er áhyggjufullt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé enn í rénun og álag á sjúkrahúsin hafi minnkað nálgast sá dagur þegar aflétting takmarkana á samkomum hefst í skrefum. Hætta er á að óábyrg hegðun eyðileggi allt það sem við höfum lagt á okkur.

Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Auglýsing

Upp­lýs­inga­fundur almanna­varna í dag, 17. apr­íl, var nokk­uð hefð­bund­inn, svip­aður og hann hefur verið frá upp­hafi, í um fimm­tíu daga.

Þrí­eykið okk­ar, Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá ­rík­is­lög­reglu­stjóra, Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Alma Möll­er land­læknir fóru yfir helstu mál dags­ins og gestur fund­ar­ins var Hildigunn­ur Svav­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­unar á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri.

Að venju fengu svo við­staddir blaða­menn tæki­færi til að ­spyrja sér­fræð­ing­ana spurn­inga um far­ald­ur­inn og ýmis­legt sem honum teng­ist.

Auglýsing

Loka­spurn­ingin féll blaða­manni mbl.is í skaut.

Blaða­maður mbl.is: Þegar þið þrjú fund­ið, hverjar eru helstu áhyggjur ykkar þessa dag­ana?

Þórólfur (lítur á Víð­i): Hvað er það sem þú hefur mestar áhyggj­ur af núna Víð­ir?

Víðir (hikand­i): Ja...

Þórólf­ur: Þú mátt alveg segja það.

Víðir (bros­and­i): Jájá.

Hann verður svo alvar­legur og seg­ir:

„Það sem við erum að velta mjög mikið fyrir okkur og er auð­vitað áhyggju­efni er hvað ger­ist núna 4. maí. Hvernig útfærslan á þessu verður end­an­lega, hvernig við­brögðin verða og hvaða afleið­ingar það hefur á þau verk­efni sem við erum með í þessu. Og við erum að leggja í mikla óvissu­ferð með­ það. Við erum að reyna að finna sam­spilið milli þess að finna bestu lausn­ina ­sótt­varna­lega séð og gera það sem okkar sér­fræð­ingar telja öruggt að gera til­ að koma sam­fé­lag­inu í gang.

Við erum öll orðin lang­þreytt og höfum lagt gríð­ar­lega mik­ið á okk­ur. Og ef maður horfir aðeins til baka í dag þá erum við búin að vera í þessu í um þrjá mán­uði, frá því að við byrj­uðum að vinna í þessu á fullu. Auð­vitað væri það skelfi­legt ef að það sem við gerum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt.“

Á fundi dagsins spurðu blaðamenn margra og ólíkra spurninga að venju.

Þótt þetta hafi átt að vera loka­spurn­ingin tókst að bæta við að minnsta kosti einni. Áður hafði meðal ann­ars verið spurt um fjölda ­ferða­manna sem hafa komið hingað síð­ustu vikur (um tíu), um hvort knúsa mætt­i þá sem náð hafa bata af COVID-19 (já, það má) og hvort að kór­ónu­veiran gæt­i lifað í vatni og smitað (nei, það er mjög ólík­leg­t).

„Við verðum að loka þessu í dag, við erum löngu komin fram ­yfir tím­ann,“ sagði Víðir þegar klukkan var langt gengin í þrjú.

Við VERÐUM

Að venju lauk hann fund­inum með hvatn­ing­ar­orð­um. Hann sagð­i al­manna­varnir vera að óska eftir hug­myndum að ein­hverju skemmti­legu til að ger­a í sam­komu­banni. Sagð­ist hann þegar hrif­inn af einni hug­mynd­inni sem væri að hlaða Pokemon Go-­leiknum aftur í sím­ana og fara í göngu­ferð með börn­unum að ­leita að þeim furðu­skepn­um.

Hann horfði svo beint í mynda­vél­ina, í augu áhorf­enda heima í stofu, er hann lauk fund­inum með þessum orð­um:

„Ég vil hnykkja á þessu í lokin sem ég var að enda við að ­segja: Við erum öll búin að leggja gríð­ar­lega mikið á okk­ur. Það er búið að loka fyr­ir­tækj­um, það er búið að setja heim­sókn­ar­bann á hjúkr­un­ar­heim­il­i, margir eru að vinna heima, margir hafa misst vinn­una og margir sjá dimma tíma framundan í efna­hags­mál­um.

Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næst­u vik­urnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrj­a ­upp á nýtt. Ég veit að það vill það eng­inn, það ætlar sér eng­inn að gera það. Við verðum að vera ein­beitt. Við ætlum að vinna þetta sam­an. Við ætlum að klára þetta. Það er dálít­ill tími eftir – gerum þetta sam­an.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent