Víðir: Við erum að leggja í mikla óvissuferð

Þríeykið okkar er áhyggjufullt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé enn í rénun og álag á sjúkrahúsin hafi minnkað nálgast sá dagur þegar aflétting takmarkana á samkomum hefst í skrefum. Hætta er á að óábyrg hegðun eyðileggi allt það sem við höfum lagt á okkur.

Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Víðir, Þórólfur og Alma mættu til fundar í dag eins og þau hafa gert nánast daglega í meira en tvo mánuði.
Auglýsing

Upp­lýs­inga­fundur almanna­varna í dag, 17. apr­íl, var nokk­uð hefð­bund­inn, svip­aður og hann hefur verið frá upp­hafi, í um fimm­tíu daga.

Þrí­eykið okk­ar, Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá ­rík­is­lög­reglu­stjóra, Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Alma Möll­er land­læknir fóru yfir helstu mál dags­ins og gestur fund­ar­ins var Hildigunn­ur Svav­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­unar á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri.

Að venju fengu svo við­staddir blaða­menn tæki­færi til að ­spyrja sér­fræð­ing­ana spurn­inga um far­ald­ur­inn og ýmis­legt sem honum teng­ist.

Auglýsing

Loka­spurn­ingin féll blaða­manni mbl.is í skaut.

Blaða­maður mbl.is: Þegar þið þrjú fund­ið, hverjar eru helstu áhyggjur ykkar þessa dag­ana?

Þórólfur (lítur á Víð­i): Hvað er það sem þú hefur mestar áhyggj­ur af núna Víð­ir?

Víðir (hikand­i): Ja...

Þórólf­ur: Þú mátt alveg segja það.

Víðir (bros­and­i): Jájá.

Hann verður svo alvar­legur og seg­ir:

„Það sem við erum að velta mjög mikið fyrir okkur og er auð­vitað áhyggju­efni er hvað ger­ist núna 4. maí. Hvernig útfærslan á þessu verður end­an­lega, hvernig við­brögðin verða og hvaða afleið­ingar það hefur á þau verk­efni sem við erum með í þessu. Og við erum að leggja í mikla óvissu­ferð með­ það. Við erum að reyna að finna sam­spilið milli þess að finna bestu lausn­ina ­sótt­varna­lega séð og gera það sem okkar sér­fræð­ingar telja öruggt að gera til­ að koma sam­fé­lag­inu í gang.

Við erum öll orðin lang­þreytt og höfum lagt gríð­ar­lega mik­ið á okk­ur. Og ef maður horfir aðeins til baka í dag þá erum við búin að vera í þessu í um þrjá mán­uði, frá því að við byrj­uðum að vinna í þessu á fullu. Auð­vitað væri það skelfi­legt ef að það sem við gerum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt.“

Á fundi dagsins spurðu blaðamenn margra og ólíkra spurninga að venju.

Þótt þetta hafi átt að vera loka­spurn­ingin tókst að bæta við að minnsta kosti einni. Áður hafði meðal ann­ars verið spurt um fjölda ­ferða­manna sem hafa komið hingað síð­ustu vikur (um tíu), um hvort knúsa mætt­i þá sem náð hafa bata af COVID-19 (já, það má) og hvort að kór­ónu­veiran gæt­i lifað í vatni og smitað (nei, það er mjög ólík­leg­t).

„Við verðum að loka þessu í dag, við erum löngu komin fram ­yfir tím­ann,“ sagði Víðir þegar klukkan var langt gengin í þrjú.

Við VERÐUM

Að venju lauk hann fund­inum með hvatn­ing­ar­orð­um. Hann sagð­i al­manna­varnir vera að óska eftir hug­myndum að ein­hverju skemmti­legu til að ger­a í sam­komu­banni. Sagð­ist hann þegar hrif­inn af einni hug­mynd­inni sem væri að hlaða Pokemon Go-­leiknum aftur í sím­ana og fara í göngu­ferð með börn­unum að ­leita að þeim furðu­skepn­um.

Hann horfði svo beint í mynda­vél­ina, í augu áhorf­enda heima í stofu, er hann lauk fund­inum með þessum orð­um:

„Ég vil hnykkja á þessu í lokin sem ég var að enda við að ­segja: Við erum öll búin að leggja gríð­ar­lega mikið á okk­ur. Það er búið að loka fyr­ir­tækj­um, það er búið að setja heim­sókn­ar­bann á hjúkr­un­ar­heim­il­i, margir eru að vinna heima, margir hafa misst vinn­una og margir sjá dimma tíma framundan í efna­hags­mál­um.

Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næst­u vik­urnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrj­a ­upp á nýtt. Ég veit að það vill það eng­inn, það ætlar sér eng­inn að gera það. Við verðum að vera ein­beitt. Við ætlum að vinna þetta sam­an. Við ætlum að klára þetta. Það er dálít­ill tími eftir – gerum þetta sam­an.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent