Eftirlitsnefnd með brúarlánum gæti fengið útvíkkað hlutverk

Bjarni Benediktsson segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um brúarlánaveitingar séu væntanlegar. Lánin eru ætluð fyrirtækjum sem hafa upplifað mikið tekjufall og verða með ríkisábyrgð að hluta til að tryggja lægri vexti. Viðbúið er að hluti þeirra tapist.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

 Bjarni Bene­dikts­son segir að til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um brú­ar­lána­veit­ingar séu vænt­an­leg­ar. Lánin eru ætluð fyr­ir­tækjum sem hafa upp­lifað mikið tekju­fall og verða með rík­is­á­byrgð að hluta til að tryggja lægri vexti. Við­búið er að stór hluti þeirra mun ekki inn­heimt­ast.

Til greina kemur að sér­stök eft­ir­lits­nefnd sem skipuð verður til að fylgj­ast með veit­ingu brú­ar­lána fái útvíkkað hlut­verk. Það fari eftir því hvernig til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar um brú­ar­lána­veit­ing­arn­ar, sem séu vænt­an­leg­ar, verði tek­ið.

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, spurði hann út í næsta aðgerð­ar­pakka stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Næsti pakki verður kynntur á morg­un. Heim­ildir Kjarn­ans herma að hann verði lagður fyrir rík­is­stjórn í fyrra­málið og í kjöl­farið kynntur fyrir for­mönnum ann­arra stjórn­mála­flokka áður en að blásið verður til kynn­ing­ar­fundar fyrir fjöl­miðla og almenn­ing.

Í fyr­ir­spurn sinni sagði Þor­gerður Katrín að gagn­sæið í aðgerðum stjórn­valda þyrfti að vera „al­gjört því að hluti af því að kraft­ur­inn í við­spyrn­unni verði meiri í haust með fyr­ir­tækj­unum og heim­il­unum er að þær aðgerðir sem við grípum til vegna þeirra fyr­ir­tækja sem við erum að miðla fjár­magni til séu trú­verð­ug­ar, að traust ríki um við­spyrn­una og þannig verði kraft­ur­inn meiri. Ég beini því til hæst­virts ráð­herra að við höfum leik­regl­urnar skýrar varð­andi upp­bygg­ing­una strax frá fyrsta deg­i.“

Auglýsing
Bjarni sagð­ist geta tekið undir að það skipti mjög miklu máli að verið væri að vinna með ein­hverjar meg­in­reglur og það sé gegn­sæi um beit­ingu þeirra úrræða sem verið væri að kynna til sög­unn­ar. „Þannig höfum við t.d. lög­leitt eft­ir­lits­nefnd með brú­ar­lán­unum og það kemur til greina að sú nefnd fái útvíkkað hlut­verk eftir því hvernig til­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru vænt­an­leg­ar, verður tek­ið.“

Erfið fæð­ing brú­ar­lána

Brú­ar­lán­in, við­bót­ar­lánum lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja í tengslum við heims­far­aldur veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, voru kynnt sem ein helsta við­spyrnu­að­gerð stjórn­valda þegar fyrsti efna­hag­s­pakki þeirra var opin­ber­aður 21. mars, eða fyrir nær einum mán­uði síð­an. Þá var þó öll útfærsla lán­anna eft­ir, en þau eru umdeild. Í upp­runa­legu til­lög­unum voru til að mynda engar hömlur á því að fyr­ir­tæki sem myndu fá umrædd brú­ar­lán mættu greiða arð eða kaupa upp eigin bréf.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book 20. mars að málið hefði verið rætt í efna­hags- og við­­skipta­­nefnd og að nefndin gera til­­lögur sem tryggja myndu að fyr­ir­tæki sem fengju rík­­is­á­­byrgð á hluta lána sinna yrði bannað að greiða út arð eða kaupa eigin hluta­bréf á meðan rík­­is­á­­byrgðar nýt­­ur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín sagði enn fremur að skipuð yrði sér­­­stök eft­ir­lits­­nefnd sem gefi ráð­herra og Alþingi skýrslu um fram­­kvæmd brú­­ar­lána sem fara í gegnum banka. 

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipar eft­ir­lits­nefnd­ina og nefnd­ar­menn skulu, sam­kvæmt lög­um, hafa þekk­ingu á mál­efnum fjár­mála­mark­að­ar. For­sæt­is­ráð­herra til­nefnir einn nefnd­ar­mann í eft­ir­lits­nefnd­ina, sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins einn og einn er skip­aður án til­nefn­ingar og skal hann vera for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin mun geta kallað eftir upp­lýs­ingum og gögnum um fram­kvæmd lána­samn­ings bæði frá Seðla­bank­anum og hlut­að­eig­andi lána­stofn­un­um. Hún á að skila fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skýrslu um fram­kvæmd­ina á sex mán­aða fresti, í fyrsta sinn fyrir 1. nóv­em­ber 2020, en jafn­framt skal hún upp­lýsa ráð­herra án tafar ef hún verður vör við brotala­mir í fram­kvæmd­inni. Ráð­herra á að leggja skýrslur nefnd­ar­innar fyrir Alþingi.

Ógjald­fær fyr­ir­tæki geta fengið millj­arða lán á lágum vöxtum

Áður en að lögin um aðgerðir vegna kór­ónu­veirunnar voru afgreidd frá Alþingi var hámarks­á­byrgð hins opin­bera á brú­ar­lán­unum hækkuð úr 50 í 70 pró­sent. 

Lánin sem hið opin­bera mun gang­ast í ábyrgð á geta numið allt að 70 millj­örðum króna en til að fá brú­ar­lán þarf fyr­ir­tæki að hafa upp­lifað 40 pró­sent tekju­fall. Í slíkum til­vikum má ætla að fyr­ir­tækja sé lík­lega ógjald­fært. Með ábyrgð hins opin­bera á lán­unum á að tryggja að vextir af þeim verði mjög lág­ir.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Seðla­banki Íslands und­ir­rit­uðu fyrst samn­ing um skil­mála við fram­kvæmd á veit­ingu ábyrgða rík­is­ins á brú­ar­lánum í lok síð­ustu viku og Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) greindi frá því fyrr í dag að hún hefði sam­þykkt fyr­ir­komu­lag­ið. 

Auglýsing
Samkvæmt samn­ingnum milli ríkis og Seðla­banka getur hver banki nýtt til­tek­inn hluta af heild­ar­um­fangi ábyrgð­anna. Í til­kynn­ingu vegna þessa segir að við­bót­ar­lánin verði að veita fyrir lok árs 2020 og hámarks­láns­tími frá útgáfu sé 18 mán­uð­ir. „Horft verður til þess að ábyrgð á ein­stökum við­bót­ar­lánum verður að hámarki 70 pró­sent. Lán til ein­staks aðila munu geta að hámarki numið tvö­földum árs­launa­kostn­aði árið 2019 og launa­kostn­aður félags verður að lág­marki hafa verið 25 pró­sent af heild­ar­rekstr­ar­kostn­aði þess árið 2019.“

Lán sem nýtur ábyrgðar frá hinu opin­bera getur hæst numið 1,2 millj­örðum króna. 

Sagði gáleys­is­­leg útlán hafa verið dæmd refsi­verð

Brú­ar­lánin eru umdeild af ýmsum ástæð­um. Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), benti til að mynda á það í Silfr­inu í gær að hér hefði reynst flókið að koma brú­ar­lán­unum í fram­kvæmd. 

Ástæðan væri meðal ann­ars sú að áhætt­u­­fælni í íslensku fjár­­­málaum­hverfi væri mjög mikil á síð­­­ustu árum, sér­­stak­­lega eftir að 20 dómar hafi fallið í Hæsta­rétti Íslands eftir banka­hrunið þar sem gáleys­is­­leg útlán hefðu verið dæmd refsi­verð. Nú spyrji fjár­­­mála­­kerfið hvort að bank­­arnir eigi að fara að taka á sig hluta af áhættu á lánum til fyr­ir­tækja sem væru ekki gjald­fær. 

Jón Þór Óla­son, lektor við laga­­deild Há­­skóla Íslands­, ­sagði við mbl.is í dag að þessi ummæli Heiðrúnar Lindar væru röng. Dóm­arn­ir dragi ekki úr eðli­­legri áhætt­u­­sækni fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­anna. Orð­færi Heiðrúnar Lindar væri „lög­fræði­lega rangt og hreint og beint óskilj­an­­leg­t.“ Til að um umboðs­svik sé að ræða þurfi bæði að vera sann­aður auðg­un­­ar­á­setn­ing­ur og mis­­­not­k­un á aðstöðu. Gá­­leys­is­­leg út­lán leiði ekki til refsi­á­­byrgðar fyr­ir umboðs­svik. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent