Aðgerðapakki númer tvö kynntur klukkan 16 í dag

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem næsti aðgerðapakki hennar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf verður kynntur.

Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra boða til blaða­manna­fundar í dag um fram­hald efna­hags­að­gerða vegna Covid-19. Fund­ur­inn verður í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og hefst hann klukkan 16:00.

­Lítið hefur lekið út um inni­hald pakk­ans en Bjarni sagði í gær í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi að stuðn­ingur við ein­yrkja og lítil fyr­ir­tæki og sér­tækur en tíma­bund­inn stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla væru allt atriði sem væru til skoð­un­ar. „Við höfum frá upp­hafi verið að horfa til smærri fyr­ir­tækja. Þar eru flest störfin og sam­kvæmt öllum hefð­bundnum skil­grein­ingum á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum erum við að tala um bróð­ur­part­inn af öllum fyr­ir­tækjum í land­inu. Já, við horfum til fyr­ir­tækja sem hefur verið gert að loka starf­semi sinni og við höfum verið að spyrja okkur hvernig við getum komið til móts við þeirra sér­staka vanda, hvað sé sann­gjarnt að gera í því. Við höfum sömu­leiðis tekið eftir umræð­unni um stöðu fjöl­miðl­anna og við höfum gert okkur grein fyrir því að hluta­bóta­leiðin svarar ekki öllum álita­málum sem upp koma hjá fyr­ir­tækjum sem hafa kannski ekki þörf fyrir allt það starfs­fólk sem er þar með ráðn­ing­ar­sam­band.“

Auglýsing
Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, fjall­aði einnig um aðgerða­pakk­ann í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar sagði hann að honum væri ætlað að veita mót­vægi vegna þeirra áhrifa sem far­ald­ur­inn hefur á við­kvæma hópa í okkar sam­fé­lagi. „Við ætlum að setja fók­us­inn á börnin og beina sjónum sér­stak­lega að því að styðja við for­eldra í við­kvæmri stöðu, svo sem vegna umönn­unar á lang­veiku eða fötl­uðu barni. Við munum einnig kynna fjöl­þættar aðgerðir sem miða að því að auka stuðn­ing við við­kvæma hópa en munum einnig halda áfram mark­vissum aðgerðum gegn heim­il­is­of­beldi, en reynslan sýnir að það eykst í því ástandi sem er nú.“

Einn mán­uður frá aðgerða­pakka eitt

Nákvæm­lega mán­uður er í dag frá því að rík­is­stjórnin kynnt fyrsta aðgerða­pakk­ann í Hörpu. Heild­ar­á­hrif þeirra voru sögð vera 230 millj­arðar króna, en beinu nýju fram­lögin vegna hans voru lík­ast til um þriðj­ungur þeirrar upp­hæð­ar. Sumt þar voru verk­efni sem þegar lágu fyr­ir, til dæmis í fjár­fest­ingu, önnur mið­uðu að því að fella niður gjöld sem væru hvort eð er ekki að fara að skila sér nema að litlu leyti, eins og afnám gistin­átt­ar­skatts, og sum voru ein­fald­lega tekju­öfl­un­ar­leiðir fyrir rík­is­sjóð, eins og það að heim­ila úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði sem yrði þá skatt­lagður sam­hliða.

Stóru beinu aðgerð­irnar sner­ust um hina svoköll­uðu hluta­bóta­leið, frestun opin­berra gjald­daga, auk­innar fyr­ir­greiðslu fyrir fyr­ir­tæki hjá banka við­kom­andi og því að ráð­ast í fjár­fest­ing­ar­átak, aðal­lega í hefð­bundnum innviðum sem útheima margar vinnu­manna­hend­ur.

Aðgerðir fjár­mála­stofn­ana hingað hafa því, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, fyrst og síð­ast snú­ist um að frysta afborg­anir af lánum við­skipta­vina. Stærri fyr­ir­tæki, sem eiga í nánu og miklu sam­starfi við bank­ann sinn eru þar betur sett en lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki sem eru með litla eða jafn­vel enga fyr­ir­greiðslu að jafn­aði, en þurfa á henni að halda nú um stundir til að kom­ast í gegnum það ástand sem skap­ast hefur vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

Hin svoköll­uðu brú­ar­lán, sem veitt verða með rík­is­á­byrgð til fyr­ir­tækja sem hafa upp­lifað að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­fall, eru enn ekki komin til fram­kvæmda.

Þegar byrjað að und­ir­búa pakka þrjú

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til vinn­nunar við aðgerðir stjórn­valda hafa flestir verið sam­mála um að í næstu aðgerða­pökkum – það er þegar byrjað að und­ir­búa þann þriðja – muni meðal ann­ars fel­ast að gripið verði til umfangs­meiri aðgerða til að styðja við ýmis­konar nýsköp­un. Á meðal til­lagna sem rætt hafi verið um við stjórn­völd séu að fyr­ir­liggj­andi úrræði á borð við hluta­bóta­leið­ina og frestun á skatt­greiðslum verði látin ná yfir sprota­fyr­ir­tæki og að end­ur­greiðsl­ur, til dæmis vegna rann­sóknar og þró­un­ar, verði hækk­aðar veru­lega. 

Til­gang­ur­inn verður að styðja við starf­semi sem getur verið arð­bær til fram­búð­ar, þótt hún sé það ekki endi­lega í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent