Aðgerðapakki númer tvö kynntur klukkan 16 í dag

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem næsti aðgerðapakki hennar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf verður kynntur.

Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra boða til blaða­manna­fundar í dag um fram­hald efna­hags­að­gerða vegna Covid-19. Fund­ur­inn verður í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og hefst hann klukkan 16:00.

­Lítið hefur lekið út um inni­hald pakk­ans en Bjarni sagði í gær í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi að stuðn­ingur við ein­yrkja og lítil fyr­ir­tæki og sér­tækur en tíma­bund­inn stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla væru allt atriði sem væru til skoð­un­ar. „Við höfum frá upp­hafi verið að horfa til smærri fyr­ir­tækja. Þar eru flest störfin og sam­kvæmt öllum hefð­bundnum skil­grein­ingum á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum erum við að tala um bróð­ur­part­inn af öllum fyr­ir­tækjum í land­inu. Já, við horfum til fyr­ir­tækja sem hefur verið gert að loka starf­semi sinni og við höfum verið að spyrja okkur hvernig við getum komið til móts við þeirra sér­staka vanda, hvað sé sann­gjarnt að gera í því. Við höfum sömu­leiðis tekið eftir umræð­unni um stöðu fjöl­miðl­anna og við höfum gert okkur grein fyrir því að hluta­bóta­leiðin svarar ekki öllum álita­málum sem upp koma hjá fyr­ir­tækjum sem hafa kannski ekki þörf fyrir allt það starfs­fólk sem er þar með ráðn­ing­ar­sam­band.“

Auglýsing
Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, fjall­aði einnig um aðgerða­pakk­ann í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar sagði hann að honum væri ætlað að veita mót­vægi vegna þeirra áhrifa sem far­ald­ur­inn hefur á við­kvæma hópa í okkar sam­fé­lagi. „Við ætlum að setja fók­us­inn á börnin og beina sjónum sér­stak­lega að því að styðja við for­eldra í við­kvæmri stöðu, svo sem vegna umönn­unar á lang­veiku eða fötl­uðu barni. Við munum einnig kynna fjöl­þættar aðgerðir sem miða að því að auka stuðn­ing við við­kvæma hópa en munum einnig halda áfram mark­vissum aðgerðum gegn heim­il­is­of­beldi, en reynslan sýnir að það eykst í því ástandi sem er nú.“

Einn mán­uður frá aðgerða­pakka eitt

Nákvæm­lega mán­uður er í dag frá því að rík­is­stjórnin kynnt fyrsta aðgerða­pakk­ann í Hörpu. Heild­ar­á­hrif þeirra voru sögð vera 230 millj­arðar króna, en beinu nýju fram­lögin vegna hans voru lík­ast til um þriðj­ungur þeirrar upp­hæð­ar. Sumt þar voru verk­efni sem þegar lágu fyr­ir, til dæmis í fjár­fest­ingu, önnur mið­uðu að því að fella niður gjöld sem væru hvort eð er ekki að fara að skila sér nema að litlu leyti, eins og afnám gistin­átt­ar­skatts, og sum voru ein­fald­lega tekju­öfl­un­ar­leiðir fyrir rík­is­sjóð, eins og það að heim­ila úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði sem yrði þá skatt­lagður sam­hliða.

Stóru beinu aðgerð­irnar sner­ust um hina svoköll­uðu hluta­bóta­leið, frestun opin­berra gjald­daga, auk­innar fyr­ir­greiðslu fyrir fyr­ir­tæki hjá banka við­kom­andi og því að ráð­ast í fjár­fest­ing­ar­átak, aðal­lega í hefð­bundnum innviðum sem útheima margar vinnu­manna­hend­ur.

Aðgerðir fjár­mála­stofn­ana hingað hafa því, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, fyrst og síð­ast snú­ist um að frysta afborg­anir af lánum við­skipta­vina. Stærri fyr­ir­tæki, sem eiga í nánu og miklu sam­starfi við bank­ann sinn eru þar betur sett en lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki sem eru með litla eða jafn­vel enga fyr­ir­greiðslu að jafn­aði, en þurfa á henni að halda nú um stundir til að kom­ast í gegnum það ástand sem skap­ast hefur vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

Hin svoköll­uðu brú­ar­lán, sem veitt verða með rík­is­á­byrgð til fyr­ir­tækja sem hafa upp­lifað að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­fall, eru enn ekki komin til fram­kvæmda.

Þegar byrjað að und­ir­búa pakka þrjú

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til vinn­nunar við aðgerðir stjórn­valda hafa flestir verið sam­mála um að í næstu aðgerða­pökkum – það er þegar byrjað að und­ir­búa þann þriðja – muni meðal ann­ars fel­ast að gripið verði til umfangs­meiri aðgerða til að styðja við ýmis­konar nýsköp­un. Á meðal til­lagna sem rætt hafi verið um við stjórn­völd séu að fyr­ir­liggj­andi úrræði á borð við hluta­bóta­leið­ina og frestun á skatt­greiðslum verði látin ná yfir sprota­fyr­ir­tæki og að end­ur­greiðsl­ur, til dæmis vegna rann­sóknar og þró­un­ar, verði hækk­aðar veru­lega. 

Til­gang­ur­inn verður að styðja við starf­semi sem getur verið arð­bær til fram­búð­ar, þótt hún sé það ekki endi­lega í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent