Aðgerðapakki númer tvö kynntur klukkan 16 í dag

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem næsti aðgerðapakki hennar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf verður kynntur.

Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra boða til blaða­manna­fundar í dag um fram­hald efna­hags­að­gerða vegna Covid-19. Fund­ur­inn verður í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og hefst hann klukkan 16:00.

­Lítið hefur lekið út um inni­hald pakk­ans en Bjarni sagði í gær í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi að stuðn­ingur við ein­yrkja og lítil fyr­ir­tæki og sér­tækur en tíma­bund­inn stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla væru allt atriði sem væru til skoð­un­ar. „Við höfum frá upp­hafi verið að horfa til smærri fyr­ir­tækja. Þar eru flest störfin og sam­kvæmt öllum hefð­bundnum skil­grein­ingum á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum erum við að tala um bróð­ur­part­inn af öllum fyr­ir­tækjum í land­inu. Já, við horfum til fyr­ir­tækja sem hefur verið gert að loka starf­semi sinni og við höfum verið að spyrja okkur hvernig við getum komið til móts við þeirra sér­staka vanda, hvað sé sann­gjarnt að gera í því. Við höfum sömu­leiðis tekið eftir umræð­unni um stöðu fjöl­miðl­anna og við höfum gert okkur grein fyrir því að hluta­bóta­leiðin svarar ekki öllum álita­málum sem upp koma hjá fyr­ir­tækjum sem hafa kannski ekki þörf fyrir allt það starfs­fólk sem er þar með ráðn­ing­ar­sam­band.“

Auglýsing
Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, fjall­aði einnig um aðgerða­pakk­ann í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Þar sagði hann að honum væri ætlað að veita mót­vægi vegna þeirra áhrifa sem far­ald­ur­inn hefur á við­kvæma hópa í okkar sam­fé­lagi. „Við ætlum að setja fók­us­inn á börnin og beina sjónum sér­stak­lega að því að styðja við for­eldra í við­kvæmri stöðu, svo sem vegna umönn­unar á lang­veiku eða fötl­uðu barni. Við munum einnig kynna fjöl­þættar aðgerðir sem miða að því að auka stuðn­ing við við­kvæma hópa en munum einnig halda áfram mark­vissum aðgerðum gegn heim­il­is­of­beldi, en reynslan sýnir að það eykst í því ástandi sem er nú.“

Einn mán­uður frá aðgerða­pakka eitt

Nákvæm­lega mán­uður er í dag frá því að rík­is­stjórnin kynnt fyrsta aðgerða­pakk­ann í Hörpu. Heild­ar­á­hrif þeirra voru sögð vera 230 millj­arðar króna, en beinu nýju fram­lögin vegna hans voru lík­ast til um þriðj­ungur þeirrar upp­hæð­ar. Sumt þar voru verk­efni sem þegar lágu fyr­ir, til dæmis í fjár­fest­ingu, önnur mið­uðu að því að fella niður gjöld sem væru hvort eð er ekki að fara að skila sér nema að litlu leyti, eins og afnám gistin­átt­ar­skatts, og sum voru ein­fald­lega tekju­öfl­un­ar­leiðir fyrir rík­is­sjóð, eins og það að heim­ila úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði sem yrði þá skatt­lagður sam­hliða.

Stóru beinu aðgerð­irnar sner­ust um hina svoköll­uðu hluta­bóta­leið, frestun opin­berra gjald­daga, auk­innar fyr­ir­greiðslu fyrir fyr­ir­tæki hjá banka við­kom­andi og því að ráð­ast í fjár­fest­ing­ar­átak, aðal­lega í hefð­bundnum innviðum sem útheima margar vinnu­manna­hend­ur.

Aðgerðir fjár­mála­stofn­ana hingað hafa því, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, fyrst og síð­ast snú­ist um að frysta afborg­anir af lánum við­skipta­vina. Stærri fyr­ir­tæki, sem eiga í nánu og miklu sam­starfi við bank­ann sinn eru þar betur sett en lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki sem eru með litla eða jafn­vel enga fyr­ir­greiðslu að jafn­aði, en þurfa á henni að halda nú um stundir til að kom­ast í gegnum það ástand sem skap­ast hefur vegna kór­ónu­veirunn­ar. 

Hin svoköll­uðu brú­ar­lán, sem veitt verða með rík­is­á­byrgð til fyr­ir­tækja sem hafa upp­lifað að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­fall, eru enn ekki komin til fram­kvæmda.

Þegar byrjað að und­ir­búa pakka þrjú

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til vinn­nunar við aðgerðir stjórn­valda hafa flestir verið sam­mála um að í næstu aðgerða­pökkum – það er þegar byrjað að und­ir­búa þann þriðja – muni meðal ann­ars fel­ast að gripið verði til umfangs­meiri aðgerða til að styðja við ýmis­konar nýsköp­un. Á meðal til­lagna sem rætt hafi verið um við stjórn­völd séu að fyr­ir­liggj­andi úrræði á borð við hluta­bóta­leið­ina og frestun á skatt­greiðslum verði látin ná yfir sprota­fyr­ir­tæki og að end­ur­greiðsl­ur, til dæmis vegna rann­sóknar og þró­un­ar, verði hækk­aðar veru­lega. 

Til­gang­ur­inn verður að styðja við starf­semi sem getur verið arð­bær til fram­búð­ar, þótt hún sé það ekki endi­lega í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent