Hundrað milljóna króna aukafjárveiting til Vinnumálastofnunar

Fjárveitingin verður nýtt til að ráða 35 einstaklinga til starfa, tímabundið til sex mánaða, en mikil þörf er fyrir aukinn mannafla hjá stofnuninni, samkvæmt félagsmálaráðuneytinu.

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Vinnu­mál­stofnun fær allt að 100 millj­óna króna við­bót­ar­fjár­magn til rekst­urs stofn­un­ar­innar vegna auk­inna verk­efna í tengslum við COVID-19. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, í rík­is­stjórn í dag sem hluta af aðgerð­ar­pakka stjórn­valda vegna COVID-19.

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að fjár­veit­ingin verði nýtt til að ráða 35 ein­stak­linga til starfa, tíma­bundið til sex mán­aða, en mikil þörf sé fyrir auk­inn mann­afla hjá stofn­un­inni. Þá verði ýmis stoð­þjón­usta efld, svo sem tölvu­þjón­usta og upp­lýs­inga­gjöf um ýmsa töl­fræði, auk þess sem mik­il­vægt sé að vinna spár um ástand og horfur á vinnu­mark­aði til fram­tíðar lit­ið. Vinnu­mála­stofnun muni leggja upp með að ráða sem flesta til þess­ara starfa úr hópi skráðra atvinnu­leit­enda hjá stofn­un­inni.

Auglýsing

50.000 ein­stak­lingar fá greiddar atvinnu­leys­is­bætur í lok apríl

Vinnu­mála­stofnun hafa borist sam­tals um 33.800 umsóknir um atvinnu­leys­is­bætur sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli síðan opnað var fyrir umsóknir um úrræðið þann 25. mars síð­ast­lið­inn, að því er fram kemur í til­kynn­ingu félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Það sem af er apríl hafi stofn­un­inni jafn­framt borist um 2.200 umsóknir frá ein­stak­lingum sem eru að fullu skráðir án atvinnu sem sé við­bót við þá 14.200 ein­stak­linga sem þegar hafi að fullu verið skráðir án atvinnu í lok mars 2020. Miðað við núver­endi for­sendur muni því um 50.000 ein­stak­lingar fá greiddar atvinnu­leys­is­bætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfs­hlut­falli í lok apr­íl.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­-og barna­mála­ráð­herra, segir við til­efnið að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi haft mjög mikil áhrif á vinnu­mark­að­inn. „Heilu atvinnu­grein­arnar eru lamaðar og ljóst er að sá fjöldi fólks sem mun þurfa að nýta sér þjón­ustu Vinnu­mála­stofn­unar er án for­dæma. Þetta hefur haft í för með sér gríð­ar­legt álag á stofn­un­ina og þvi nauð­syn­legt að styrkja frekar þjón­ustu henn­ar. Í öllum okkar aðgerðum er það fyrst og fremst skylda okkar að tryggja stöðu heim­il­anna og fram­færslu fjöl­skyldna í land­inu og það ætlum við að ger­a.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent