Allt íþróttastarf barna heimilt innan- og utandyra 4. maí

Öll starfsemi í leik- og grunnskólum og íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn verður aftur með eðlilegum hætti eftir 4. maí næstkomandi.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Öll starf­semi sem snýr að börnum á að verða aftur með eðli­legum hætti eftir 4. maí næst­kom­andi. Þetta á við um leik- og grunn­skóla, og íþrótta- og tóm­stunda­starf fyrir börn. Þetta segir Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra í sam­tali við RÚV en fram kemur í frétt mið­ils­ins að hún hafi kynnt aug­lýs­ing­una um til­slökun á sam­komu­banni á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Áður hafi verið ákveðið að íþrótta­starf utandyra væri heim­ilt.

Svan­dís seg­ist í sam­tali við RÚV hafa viljað skýra betur reglur þar sem full­orðnir koma saman og hins vegar börn. „Með þess­ari breyt­ingu er verið að opna algjör­lega fyrir eðli­legt skóla­starf í grunn- og leik­skól­um. Það þýðir að tveggja metra reglan og fjar­lægð milli fólks, það er ekki hægt að upp­fylla þegar börn eru ann­ars veg­ar. En það gildir um full­orðna sem eru með; kenn­ar­ana og svo fram­veg­is. Allir þurfa að gæta að því hér eftir sem hingað til og þá 50 manna hámark í sama rým­i,“ segir ráð­herr­ann.

„Sama gildir þá um íþrótta og tóm­stunda­starf fyrir börn. Við erum þá að sjá þau meg­in­þátta­skil 4. maí að starf­semi sem snýst um börn að hún verði með eðli­legum hætt­i,“ segir hún.

Auglýsing

Fram kom á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar þann 14. apríl síð­ast­lið­inn að skipu­lagt íþrótta­­starf barna á leik- og grunn­­skóla­aldri gæti haf­ist að nýju, utandyra, en þó með þeim tak­­mörk­unum að ekki mættu fleiri en 50 vera saman í hóp og halda skyldi tveggja metra fjar­lægð­inni eins og mög­u­­legt væri, sér­­stak­­lega hjá eldri börn­­um.

Enn fremur kom fram á fund­inum í síð­ustu viku að annað skipu­lagt íþrótta­­starf yrði heim­ilt utandyra, en þó áfram með miklum tak­­mörk­un­­um. Þannig mættu ekki fleiri en fjórir ein­stak­l­ingar æfa eða leika sam­an, snert­ingar yrðu óheim­ilar og halda skyldi tveggja metra fjar­lægð á milli fólks. Þá þyrfti að halda notkun á sam­eig­in­­legum bún­­aði í lág­­marki, en ann­­ars sótt­­hreinsa bún­­að­inn á milli not­k­un­­ar.

Sam­kvæmt RÚV á nú aftur á móti að heim­ila allt íþrótta­starf barna bæði inn­an- og utandyra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent