Allt íþróttastarf barna heimilt innan- og utandyra 4. maí

Öll starfsemi í leik- og grunnskólum og íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn verður aftur með eðlilegum hætti eftir 4. maí næstkomandi.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Öll starf­semi sem snýr að börnum á að verða aftur með eðli­legum hætti eftir 4. maí næst­kom­andi. Þetta á við um leik- og grunn­skóla, og íþrótta- og tóm­stunda­starf fyrir börn. Þetta segir Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra í sam­tali við RÚV en fram kemur í frétt mið­ils­ins að hún hafi kynnt aug­lýs­ing­una um til­slökun á sam­komu­banni á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Áður hafi verið ákveðið að íþrótta­starf utandyra væri heim­ilt.

Svan­dís seg­ist í sam­tali við RÚV hafa viljað skýra betur reglur þar sem full­orðnir koma saman og hins vegar börn. „Með þess­ari breyt­ingu er verið að opna algjör­lega fyrir eðli­legt skóla­starf í grunn- og leik­skól­um. Það þýðir að tveggja metra reglan og fjar­lægð milli fólks, það er ekki hægt að upp­fylla þegar börn eru ann­ars veg­ar. En það gildir um full­orðna sem eru með; kenn­ar­ana og svo fram­veg­is. Allir þurfa að gæta að því hér eftir sem hingað til og þá 50 manna hámark í sama rým­i,“ segir ráð­herr­ann.

„Sama gildir þá um íþrótta og tóm­stunda­starf fyrir börn. Við erum þá að sjá þau meg­in­þátta­skil 4. maí að starf­semi sem snýst um börn að hún verði með eðli­legum hætt­i,“ segir hún.

Auglýsing

Fram kom á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­innar þann 14. apríl síð­ast­lið­inn að skipu­lagt íþrótta­­starf barna á leik- og grunn­­skóla­aldri gæti haf­ist að nýju, utandyra, en þó með þeim tak­­mörk­unum að ekki mættu fleiri en 50 vera saman í hóp og halda skyldi tveggja metra fjar­lægð­inni eins og mög­u­­legt væri, sér­­stak­­lega hjá eldri börn­­um.

Enn fremur kom fram á fund­inum í síð­ustu viku að annað skipu­lagt íþrótta­­starf yrði heim­ilt utandyra, en þó áfram með miklum tak­­mörk­un­­um. Þannig mættu ekki fleiri en fjórir ein­stak­l­ingar æfa eða leika sam­an, snert­ingar yrðu óheim­ilar og halda skyldi tveggja metra fjar­lægð á milli fólks. Þá þyrfti að halda notkun á sam­eig­in­­legum bún­­aði í lág­­marki, en ann­­ars sótt­­hreinsa bún­­að­inn á milli not­k­un­­ar.

Sam­kvæmt RÚV á nú aftur á móti að heim­ila allt íþrótta­starf barna bæði inn­an- og utandyra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent