Aðgerðir 2.0: Fjárstuðningur veittur til rekstraraðila sem hafa orðið fyrir höggi

Frumvarp sem á að heimila beinan fjárstuðning til rekstraraðila sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Aðgerðapakki tvö lítur dagsins ljós í dag.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morgun voru kynnt fjöl­mörg mál sem snerta annan aðgerða­pakka stjórn­valda vegna efna­hags­legra áhrifa af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fór yfir það sem var kallað „Að­gerðir 2.0“ á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti þrjú ný frum­vörp auk upp­færðra sviðs­mynda um efna­hags­horf­ur. Fyrstu tvö frum­vörpin voru ann­ars vegar band­ormur til að lög­festa þær aðgerðir sem kynntar verða síðar í dag og hins vegar nýtt fjár­auka­laga­frum­varp svo hægt verði að fjár­magna þær. Þriðja frum­varpið kall­ast svo „frum­varp til laga um fjár­stuðn­ing til rekstr­ar­að­ila vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru“. Búast má við því að þar sé verið að fjalla um beinar greiðslur til þeirra fyr­ir­tækja sem hafa þurft að loka vegna ákvarð­ana sem stjórn­völd hafa tekið til að berj­ast við útbreiðslu veirunn­ar. 

Auglýsing
Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, kynnti aukna fjár­þörf Vinnu­mála­stofn­unar vegna COVID-19. Spár stofn­un­ar­innar gera ráð fyrir að hlut­fall atvinnu­lausra muni fara upp í 17 pró­sent í apr­íl­mán­uði og að fjöldi þeirra sem munu vera á hluta­bótum á meðan að það úrræði stendur til bóta, sem er út næsta mán­uð, verði nálægt 35 þús­und. Þeir laun­þegar muni koma frá allt að 6.500 fyr­ir­tækj­um. Heild­ar­fjöldi þeirra sem verða annað hvort á atvinnu­leys­is- eða hluta­bótum mun þá lík­ast til fara yfir 50 þús­und.

Þetta er langt umfram það sem stjórn­völd reikn­uðu með þegar hluta­bóta­leiðin var sam­þykkt á Alþingi fyrir rúmum mán­uði.

Kynnt fyrir stjórn­ar­flokkum og for­mönnum and­stöð­unnar

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra fjöll­uðu í sam­ein­ingu um ferða­tak­mark­anir til lands­ins á rík­is­stjórn­ar­fund­inum en fyrir liggur að sótt­varn­ar­læknir hefur sent heil­brigð­is­ráð­herra minn­is­blað þar sem lagt er til að allir sem komi til lands­ins fari í tveggja vikna sótt­kví, með örfáum og til­greindum und­an­þág­um.Svandís Svavarsdóttir. Mynd: Bára Huld Beck. 

Þá voru afgreidd frum­vörp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um Mat­væla­sjóð og Lilju D. Alfreðs­dótt­ur,  mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um skipt­ingu fjár­veit­inga til lista, menn­ing­ar­starfs og íþrótta á fund­inum í morg­un. 

Eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn var aðgerða­pakk­inn kynntur fyrir þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna og klukkan 13 átti að hefj­ast fjar­fundur með for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna þar sem farið yrði yfir pakk­ann.

Klukkan 16 í dag munu Katrín, Bjarni og Sig­urður Ingi svo kynna aðgerða­pakk­ann fyrir fjöl­miðlum og almenn­ingi á blaða­manna­fundi sem verður í Safna­hús­inu við Hverf­is­göt­u. 

Einn mán­uður frá aðgerða­­pakka eitt

Nákvæm­­lega mán­uður er í dag frá því að rík­­is­­stjórnin kynnt fyrsta aðgerða­­pakk­ann í Hörpu. Heild­­ar­á­hrif þeirra voru sögð vera 230 millj­­arðar króna, en beinu nýju fram­lögin vegna hans voru lík­­­ast til um þriðj­ungur þeirrar upp­­hæð­­ar. Sumt þar voru verk­efni sem þegar lágu fyr­ir, til dæmis í fjár­­­fest­ingu, önnur mið­uðu að því að fella niður gjöld sem væru hvort eð er ekki að fara að skila sér nema að litlu leyti, eins og afnám gist­in­átt­­ar­skatts, og sum voru ein­fald­­lega tekju­öfl­un­­ar­­leiðir fyrir rík­­is­­sjóð, eins og það að heim­ila úttekt á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði sem yrði þá skatt­lagður sam­hliða.

Auglýsing
Stóru beinu aðgerð­­irnar sner­ust um hina svoköll­uðu hluta­­bóta­­leið, frestun opin­berra gjald­daga, auk­innar fyr­ir­greiðslu fyrir fyr­ir­tæki hjá banka við­kom­andi og því að ráð­­ast í fjár­­­fest­ing­­ar­átak, aðal­­­lega í hefð­bundnum innviðum sem útheima margar vinn­u­­manna­hend­­ur.

Aðgerðir fjár­­­mála­­stofn­ana hingað hafa því, sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans, fyrst og síð­­­ast snú­ist um að frysta afborg­­anir af lánum við­­skipta­vina. Stærri fyr­ir­tæki, sem eiga í nánu og miklu sam­­starfi við bank­ann sinn eru þar betur sett en lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki sem eru með litla eða jafn­­vel enga fyr­ir­greiðslu að jafn­­aði, en þurfa á henni að halda nú um stundir til að kom­­ast í gegnum það ástand sem skap­­ast hefur vegna kór­ón­u­veirunn­­ar. 

Hin svoköll­uðu brú­­ar­lán, sem veitt verða með rík­­is­á­­byrgð til fyr­ir­tækja sem hafa upp­­lifað að minnsta kosti 40 pró­­sent tekju­­fall, eru enn ekki komin til fram­­kvæmda.

Þegar byrjað að und­ir­­búa frek­ari aðgerðir

Við­­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til vinn­unnar við aðgerðir stjórn­­­valda hafa flestir verið sam­­mála um að í næstu aðgerða­­pökkum – sumir ráð­herrar þegar byrj­aðir að und­ir­­búa þann þriðja – muni meðal ann­­ars fel­­ast að gripið verði til umfangs­­meiri aðgerða til að styðja við ýmis­­­konar nýsköp­un. Í pakk­anum sem kynntur verður í dag verða þó aðgerðir sem eiga að örva slíka.

Á meðal til­­lagna sem rætt hafi verið um við stjórn­­völd séu að fyr­ir­liggj­andi úrræði á borð við hluta­­bóta­­leið­ina og frestun á skatt­greiðslum verði látin ná yfir sprota­­fyr­ir­tæki og að end­­ur­greiðsl­­ur, til dæmis vegna rann­­sóknar og þró­un­­ar, verði hækk­­aðar veru­­lega. 

Til­­­gang­­ur­inn verður að styðja við starf­­semi sem getur verið arð­­bær til fram­­búð­­ar, þótt hún sé það ekki end­i­­lega í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent