Einungis eitt staðfest smit af óþekktum uppruna

Samkvæmt upplýsingum á covid.is eru staðfest smit orðin 1.778 og aðeins eitt af þeim er af óþekktum uppruna. Innanlandssmit eru 1.439 og 338 eru erlend.

Kórónuveira Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Auglýsing

Stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni eru orðin 1.778 hér á land­i. Í gær voru þau 1.773 og hefur þeim því fjölgað um fimm síð­­asta sól­­­ar­hring­inn.

Í dag eru 1.026 í sótt­­­kví en í gær var fjöld­inn 1.109. Alls hafa 18.253 lokið sótt­­­kví. Þá er 351 ein­stak­l­ingur með virk COVID-19 smit en í gær var fjöld­inn 402. Alls hafa 1.417 náð bata.

Aðeins eitt af þeim stað­festu smitum sem greind hafa verið hér á landi er af óþekktum upp­runa. Inn­an­lands­smit eru 1.439 og 338 erlendis frá.

Auglýsing

Alls hafa 43.831 sýni verið tekið hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins.

Í gær voru 113 sýni rann­­sökuð á sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­al­ans og reynd­ust fjögur þeirra jákvætt. Hjá Íslenskri erfða­­grein­ing­u voru tekin 575 sýni og eitt var jákvætt.

Á sjúkra­­húsi liggja 25 sjúk­l­ingar vegna COVID-19 ­sjúk­­dóms­ins, þar af fimm á gjör­­gæslu, sam­­kvæmt því sem fram kemur á vefn­um covid.­is.

Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu lát­in. Í fyrra­dag lést kona sem bjó á hjúkr­un­­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­­ar­vík. Hún­ var á níræð­is­aldri. Þetta er annað and­látið á Bergi sem teng­ist far­aldr­in­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent