Almannavarnadeild ver milljónum í auglýsingar vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varði rúmlega 4,4 milljónum, að frátöldum virðisaukaskatti, í að birta auglýsingar í fjölmiðlum vegna veirufaraldursins í marsmánuði. Nærri fjórðungi auglýsingafjárins var varið í birtingar á fréttavef mbl.is.

Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Auglýsing

Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra varði rúm­lega 4,4 millj­ón­um, að frá­töldum virð­is­auka­skatti, í að birta aug­lýs­ingar og fræðslu­efni vegna kór­ónu­veiru­far­ald­ur­ins í fjöl­miðlum lands­ins og víðar í mars.

Mest fór í aug­lýs­ingar á vef­miðl­um, en tæpur fjórð­ungur heild­ar­fjár­hæð­ar­innar hefur farið í birt­ingu aug­lýs­inga á mest lesna frétta­vef lands­ins, mbl.­is. Þar keypti almanna­varna­deild aug­lýs­ingar fyrir rúma milljón króna frá því um miðjan mars.

Þetta kemur fram í svari almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem barst í gær, þriðju­dag­inn 21. apr­íl. Spurt var hversu miklu fé hefði verið varið í birt­ingu aug­lýs­ing­anna og hve miklu hefði verið varið á hverjum stað. 

Auglýsing

Svarið sem barst tekur til aug­lýs­inga sem birtar voru á tíma­bil­inu 13.-31. mars.

Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hefur verið að birta þessar aug­lýs­ingar til að minna á upp­lýs­inga­gátt sína á net­inu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Vísa vef­borða­aug­lýs­ing­arnar almanna­varna þannig inn á á vef­síð­una covid.is, sem almanna­varna­deild heldur úti í sam­starfi við land­lækn­is­emb­ætt­ið.

Flennistórt aug­lýs­inga­pláss á mbl.is leigt í þrjá daga

Mest var aug­lýst á vef­miðl­um, eða fyrir um 40 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni. Lang­mest hefur verið greitt fyrir aug­lýs­ingar á mbl.is sem áður seg­ir, alls 1.042.000 kr., að frá­dregnum virð­is­auka­skatt­i. 

Á næst mest lesna frétta­vef lands­ins, Vísi, var 300 þús­und krónum verið varið í birt­ingar af hálfu almanna­varna­deild­ar, en minna á öðrum net­miðl­um.

Sér­stak­lega er tekið fram í svari almanna­varna­deildar að aðal­skýr­ingin á þeirri upp­hæð sem varið hefur verið í kaup aug­lýs­inga á mbl.is sé sú að dag­ana 13., 14. og 17. mars voru keyptar „mjög áber­andi“ bak­grunns­aug­lýs­ingar á mbl.­is. ­Sam­kvæmt svar­inu fékk sú aug­lýs­ing vel yfir þrjár millj­ónir birt­inga og skil­aði 36 þús­und smellum inn á covid.is, sem almanna­varna­deild segir „mjög mikið og hátt hlut­fall.“

Almanna­varna­deild keypti opnur og heil­síðu­aug­lýs­ingar hjá Frétta­blað­inu fyrir 800 þús­und kr. að frá­dregnum vsk. og aug­lýsti einu sinni á heil­síðu í Morg­un­blað­inu, sem þá var í frídreif­ingu, fyrir 230 þús­und kr. að frá­dregnum vsk. Einnig var keypt heil­síðu­aug­lýs­ing í Mann­lífi fyrir 125 þús­und kr., en kostn­að­ur­inn við aug­lýs­ingar í dag­blöðum nam 26 pró­sentum af heild­ar­upp­hæð­inni.

Einnig hefur nokkuð verið aug­lýst í útvarpi, eða fyrir 23 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni. Mestu hefur verið varið í aug­lýs­ingar á rík­is­út­varps­stöð­inni Rás 2, eða 400 þús­und krónum að frá­dregnum vsk. Á Bylgj­unni hefur verið aug­lýst fyrir 355 þús­und kr., á FM957 fyrir 150 þús­und kr. og á K100 fyrir 125 þús­und kr. Á öllum stöðum voru keyptar 12-15 sek­úndna aug­lýs­ingar sem áttu að heyr­ast alla­vega 4-5 sinnum dag­lega.

Leiknar sjón­varps­aug­lýs­ingar frá almanna­varna­deild og land­lækn­is­emb­ætt­inu hafa verið áber­andi á RÚV að und­an­förnu. Sam­kvæmt svari almanna­varna­deildar hefur Rík­is­út­varpið „tekið það á sig“ að birta þær end­ur­gjalds­laust.

Almanna­varna­deild hefur ekki ein­ungis aug­lýst í fjöl­miðl­um, en fram kemur í svar­inu að ríf­lega 220 þús­und kr. hafi verið varið í aug­lýs­ingar á Face­book. Einnig hafa verið keyptar aug­lýs­ingar fyrir 260 þús­und á strætó­skýl­um.

Svona skipt­ast greiðslur vegna birt­inga nið­ur:

Árvakur (31,5 pró­sent af heild)

mbl.is: 1.042.000 kr.

Morg­un­blaðið 230.000 kr.

K100: 125.000 kr.

Torg (20 pró­sent af heild)

Frétta­blað­ið: 800.000 kr.

DV.is: 100.000 kr.Sýn (18 pró­sent af heild)

Bylgj­an: 355.000 kr.

Vís­ir: 300.000 kr.

FM957: 150.000 kr.

Rík­is­út­varpið (9 pró­sent af heild)

Rás 2: 400.000 kr.

Aðrir fjöl­miðlar (10 pró­sent af heild)

Stund­in.is: 100.000 kr.

Mann­líf: 125.000 kr.

Grapevine.is: 115.000 kr.

Skyn (sem birtir aug­lýs­ingar á net­miðl­um, t.d. Kjarn­an­um): 75.000 kr.

Aðrir net­miðlar (t.d. fót­bolt­i.­net og eirik­urjons­son.is) 35.000 kr.

Aðrir en fjöl­miðlar (11 pró­sent af heild)

Face­book: 220.440 kr.

Strætó­skýli: 260.000 kr.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi hyggst ekki ætla að bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent