Almannavarnadeild ver milljónum í auglýsingar vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varði rúmlega 4,4 milljónum, að frátöldum virðisaukaskatti, í að birta auglýsingar í fjölmiðlum vegna veirufaraldursins í marsmánuði. Nærri fjórðungi auglýsingafjárins var varið í birtingar á fréttavef mbl.is.

Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Auglýsing

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varði rúmlega 4,4 milljónum, að frátöldum virðisaukaskatti, í að birta auglýsingar og fræðsluefni vegna kórónuveirufaraldurins í fjölmiðlum landsins og víðar í mars.

Mest fór í auglýsingar á vefmiðlum, en tæpur fjórðungur heildarfjárhæðarinnar hefur farið í birtingu auglýsinga á mest lesna fréttavef landsins, mbl.is. Þar keypti almannavarnadeild auglýsingar fyrir rúma milljón króna frá því um miðjan mars.

Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Kjarnans, sem barst í gær, þriðjudaginn 21. apríl. Spurt var hversu miklu fé hefði verið varið í birtingu auglýsinganna og hve miklu hefði verið varið á hverjum stað. 

Auglýsing

Svarið sem barst tekur til auglýsinga sem birtar voru á tímabilinu 13.-31. mars.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur verið að birta þessar auglýsingar til að minna á upplýsingagátt sína á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Vísa vefborðaauglýsingarnar almannavarna þannig inn á á vefsíðuna covid.is, sem almannavarnadeild heldur úti í samstarfi við landlæknisembættið.

Flennistórt auglýsingapláss á mbl.is leigt í þrjá daga

Mest var auglýst á vefmiðlum, eða fyrir um 40 prósent af heildarupphæðinni. Langmest hefur verið greitt fyrir auglýsingar á mbl.is sem áður segir, alls 1.042.000 kr., að frádregnum virðisaukaskatti. 

Á næst mest lesna fréttavef landsins, Vísi, var 300 þúsund krónum verið varið í birtingar af hálfu almannavarnadeildar, en minna á öðrum netmiðlum.

Sérstaklega er tekið fram í svari almannavarnadeildar að aðalskýringin á þeirri upphæð sem varið hefur verið í kaup auglýsinga á mbl.is sé sú að dagana 13., 14. og 17. mars voru keyptar „mjög áberandi“ bakgrunnsauglýsingar á mbl.is. Samkvæmt svarinu fékk sú auglýsing vel yfir þrjár milljónir birtinga og skilaði 36 þúsund smellum inn á covid.is, sem almannavarnadeild segir „mjög mikið og hátt hlutfall.“

Almannavarnadeild keypti opnur og heilsíðuauglýsingar hjá Fréttablaðinu fyrir 800 þúsund kr. að frádregnum vsk. og auglýsti einu sinni á heilsíðu í Morgunblaðinu, sem þá var í frídreifingu, fyrir 230 þúsund kr. að frádregnum vsk. Einnig var keypt heilsíðuauglýsing í Mannlífi fyrir 125 þúsund kr., en kostnaðurinn við auglýsingar í dagblöðum nam 26 prósentum af heildarupphæðinni.

Einnig hefur nokkuð verið auglýst í útvarpi, eða fyrir 23 prósent af heildarupphæðinni. Mestu hefur verið varið í auglýsingar á ríkisútvarpsstöðinni Rás 2, eða 400 þúsund krónum að frádregnum vsk. Á Bylgjunni hefur verið auglýst fyrir 355 þúsund kr., á FM957 fyrir 150 þúsund kr. og á K100 fyrir 125 þúsund kr. Á öllum stöðum voru keyptar 12-15 sekúndna auglýsingar sem áttu að heyrast allavega 4-5 sinnum daglega.

Leiknar sjónvarpsauglýsingar frá almannavarnadeild og landlæknisembættinu hafa verið áberandi á RÚV að undanförnu. Samkvæmt svari almannavarnadeildar hefur Ríkisútvarpið „tekið það á sig“ að birta þær endurgjaldslaust.

Almannavarnadeild hefur ekki einungis auglýst í fjölmiðlum, en fram kemur í svarinu að ríflega 220 þúsund kr. hafi verið varið í auglýsingar á Facebook. Einnig hafa verið keyptar auglýsingar fyrir 260 þúsund á strætóskýlum.

Svona skiptast greiðslur vegna birtinga niður:

Árvakur (31,5 prósent af heild)

mbl.is: 1.042.000 kr.

Morgunblaðið 230.000 kr.

K100: 125.000 kr.

Torg (20 prósent af heild)

Fréttablaðið: 800.000 kr.

DV.is: 100.000 kr.


Sýn (18 prósent af heild)

Bylgjan: 355.000 kr.

Vísir: 300.000 kr.

FM957: 150.000 kr.

Ríkisútvarpið (9 prósent af heild)

Rás 2: 400.000 kr.

Aðrir fjölmiðlar (10 prósent af heild)

Stundin.is: 100.000 kr.

Mannlíf: 125.000 kr.

Grapevine.is: 115.000 kr.

Skyn (sem birtir auglýsingar á netmiðlum, t.d. Kjarnanum): 75.000 kr.

Aðrir netmiðlar (t.d. fótbolti.net og eirikurjonsson.is) 35.000 kr.

Aðrir en fjölmiðlar (11 prósent af heild)

Facebook: 220.440 kr.

Strætóskýli: 260.000 kr.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent