Spurt og svarað um aðgerðir fyrir námsmenn

Ég er að ljúka framhaldsskóla en er ekki komin með sumarstarf. Get ég skráð mig í sumarnám? Ég er atvinnulaus og vil efla færni mína á vinnumarkaði. Hvaða nám stendur mér til boða?

Manneskja að lesa
Auglýsing

Í öðrum hluta aðgerða­á­ætl­unar stjórn­valda sem kynnt var í Safna­hús­inu í dag er sér­tök áhersla meðal ann­ars lögð á náms­menn. 2,2 millj­örðum króna verður varið til að skapa 3.000 tíma­bundin störf í sumar fyr­ir­ ­náms­menn 18 ára og eldri og 300 millj­ónum króna til að efla nýsköpun með­al­ ungra frum­kvöðla gegnum Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna. Auk þess verður 800 millj­ón­um króna veitt til að bjóða sum­arönn í fram­halds- og háskólum sem nýt­ist bæð­i ­nem­endum og fólki á atvinnu­leys­is- eða hluta­bót­um.

Hér að neðan má finna svör við nokkrum spurn­ingum varð­and­i að­gerðir fyrir náms­menn. Svörin eru fengin af heima­síðu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins

Auglýsing

Ég hef áhuga á háskóla­námi í haust, kemst ég að?

Háskólum verður gert kleift að mæta mögu­legri nem­enda­fjölg­un í kjöl­far efna­hags­á­hrifa af heims­far­aldri kór­ónu­veiru. Áhersla verður lögð á náms­leiðir sem draga úr færni­bili á vinnu­mark­aði og mæta þörfum atvinnu­lífs­ins ­fyrir menntað starfs­fólk í und­ir­mönn­uðum starfs­grein­um, t.d. fag­há­skóla­nám í heil­brigð­is- og tækni­grein­um, kenn­ara­nám og hag­nýtt nám fyrir nem­endur með­ ­ís­lensku sem annað mál.

Fyrir hverja eru sér­stök námsúr­ræði?

Nám á sum­arönn er sniðið fyrir ein­stak­linga á at­vinnu­leys­is­bótum eða hluta­bótum sem geta aukið færni sína með við­bót­ar­námi og end­ur­mennt­un. Jafn­framt er námið ætlað nem­endum sem stunda hefð­bundið háskóla- og fram­halds­skóla­nám eða eru að hefja slíkt nám.

Hvenær verða sér­stök námsúr­ræði í boði?

Sum­ar­nám verður í boði á háskóla- og fram­halds­skóla­stig­i. Há­skólum verður jafn­framt gert kleift að mæta mögu­legri nem­enda­fjölgun í haust ­með áherslu á náms­leiðir sem draga úr færni­bili á vinnu­mark­aði.

Hvaða skól­ar/fræðslu­að­ilar taka þátt í sér­stök­um ­námsúr­ræð­um?

Á háskóla- og fram­halds­skóla­stigi verður í boði sum­ar­nám bæði hjá opin­berum skólum og einka­að­il­um. Námið verður aug­lýst m.a. á heima­síðum við­kom­andi skóla.

­Fyrir hverja eru sér­stök námsúr­ræði?

Nám á sum­arönn er sniðið fyrir ein­stak­linga á at­vinnu­leys­is­bótum eða hluta­bótum sem geta aukið færni sína með við­bót­ar­námi og end­ur­mennt­un. Jafn­framt er námið ætlað nem­endum sem stunda hefð­bundið háskóla- og fram­halds­skóla­nám eða eru að hefja slíkt nám.

Hvers konar nám verður í boði í sum­ar?

Á fram­halds­skóla­stigi er um að ræða ann­ars veg­ar kynn­ing­ar­á­fanga svo sem um nýsköp­un, tækni og listir og hins vegar áfanga sem eru hluti af náms­brautum skól­anna. Jafn­framt verður boðið upp á stutt­ar ­starfs­náms­leið­ir.

Á háskóla­stigi er um að ræða stuttar hag­nýtar náms­leiðir á grunn- og meist­ara­stigi, und­ir­bún­ings­nám fyrir umsækj­endur fyrir háskóla­nám og end­ur­menntun fyrir fag­að­ila.

Hvernig verður fram­kvæmd náms­ins hátt­að?

Nám verður ýmist í stað­námi, dreif­námi/blönd­uðu námi eða fjar­námi:

  • Náms­á­fangar í stað­námi geta verið t.d. nokkrir tímar, hálf­ur/heill dagur í nokkrar vik­ur.
  • Náms­á­fangar í dreif­námi eða blönd­uðu námi þar sem námið er ­fyrst og fremst í fjar­námi en nem­endur hitt­ast ein­staka sinnum með­ ­kenn­ara/­leið­bein­anda.
  • Náms­á­fangar í fjar­námi.

Ég er að ljúka fram­halds­skóla í vor og hef ekki feng­ið ­sum­ar­starf. Get ég skráð mig í sum­ar­nám?

Boðið verður upp á und­ir­bún­ings­nám fyrir nem­endur sem mun­u hefja háskóla­nám í haust. Nán­ari upp­lýs­ingar verður að finna á heima­síð­u­m há­skól­anna.

Ég er atvinnu­laus, hef ekki lokið fram­halds­skóla og vil efla ­færni mína á vinnu­mark­aði; hvaða nám stendur til boða?

Nám á sum­arönn er m.a. sniðið fyrir ein­stak­linga á at­vinnu­leys­is­bótum eða hluta­bótum sem geta aukið færni sína með við­bót­ar­námi og end­ur­mennt­un.

Ég er í háskóla­námi og hef ekki fengið sum­ar­vinnu; get ég flýtt fyrir mér í námi með sum­ar­námi?

Kannski. Það er mik­il­vægt að kanna á heima­síðum háskól­anna hvort við­kom­andi nám er metið til ECTS ein­inga. Margt nám að sumri er ekki ein­inga­bært og nýt­ist því ekki til stytt­ingar náms. Nám sem ekki er ein­inga­bært ­getur samt sem áður nýst til símennt­un­ar.

Ég er atvinnu­laus/í skertu starfs­hlut­falli, á at­vinnu­leys­is­bót­u­m/hluta­bót­um; hvaða rétt á ég til náms?

Sam­kvæmt núgild­andi lögum er þeim sem eru á at­vinnu­leys­is­bótum heim­ilt að stunda nám á háskóla­stigi að hámarki 10 ECT­S ein­ingum án þess að komi til skerð­ingar atvinnu­leys­is­bóta. Hluta­bóta­leið er ætlað að við­halda ráðn­inga­sam­bandi og er tíma­bundið úrræði til 1. júní og á því ekki við um nám á atvinnu­leys­is­bót­um.

Ég er í fullri vinn­u/hluta­starfi; get ég nýtt mér sér­stök ­námsúr­ræði?

Ýmsir náms­á­fangar verða í boði í dreif­námi/blönd­uðu námi eða í fjar­námi og hægt að taka með vinnu.

Skerð­ist réttur minn til atvinnu­leys­is­bóta/hluta­bóta ef ég ­skrái mig í nám?

Allt nám umfram 10 ECTS skerðir atvinnu­leys­is­bætur í hlut­falli við fjölda ein­inga, sem dæmi þá skerðir nám sem er 15 ECTS ein­ing­ar at­vinnu­leys­is­bætur um 50%.  At­vinnu­leys­is­bætur falla niður við 20 ECTS ein­inga nám.

Er námið láns­hæft hjá LÍN?

Á háskóla­stigi er ein­ungis sum­ar­nám sem metið er til ECT­S ein­inga láns­hæft hjá LÍN. Nám á sum­arönn til­heyrir und­an­gengnu skóla­ári. ­Náms­maður þarf að ljúka að lág­marki 15 ECT­S-ein­ingum á sum­arönn til að eiga rétt á sum­ar­láni. Aldrei er veitt meira lán en sem nemur 20 ECT­S-ein­ingum á sum­arönn og 80 ECT­S-ein­ingum sam­tals á hverju náms­ári. Sækja þarf sér­stak­lega um lán á sum­arönn. Umsókn­ar­frestur til að sækja um lán hjá Lána­sjóði íslenska ­náms­manna á sum­arönn 2020 er til og með 15. júlí 2020. 

 Fram­halds­skóla­nemar sem stefna á stúd­ents­próf eða ­sam­bæri­legt próf geta ekki fengið náms­lán. Hins vegar eru náms­lán veitt fyr­ir­ lög­gilt iðn­nám og annað við­ur­kennt starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi sem ­skipu­lagt er af við­eig­andi starfs­greina­ráði. Náms­menn geta líka átt rétt á náms­lánum þegar þeir eru að vinna á samn­ingi ef umsamin laun eru lægri en grunn­fram­færsla náms­manns­ins. Þegar upp­hæð náms­lán­anna er reiknuð er farið með­ ­nema­launin eins og aðrar tekjur skv. reglum sjóðs­ins og geta skert lán­in.

Ég er náms­maður og fæ ekki vinnu yfir sum­ar­ið, hvað geri ég?

Vegna aðstæðna á vinnu­mark­aði í kjöl­far far­ald­urs COVID-19 er ljóst að ekki verða jafn­mörg sum­ar­störf í boði fyrir þá náms­menn sem nýta ­sum­arið til starfa. Á grund­velli fjár­magns frá ríki munu ríki og sveit­ar­fé­lög ­skapa allt að 3.500 störf fyrir náms­menn yfir sum­ar­tím­ann til þess að hindr­a það að náms­menn verði tekju­lausir og geti haldið áfram námi á kom­andi hausti.

Svör við fleiri spurn­ingum má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Múli Jónasson
Varnir gegn spillingu
Kjarninn 20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
Kjarninn 20. janúar 2021
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs
Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.
Kjarninn 20. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent