Landsbankinn hættir við 9,5 milljarða króna arðgreiðslu

Á aðalfundi Landsbankans í dag var ekki lögð fram tillaga bankaráðs um að greiða út arð vegna síðasta árs, líkt og stefnt hafði verið að.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Á aðal­fundi Lands­bank­ans sem hald­inn var í dag var tók banka­ráð hans þá ákvörðun að leggja ekki fram til­lögu um 9,5 millj­arða króna arð­greiðslu vegna síð­asta árs, líkt og stefnt hafði verið að. Þetta var gert í ljós þeirrar efna­hags­legu óvissu sem nú ríkir og í sam­ræmi við til­mæli Seðla­banka Íslands til kerf­is­lega mik­il­vægra banka um að greiða ekki út arð vegna árs­ins 2019. Auk þess hætti banka­ráðið við að heim­ila end­ur­kaup á hluta­bréfum líkt og stefnt hafði verið að. Lands­bank­inn er í eigu íslenska rík­is­ins.

Þetta kemur fram í skýrslu banka­ráðs Lands­bank­ans sem Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður þess, flutti á aðal­fund­inum í dag. 

Á nokkrum vikum hefur bindi­skylda verið lækkun niður í núll og sveiflu­jöfn­un­ar­auki sem lagð­ist á eigið fé bank­anna afnum­in. Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á að auð­velda banka­­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­­örðum króna, eða um 12,5 pró­­sent af núver­andi útlána­safn­i. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands, sem tók ákvörðun um að auka svig­rúmið með því að afnema sveiflu­jöfn­un­ar­aukann, sem birt var 18. mars brýndi nefndin fyrir fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum að þau taki til­lit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóð­­ar­­bú­­skapnum við á­kvörðun um útgreiðslu arðs og end­­ur­­kaup á eigin hluta­bréfum á kom­andi mis­s­er­­um.

Í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar, af fundi sem fór fram dag­inn áður eða 17. mars, kemur fram að nefnd­ar­menn hennar hefðu verið „sam­mála um að afar mik­il­vægt væri að fjár­mála­fyr­ir­tækin nýttu ekki svig­rúmið sem við þetta skap­að­ist til arð­greiðslna.”

Þremur dögum síð­ar, 20. mars, var sent bréf til Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hald rík­is­ins í Íslands­banka og Lands­bank­an­um, fyrir hönd Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Þar var farið fram á að hún myndi horfa fram hjá kröfum um ávöxtun og arð­greiðslur á árinu 2020 og að þeim skila­boðum yrði komið áfram til stjórna fjár­mála­fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

Bjarni var að segja rík­is­bönk­unum tveimur að í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins þá ættu þeir ekki að greiða út arð. 

Arion banki ætlar að hætta við

Arion banki, eini kerf­is­lega mik­il­vægi bank­inn sem er ekki í eigu rík­is­ins, ætl­aði að greiða út umtals­verðan arð til eig­enda sinna í ár. Bank­inn hagn­að­ist um 1,1 millj­­­arð króna í fyrra og arð­­­semi eigin fjár bank­ans var 0,6 pró­­­sent. Til stóð að greiða tíu millj­­­arða króna arð­greiðslu til hlut­hafa vegna síð­­­asta árs. Það stóð því til að greiða út nífaldan hagnað í arð. Þau áform eru í takti við yfir­­­lýsta stefnu bank­ans, sem er að öllu leyti í einka­eigu og skráður á hluta­bréfa­­­mark­að, að greiða út tugi millj­­­arða króna eigin fé hans til eig­enda hans. 

Eftir að sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn var afnum­inn skap­að­ist mik­ill þrýst­ingur á bank­ann að hætta við þau áform en til að byrja með ákvað hann að fresta þeim um tvo mán­uði á aðal­fundi sínum 17. mars síð­ast­lið­inn. 

Í síð­ustu viku var svo boðað til­ fram­halds­­að­al­fundar í Arion banka þann 14. maí næst­kom­andi þar sem ein­ungis eitt mál er á dag­­skrá: að hætta við greiðslu arðs vegna síð­­asta árs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent