Víðir snortinn og sendi fingurkoss

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn komst við á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann á afmæli og fékk senda afmælisköku frá framlínustarfsmönnum og íbúum hjúkrunarheimila. „Maður fær bara tár í augun,“ sagði afmælisbarnið, fullt þakklætis.

Víðir sendir fólki heima í stofu fingurkoss.
Víðir sendir fólki heima í stofu fingurkoss.
Auglýsing

Upp­lýs­inga­fundur almanna­varna í dag var á óvenju­lega létt­u­m nót­um. Til­efnið var afmæli Víðis Reyn­is­sonar yfir­lög­reglu­þjóns hjá ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sem stjórnað hefur fund­unum frá því þeir hófust eða í yfir­ fimm­tíu skipti.

„Það er síð­asti vetr­ar­dagur í dag og það var svo gott að sjá ­sól­ina áðan,“ sagði Anna Birna Jens­dótt­ir, for­maður sam­taka fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ustu, þegar hún hafði farið yfir fyr­ir­hug­aðar til­slak­anir á heim­sókn­ar­banni á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Auglýsing

„En það er líka gleði­dagur hérna hjá einum sem á afmæli. Það er hann Víð­ir,“ sagði hún og tók svo fram undan púlt­inu græna köku og kort. „Þetta er frá öllum fram­línu­starfs­mönn­unum sem starfa á öllum þessum hjúkr­un­ar­heim­ilum lands­ins. Þeir telja marga tugi. Og frá íbú­unum sem horfa á sjón­varps­stjörn­urnar hérna, þrí­eyk­ið, alla daga. Það eru allir límdir við ­sjón­varp­ið. Við ætlum að þakka fyrir okk­ur. Von­andi má bjóða þér að taka á mót­i þessu og að þú getir not­ið.“

Víð­ir: Takk (ræskir sig). Takk kær­lega fyr­ir. Maður fær nú bara tár í aug­un!

Víðir tekur við kökunni frá Önnu Birnu. Mynd: Lögreglan

Eftir að koma kök­unni og kort­inu fyrir á borð­inu heldur hann á­fram: „Ég vil nota tæki­færið og þakka ykkur fyrir og hrósa þessum vinnu­hópi [um aðgerðir á hjúkr­un­ar­heim­il­u­m]. Þessi vinna við að finna þessa leið, að geta opnað fyrir heim­sókn­ir. Þó að okkur finn­ist þetta vera pínu­lítið skref þá er þetta í ljósi reynsl­unnar risa­skref í þessum mál­um. Við höfum séð hvað hef­ur ­gerst á hjúkr­un­ar­heim­ilum erlendis og harm­sög­urnar eru marg­ar. Og ég vil þakka ­fyrir þessa miklu vinnu, miklu sér­fræði­þekk­ingu, sem hefur orðið þess vald­and­i að við getum gert líf þessa fólks örlítið bæri­legra núna. Takk kær­lega fyr­ir­ það.“

Hann snýr sér svo að næsta máli á dag­skrá sem eru til­kynn­ingar frá land­lækni sem féll sótt­varna­lækni í skaut að lesa.

Víð­ir: Eitt af því sem okkur hefur verið bent á í þess­ari vinnu okkar er að við séum eitt­hvað aðeins að þykkna. Að við séum búin að borða of mikið og kannski er kakan ekki góð að því leyt­inu til. En nú getum við kannski farið að taka leik­fimi.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir tekur svo við og fer yfir­ til­kynn­ing­arnar sem snér­ust m.a. um að í morgun hafi haf­ist heima­leik­fimi á RÚV.

Þórólfur Guðnason segist hafa sparað mikið með því að fara ekki í klippingu í samkomubanni. Mynd: Lögreglan

Hann kom á fram­færi fleiri til­kynn­ing­um, til dæmis vegna ­fyr­ir­spurna um COVID-19 sjóð. Sagði hann kon­urnar sem standa að átak­inu Á allra vörum hafa brugð­ist við þessum fyr­ir­spurnum og að í dag yrði opn­aður vefur sem ­nefn­ist vara­sjóð­ur. Hann er hugs­aður fyrst og fremst til að koma til móts við ýmis vel­ferð­ar­sam­tök sem mikið mæðir nú á.

Þórólf­ur: Þarna er hægt að leggja til það sem sum okkar hafa ­spar­að. Ég hef til dæmis ekki farið í klipp­ingu mjög lengi sem ég held að eig­i við um mörg okkar (skelli­hlær). Við vorum einmitt að tala um þetta áðan, við Víð­ir.

Eftir loka­spurn­ingu frá blaða­mönnum segir Víðir að venju „það er komið að lokum hjá okkur í dag“ og fer yfir nokkur atriði. Hann minn­ir á að á morgun sé sum­ar­dag­ur­inn fyrsti og að á laug­ar­dag sé stóri plokk­dag­ur­inn. Hann hvetur alla til að taka þátt en gæta að tveggja metra regl­unni og hópa­stærð­um.

Svo verður hann per­sónu­legur og það má heyra að hann er ­djúpt snort­inn. „Mig langar að þakka fyrir mig,“ segir hann, horfir beint í mynda­vél­ina og sendir fing­ur­koss á áhorf­endur heima í stofu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent