Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem gert var að hætta starfsemi tímabundið eru skattskyldir

Lítið eftirlit verður með því hvort að þær upplýsingar sem minni fyrirtæki sem sækja um lokunarstyrk eða stuðningslán frá ríkissjóði séu réttar eða ekki. Viðkomandi verður gert að staðfesta að hann uppfylli sett skilyrði.

Frá kynningu á öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda sem fór fram í gær.
Frá kynningu á öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda sem fór fram í gær.
Auglýsing

Lok­un­ar­styrk­ur, sem greiddur er til fyr­ir­tækja eða ein­yrkja sem þurft hafa að loka starf­semi sinni vegna bar­átt­unnar við veiruna sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, telst til skatt­skyldra tekna sam­kvæmt lögum um tekju­skatt. Það þýðir að ef þau fyr­ir­tæki sem þiggja styrk­ina skila hagn­aði í ár að með­töldum lok­un­ar­styrkjum þá þurfa þau að greiða tekju­skatt af þeim hagn­aði öll­um. Styrk­ur­inn telst þó ekki til skatt­skyldrar veltu sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt.

Í frum­varpi um fjár­stuðn­ing til minni rekstr­ar­að­ila, sem var birt á vef Alþingis í gær, kemur fram að til að fá lok­un­ar­styrk þurfi rekstr­ar­að­ili að upp­fylla nokkur skil­yrði. Í fyrsta lagi þarf við­kom­andi að hafa verið gert skylt að loka vinnu­stað sínum vegna sam­komu­banns­ins eða að láta af því að sinna þjón­ustu sem hann hefur lífs­við­ur­væri sitt af. 

Í öðru lagi þarf við­kom­andi að sýna fram á að tekjur hans hafi verið að minnsta kosti 75 pró­sent minni í apríl 2020 en í sama mán­uði árið áður. Ef starf­semin hófst eftir 1. apríl 2019 þá eru tekjur hans í apríl 2020 bornar saman við með­al­tekjur á 30 dögum frá því að hann hóf starf­semi og til loka febr­úar 2020. Til að fá lok­un­ar­styrk þarf að hafa haft að minnsta kosti 4,2 millj­ónir króna í tekjur á síð­asta ári, eða 350 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uð­i. 

Það má ekki vera í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta eða skatt­sektir og við­kom­andi má ekki hafa verið tek­inn til slita eða gjald­þrota­skipta. 

Auglýsing
Styrkurinn getur að hámarki orðið 800 þús­und krónur á hvern launa­mann sem starf­aði hjá rekstr­ar­að­il­anum en að hámarki 2,4 millj­ónir króna. Ef rekstr­ar­að­il­inn hefur fengið stuðn­ings­lán þá má lok­un­ar­styrk­ur­inn ekki vera „svo hár að sam­an­lögð fjár­hæð hans og láns­ins verði hærri en hámarks­fjár­hæð stuðn­ings­láns.“

Lítið eft­ir­lit

Stuðn­ings­lán­in, sem verða veitt með 100 pró­sent rík­is­á­byrgð og sem stendur á 1,75 pró­sent vöxt­um, voru líka kynnt í öðrum pakka stjórn­valda í gær og verða lög­fest í sama frum­varpi og lok­un­ar­styrkirn­ir. Þau standa til boða þeim sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­falli  á 60 daga tíma­bili sam­fellt milli 1. mars og 30. sept­em­ber 2020, miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Til að fá þessi lán, sem geta að hámarki numið sex millj­ónum króna en þó í mesta lagi tíu pró­sent af rekstr­ar­tekjum við­kom­andi á síð­asta ári. Tekjur í fyrra þurfa auk þess að hafa verið að minnsta kosti níu millj­ónir króna en í mesta lagi 500 millj­ónir króna. Hér er því um að ræða skýrt afmark­aða fyr­ir­greiðslu til minni fyr­ir­tækja. Það má ekki að hafa greitt út arð, keypt eigin bréf, borgað út óum­samda kaupauka eða greitt af víkj­andi láni fyrir gjald­daga til að fá lán­in. Lán­taki þarf enn fremur að vera í skilum með öll opin­ber gjöld og skatta sem vor komin á eindaga fyrir lok síð­asta árs. Hann má heldur ekki hafa verið tekin til slita né bú hans til gjald­þrota­skipta. Að end­ingu er sett það skil­yrði að ætla megi „á grund­velli hlut­lægra við­miða varð­andi rekstur hans á und­an­gengnu ári, að hann verði rekstr­ar­hæfur þegar bein áhrif heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru og aðgerða stjórn­valda til að verj­ast útbreiðslu hennar eru liðin hjá.“

Lítið sem ekk­ert eft­ir­lit verður með umsóknum lok­un­ar­styrki og stuðn­ings­lán. Þeim sem sækja um þessa fyr­ir­greiðslu verður gert að stað­festa við umsókn að þeir upp­fylli sett skil­yrði fyrir henni, að veittar upp­lýs­ingar séu réttar og að „honum sé kunn­ugt um að það geti varðað álagi, sektum eða fang­elsi að veita rangar eða ófull­nægj­andi upp­lýs­ing­ar.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent