Einskiptisgreiðslur til þess heilbrigðisstarfsfólks sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni við COVID-19 sjúkdóminn og veiruna sem veldur honum eru skattskyldar.
Það þýðir að um og yfir 35 prósent af greiðslu hvers og eins skilar sér aftur til ríkissjóðs í tekjuskatt eða sveitarfélaga vegna útsvarsgreiðslna.
Heildarupphæð framlínugreiðslnanna er einn milljarður króna. Því gæti um 350 milljónir króna skilað sér aftur í opinberar hirslur formi skatta og útsvars.
Skiptist á þrjú þúsund starfsmenn
Í stöðuuppfærslu sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra birti á Facebook vegna greiðslnanna sagði: Ég hef ákveðið að verja um 1,0 milljarði króna í sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana sem starfar undir miklu álagi vegna Covid-19 heimsfaraldursins.[...]Álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks verða í formi eingreiðslna til starfsfólks í framlínunni á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og í heilsugæslunni en útfærslan verður á hendi forstöðumanna hverrar stofnunar. Mikið hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki á mörgum sviðum heilbrigðisþjónustunnar, þar sem starfsaðstæður hafa verið óvenjulegar og krefjandi og hætta á smiti af COVID-19 daglegur veruleiki margra.“
Ég hef ákveðið að verja um 1,0 milljarði króna í sérstakar álagsgreiðslur til starfsfólks sjúkrahúsa og...
Posted by Svandís Svavarsdóttir on Tuesday, April 21, 2020
Í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram til að skapa lagaheimild fyrir þeim útgjöldum sem annar aðgerðarpakki stjórnvalda felur í sér kemur fram að áætlaður fjöldi þess starfsfólks sem gæti fengið þessar sérstöku álagsgreiðslur sé um þrjú þúsund. Standist sú áætlun verður framlínubónus hvers og eins að meðaltali 333 þúsund krónur fyrir skatta.
Í gögnum sem Kjarninn hefur séð kom fram að um tíma hafi staðið til að einskorða greiðslurnar við heilbrigðisstarfsfólk sem hefur þurft að klæðast hlífðarfatnaði. Það skilyrði var hins vegar ekki hluti af þeim aðgerðarpakka sem á endanum var kynntur.