Bónusgreiðslur til þrjú þúsund framlínustarfsmanna verða skattskyldar

Stjórnvöld áætla að sérstakar greiðslur til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum nái til þrjú þúsund manns. Það þýðir að meðalgreiðsla verður 333 þúsund krónur fyrir skatt.

Landspítalinn
Auglýsing

Ein­skipt­is­greiðslur til þess heil­brigð­is­starfs­fólks sem staðið hefur í fram­lín­unni í bar­átt­unni við COVID-19 sjúk­dóm­inn og veiruna sem veldur honum eru skatt­skyld­ar. 

Það þýðir að um og yfir 35 pró­sent af greiðslu hvers og eins skilar sér aftur til rík­is­sjóðs í tekju­skatt eða sveit­ar­fé­laga vegna útsvars­greiðslna. 

Heild­ar­upp­hæð fram­línu­greiðsln­anna er einn millj­arður króna. Því gæti um 350 millj­ónir króna skilað sér aftur í opin­berar hirslur formi skatta og útsvar­s. 

Auglýsing
Greiðslurnar, sem voru kynntar sem hluti af öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar á blaða­manna­fundi leið­toga stjórn­ar­flokk­anna á þriðju­dag, hafa enn ekki verið útfærðar að öðru leyti en að ákveðið hefur verið að heild­ar­um­fang þeirra verði áður­nefnd upp­hæð, einn millj­arður króna. 

Skipt­ist á þrjú þús­und starfs­menn

Í stöðu­upp­færslu sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra birti á Face­book vegna greiðsln­anna sagði: Ég hef ákveðið að verja um 1,0 millj­arði króna í sér­stakar álags­greiðslur til starfs­fólks sjúkra­húsa og heil­brigð­is­stofn­ana sem starfar undir miklu álagi vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins.[...]Á­lags­greiðslur til heil­brigð­is­starfs­fólks verða í formi ein­greiðslna til starfs­fólks í fram­lín­unni á sjúkra­hús­um, heil­brigð­is­stofn­unum og í heilsu­gæsl­unni en útfærslan verður á hendi for­stöðu­manna hverrar stofn­un­ar. Mikið hefur mætt á heil­brigð­is­starfs­fólki á mörgum sviðum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, þar sem starfs­að­stæður hafa verið óvenju­legar og krefj­andi og hætta á smiti af COVID-19 dag­legur veru­leiki margra.“

Ég hef ákveðið að verja um 1,0 millj­arði króna í sér­stakar álags­greiðslur til starfs­fólks sjúkra­húsa og...

Posted by Svan­dís Svav­ars­dóttir on Tues­day, April 21, 2020

Í frum­varpi til fjár­auka­laga sem lagt hefur verið fram til að skapa laga­heim­ild fyrir þeim útgjöldum sem annar aðgerð­ar­pakki stjórn­valda felur í sér kemur fram að áætl­aður fjöldi þess starfs­fólks sem gæti fengið þessar sér­stöku álags­greiðslur sé um þrjú þús­und. Stand­ist sú áætlun verður fram­línu­bónus hvers og eins að með­al­tali 333 þús­und krónur fyrir skatta. 

Í gögnum sem Kjarn­inn hefur séð kom fram að um tíma hafi staðið til að ein­skorða greiðsl­urnar við heil­brigð­is­starfs­fólk sem hefur þurft að klæð­ast hlífð­ar­fatn­aði. Það skil­yrði var hins vegar ekki hluti af þeim aðgerð­ar­pakka sem á end­anum var kynnt­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent