Bónusgreiðslur til þrjú þúsund framlínustarfsmanna verða skattskyldar

Stjórnvöld áætla að sérstakar greiðslur til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum nái til þrjú þúsund manns. Það þýðir að meðalgreiðsla verður 333 þúsund krónur fyrir skatt.

Landspítalinn
Auglýsing

Ein­skipt­is­greiðslur til þess heil­brigð­is­starfs­fólks sem staðið hefur í fram­lín­unni í bar­átt­unni við COVID-19 sjúk­dóm­inn og veiruna sem veldur honum eru skatt­skyld­ar. 

Það þýðir að um og yfir 35 pró­sent af greiðslu hvers og eins skilar sér aftur til rík­is­sjóðs í tekju­skatt eða sveit­ar­fé­laga vegna útsvars­greiðslna. 

Heild­ar­upp­hæð fram­línu­greiðsln­anna er einn millj­arður króna. Því gæti um 350 millj­ónir króna skilað sér aftur í opin­berar hirslur formi skatta og útsvar­s. 

Auglýsing
Greiðslurnar, sem voru kynntar sem hluti af öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar á blaða­manna­fundi leið­toga stjórn­ar­flokk­anna á þriðju­dag, hafa enn ekki verið útfærðar að öðru leyti en að ákveðið hefur verið að heild­ar­um­fang þeirra verði áður­nefnd upp­hæð, einn millj­arður króna. 

Skipt­ist á þrjú þús­und starfs­menn

Í stöðu­upp­færslu sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra birti á Face­book vegna greiðsln­anna sagði: Ég hef ákveðið að verja um 1,0 millj­arði króna í sér­stakar álags­greiðslur til starfs­fólks sjúkra­húsa og heil­brigð­is­stofn­ana sem starfar undir miklu álagi vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins.[...]Á­lags­greiðslur til heil­brigð­is­starfs­fólks verða í formi ein­greiðslna til starfs­fólks í fram­lín­unni á sjúkra­hús­um, heil­brigð­is­stofn­unum og í heilsu­gæsl­unni en útfærslan verður á hendi for­stöðu­manna hverrar stofn­un­ar. Mikið hefur mætt á heil­brigð­is­starfs­fólki á mörgum sviðum heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, þar sem starfs­að­stæður hafa verið óvenju­legar og krefj­andi og hætta á smiti af COVID-19 dag­legur veru­leiki margra.“

Ég hef ákveðið að verja um 1,0 millj­arði króna í sér­stakar álags­greiðslur til starfs­fólks sjúkra­húsa og...

Posted by Svan­dís Svav­ars­dóttir on Tues­day, April 21, 2020

Í frum­varpi til fjár­auka­laga sem lagt hefur verið fram til að skapa laga­heim­ild fyrir þeim útgjöldum sem annar aðgerð­ar­pakki stjórn­valda felur í sér kemur fram að áætl­aður fjöldi þess starfs­fólks sem gæti fengið þessar sér­stöku álags­greiðslur sé um þrjú þús­und. Stand­ist sú áætlun verður fram­línu­bónus hvers og eins að með­al­tali 333 þús­und krónur fyrir skatta. 

Í gögnum sem Kjarn­inn hefur séð kom fram að um tíma hafi staðið til að ein­skorða greiðsl­urnar við heil­brigð­is­starfs­fólk sem hefur þurft að klæð­ast hlífð­ar­fatn­aði. Það skil­yrði var hins vegar ekki hluti af þeim aðgerð­ar­pakka sem á end­anum var kynnt­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent