Icelandair hrynur í verði og stærsti eigandinn selur

Staða Icelandair, sem nú flýgur um fimm prósent af boðaðri flugáætlun, heldur áfram að versna á hverjum degi. Framundan er hlutafjáraukning þar sem félagið ætlar að sækja fé til núverandi hluthafa. Virði bréfa félagsins nálgast nú sögulegt lágmark.

bogi nils bogason
Auglýsing

Gengi bréfa í Icelandair Group hrundi í verði í fyrstu við­skiptum í morg­un, eða um 17,24 pró­sent. Það fór þá niður í 2,4 krónur á hlut sem þýddi að mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins var þá komið í um 13 millj­arðar króna. Það hefur jafnað sig aðeins og er nú 2,55 krónur á hlut, en nálg­ast hratt lægsta gengi sitt frá upp­hafi, sem var 1,9 krónur á hlut í októ­ber 2009.

Hæst reis hluta­bréf í Icelandair Group í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­­­arð króna.

Nokkrar ástæður gætu verið fyrir þess­ari snöggu dýfu í morg­un. 

Á mið­viku­dag sendi félagið frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að það myndi segja upp fleira fólki og breyta skipu­lagi félags­­ins í þessum mán­uði. Mikil óvissa ríki um flug og ferða­­þjón­­ustu næstu mis­s­er­in, hvenær ferða­tak­­mörk­unum verði aflétt og hvenær eft­ir­­spurn muni taka við sér á ný. „Til að bregð­­ast við áfram­hald­andi óvissu, búa stjórn­­endur Icelandair Group félagið undir órætt tíma­bil þar sem starf­­semi þess verður í lág­­marki en sem stendur eru ein­ungis örfá flug í viku í áætlun félags­­ins,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing
Bogi Níls Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, mætti í við­töl í gær þar sem hann ítrek­aði þessi skila­boð. Í sam­tali við RÚV sagði hann: „Við erum í dag að fljúga um fimm pró­sent af okkar flug­á­ætlun og við vitum ekki hversu lengi þetta ástand var­ir, hvort þetta verði þrír, sex eða níu mán­uð­ir. Þannig að við erum bara að búa okkur undir þetta óvissu­tíma­bil og þennan mikla tekju­brest sem við þurfum að bregð­ast við með því að lækka kostn­að­inn til að kom­ast í gegnum þetta og vera í sterkri stöðu þegar eft­ir­spurnin fer að vakna aft­ur.“ Óhjá­kvæmi­legt væri að mikið yrði um upp­sagnir í þessum mán­uði.

Stærsti hlut­haf­inn selur

Hin ástæðan fyrir verð­fall­inu gæti verið sú að í morgun greindi Frétta­blaðið frá því að stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóð­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, hefði selt lítið brot af eign sinni í félag­inu, eða 0,2 pró­sent hlut. PAR Capi­tal keypti sig inn í Icelandair í apríl í fyrra í hluta­fjár­­­aukn­ingu sem þá var fram­­­kvæmd. Sjóð­­­ur­inn greiddi þá á 5,6 millj­­­arða króna fyrir 11,5 pró­­­sent hlut en á nú 13,5 pró­­­sent. Þetta er í fyrsta sinn sem PAR Capi­tal selur í Icelandair frá því að sjóð­ur­inn keypti í félag­in­u. 

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að stjórn­­­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­­styrkja fjár­­­­hag félags­­­­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­­­­­banka og Lands­­­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­­­völdum í því ferli. 

Icelandair Group til­­kynnti svo í síð­­­ustu viku að félagið ætli að ráð­­­ast í hluta­fjár­­­út­­­­­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­­­arfé til hlut­hafa sinna. 

Í ljósi þess að búið er að til­kynna um það að Icelandair ætli sér að sækja meira fé til hlut­hafa þá vekur það athygli að stærsti hlut­haf­inn sé að selja hluti í félag­inu. Virði Icelandair hefur fallið um tæp­lega 70 pró­sent það sem af er þessu ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent