Ríkisstjórn með kynjasjónarmið að leiðarljósi hefði metið aðgerðir sínar út frá jafnrétti

Andrés Ingi Jónsson segir að ef ríkisstjórninni væri alvara með að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi þá hefði hún metið allar aðgerðir sínar vegna COVID-19 faraldursins út frá áhrifum á jafnrétti.

Andrés Ingi Jónsson
Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

„Er jafn­réttið afgangs­stærð?“ spyr Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, í hug­leið­ingum í frétta­bréfi sínu sem hann sendi út í dag.

Hann segir að það skíni oft í gegn hversu mikið vanti upp á þær djúpu grein­ingar sem þyrftu að liggja fyrir áður en póli­tíkin taki ákvarð­an­ir. Þetta hafi komið óvenju vel í ljós varð­andi jafn­rétt­is­mat á áhrifum aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Andrés Ingi bendir á að sama dag og for­sæt­is­ráð­herra sagði að það skipti „miklu máli að við séum með kynja­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi í við­brögðum okkar við Covid 19-far­aldr­in­um“ hafi kveðið við annan tón í grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra. Þar stend­ur: „Fram­an­greindar félags­legar aðgerðir voru metnar út frá áhrifum á jafn­rétti kynj­anna með aðferðum kynj­aðrar fjár­laga­gerð­ar. Æski­legt hefði verið að meta aðrar aðgerðir með sam­bæri­legum hætti en ekki vannst tími til þess fyrir fram­lagn­ingu frum­varps­ins.“

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn segir að ef rík­is­stjórn­inni væri alvara með að hafa kynja­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi þá hefði hún metið allar aðgerðir sínar út frá áhrifum á jafn­rétti. Mat á áhrifum laga­setn­ingar þurfi alltaf að liggja fyr­ir, ekki bara þegar það henti vel. „Þess vegna lagði ég fyrr í vetur fram frum­varp sem myndi skylda ráð­herra til að líta til áhrifa á jafn­rétti kynj­anna – og reyndar líka lofts­lags­á­hrifa laga­setn­ingar – en í dag eru fjár­hags­leg áhrif þau einu sem er skylt að gera grein fyr­ir.“

Stór­und­ar­legar til­lögur inn á milli

Andrés Ingi telur enn fremur að það hafi komið á óvart þegar pakki tvö birt­ist í þess­ari viku að hann hafi ekki verið nema þriðj­ungur af stærð fyrsta pakk­ans. „Á móti kemur að núna eru aðgerð­irnar von­andi hnit­mið­aðri og það eru ýmsar góðar félags­legar áherslur í stuðn­ingi við fólk. Inn á milli eru samt stór­und­ar­legar til­lögur eins og að láta neyt­endur lána ferða­skrif­­stof­um fé, frekar en að finna ein­hverja sam­fé­lags­lega lausn á vanda ferða­skrif­stof­anna,“ skrifar hann.

Þá von­ast hann til að þingið nái að bæta aðgerða­pakk­ann á næstu dög­um, til að mynda með því að meta hags­muni litlu rekstr­ar­að­il­ana í ferða­þjón­ustu „sem virð­ist lítið hafa verið rætt við á fyrri stig­um. Og von­andi fást stjórn­ar­liðar til að taka góðar hug­myndir stjórn­ar­and­stöðu inn í þess­ari umferð, frekar en að fella þær núna og end­ur­vinna þær inn í næsta aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar – eins og gerð­ist síð­ast.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent