Stórnotendur fá afslátt og framkvæmdum við Hvammsvirkjun mögulega flýtt

Viðhalds- og nýframkvæmdum Landsvirkjunar verður flýtt og stórnotendur fá tímabundna afslætti til að mæta þrengingum á mörkuðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins sem nema um 1,5 milljörðum króna.

Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Auglýsing

Lands­virkjun hyggst leggja um 12 millj­arða króna til ýmissa nýfram­kvæmda, end­ur­bóta og við­halds á orku­vinnslu­svæðum á næstu þremur árum, veita tíma­bundna afslætti af raf­orku­verði til við­skipta­vina meðal stórnot­enda ­sem nema um 1,5 millj­örðum króna, und­ir­búa rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni á Suð­ur­landi og Norð­ur­landi í sam­starfi við hag­að­ila í nær­sam­fé­lag­inu og flýta verk­efnum á sviði staf­rænnar þró­un­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Nýlega var til­kynnt að Lands­virkjun myndi greiða 10 millj­arða króna í arð til rík­is­sjóðs í ár, eða meira en tvö­falt hærri upp­hæð en á síð­asta ári. „Með þessum hætti ætlar eitt stærsta fyr­ir­tæki þjóð­ar­innar að ­taka þátt í öfl­ugri við­spyrnu atvinnu­lífs­ins í því átaki sem er fram undan í at­vinnu- og efna­hags­málum eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Á sama tíma verð­ur­ á­fram lögð áhersla á ráð­staf­anir til að tryggja örugga orku­vinnslu í afl­stöðv­um, en orku­vinnslan hefur gengið áfalla­laust,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Lands­virkjun mun veita tíma­bundin úrræði til að koma til­ ­móts við hugs­an­lega rekstr­ar­erf­ið­leika vegna ástands á mörk­uðum í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stórnot­endur fá tíma­bundna sex mán­aða lækkun af kostn­að­ar­verði Lands­virkj­un­ar.  Átta af tíu stórnot­endum fá lækkun sam­kvæmt þessu sem getur þýtt allt að 25% lækkun raf­orku­verðs. Kostn­aður Lands­virkj­un­ar ­vegna afslátta er áætl­aður um 1,5 millj­arðar króna.

Þá verður fram­kvæmdum flýtt og ráð­ist í atvinnu­skap­and­i end­ur­bóta- og við­halds­verk­efni á næstu þremur árum. Meðal nýrra verk­efna eru ­mögu­legar und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir vegna Hvamms­virkj­unar í neð­an­verðri Þjórs­á, s.s. við vega­gerð, brú­ar­smíði og aðstöðu­sköp­un. Þær fram­kvæmdir myndu þó ekki hefj­ast fyrr en á árinu 2021.

Fleiri verk­efni eru í und­ir­bún­ingi svo sem sam­starfs­verk­efn­i um orku­tengda nýsköpun og orku­skipti. Þá munu um 220 nemar fá sum­ar­störf víðs ­vegar um landið á vegum fyr­ir­tæk­is­ins í sum­ar.

Lands­virkjun vinnur yfir 70% af raf­orku lands­manna og rek­ur fimmtán vatns­afls­stöðv­ar, þrjár jarð­varma­stöðvar og tvær vind­myllur á fimm ­starfs­svæðum fyr­ir­tæk­is­ins víðs vegar um land­ið. Öll raf­orku­vinnsla Lands­virkj­unar hefur gengið eftir áætl­un.

Um 80% orkunnar til stórnot­enda

Um 80% allrar raf­orku­fram­leiðslu Lands­virkj­unar er seld til­ stórnot­enda.  Stórnot­endur Lands­virkj­un­ar eru m.a. Alcoa Fjarða­ál, Elkem á Grund­ar­tanga, Norð­urál á Grund­ar­tanga, PCC BakkiSil­icon, Rio Tinto Alcan í Straums­vík auk nokk­urra gagna­ver­a. 

Þjóðin þarf að lyfta grettistaki á kom­andi mán­uðum og árum, til að vinna upp efna­hags­legan skaða af heims­far­aldr­in­um,“ er haft eftir Herð­i ­Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í til­kynn­ing­unni.„Við hjá Lands­virkj­un ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að auð­velda eig­end­um ­fyr­ir­tæk­is­ins þá bar­áttu. Lands­virkjun stendur vel að vígi og mun áfram geta ­tryggt örugga orku­vinnslu með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og unnið að kolefn­is­hlut­leysi 2025. Því til við­bótar grípum við til ýmissa ráð­staf­ana til­ að styðja við við­skipta­vini okk­ar, ráð­ast í atvinnu­skap­andi verk­efni og stuðla að orku­tengdri og lofts­lagsvænni nýsköp­un.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent