Stórnotendur fá afslátt og framkvæmdum við Hvammsvirkjun mögulega flýtt

Viðhalds- og nýframkvæmdum Landsvirkjunar verður flýtt og stórnotendur fá tímabundna afslætti til að mæta þrengingum á mörkuðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins sem nema um 1,5 milljörðum króna.

Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Unnið verður að ýmsum viðhaldsverkefnum á virkjunum Landsvirkjunar næstu árin.
Auglýsing

Lands­virkjun hyggst leggja um 12 millj­arða króna til ýmissa nýfram­kvæmda, end­ur­bóta og við­halds á orku­vinnslu­svæðum á næstu þremur árum, veita tíma­bundna afslætti af raf­orku­verði til við­skipta­vina meðal stórnot­enda ­sem nema um 1,5 millj­örðum króna, und­ir­búa rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni á Suð­ur­landi og Norð­ur­landi í sam­starfi við hag­að­ila í nær­sam­fé­lag­inu og flýta verk­efnum á sviði staf­rænnar þró­un­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Nýlega var til­kynnt að Lands­virkjun myndi greiða 10 millj­arða króna í arð til rík­is­sjóðs í ár, eða meira en tvö­falt hærri upp­hæð en á síð­asta ári. „Með þessum hætti ætlar eitt stærsta fyr­ir­tæki þjóð­ar­innar að ­taka þátt í öfl­ugri við­spyrnu atvinnu­lífs­ins í því átaki sem er fram undan í at­vinnu- og efna­hags­málum eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Á sama tíma verð­ur­ á­fram lögð áhersla á ráð­staf­anir til að tryggja örugga orku­vinnslu í afl­stöðv­um, en orku­vinnslan hefur gengið áfalla­laust,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Lands­virkjun mun veita tíma­bundin úrræði til að koma til­ ­móts við hugs­an­lega rekstr­ar­erf­ið­leika vegna ástands á mörk­uðum í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stórnot­endur fá tíma­bundna sex mán­aða lækkun af kostn­að­ar­verði Lands­virkj­un­ar.  Átta af tíu stórnot­endum fá lækkun sam­kvæmt þessu sem getur þýtt allt að 25% lækkun raf­orku­verðs. Kostn­aður Lands­virkj­un­ar ­vegna afslátta er áætl­aður um 1,5 millj­arðar króna.

Þá verður fram­kvæmdum flýtt og ráð­ist í atvinnu­skap­and­i end­ur­bóta- og við­halds­verk­efni á næstu þremur árum. Meðal nýrra verk­efna eru ­mögu­legar und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir vegna Hvamms­virkj­unar í neð­an­verðri Þjórs­á, s.s. við vega­gerð, brú­ar­smíði og aðstöðu­sköp­un. Þær fram­kvæmdir myndu þó ekki hefj­ast fyrr en á árinu 2021.

Fleiri verk­efni eru í und­ir­bún­ingi svo sem sam­starfs­verk­efn­i um orku­tengda nýsköpun og orku­skipti. Þá munu um 220 nemar fá sum­ar­störf víðs ­vegar um landið á vegum fyr­ir­tæk­is­ins í sum­ar.

Lands­virkjun vinnur yfir 70% af raf­orku lands­manna og rek­ur fimmtán vatns­afls­stöðv­ar, þrjár jarð­varma­stöðvar og tvær vind­myllur á fimm ­starfs­svæðum fyr­ir­tæk­is­ins víðs vegar um land­ið. Öll raf­orku­vinnsla Lands­virkj­unar hefur gengið eftir áætl­un.

Um 80% orkunnar til stórnot­enda

Um 80% allrar raf­orku­fram­leiðslu Lands­virkj­unar er seld til­ stórnot­enda.  Stórnot­endur Lands­virkj­un­ar eru m.a. Alcoa Fjarða­ál, Elkem á Grund­ar­tanga, Norð­urál á Grund­ar­tanga, PCC BakkiSil­icon, Rio Tinto Alcan í Straums­vík auk nokk­urra gagna­ver­a. 

Þjóðin þarf að lyfta grettistaki á kom­andi mán­uðum og árum, til að vinna upp efna­hags­legan skaða af heims­far­aldr­in­um,“ er haft eftir Herð­i ­Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í til­kynn­ing­unni.„Við hjá Lands­virkj­un ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að auð­velda eig­end­um ­fyr­ir­tæk­is­ins þá bar­áttu. Lands­virkjun stendur vel að vígi og mun áfram geta ­tryggt örugga orku­vinnslu með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og unnið að kolefn­is­hlut­leysi 2025. Því til við­bótar grípum við til ýmissa ráð­staf­ana til­ að styðja við við­skipta­vini okk­ar, ráð­ast í atvinnu­skap­andi verk­efni og stuðla að orku­tengdri og lofts­lagsvænni nýsköp­un.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent