Bjarni leggur til frjálsa för fólks milli landa þar sem útbreiðslan er lítil

Bjarni Benediktsson lagði til á fundi leiðtoga íhaldsflokka Norður- og Eystrasaltslanda að þau lönd þar sem gögn sýndu að tekist hefði að ná tökum á útbreiðslu farsóttarinnar myndu skoða frjálsari för ríkisborgara sín á milli.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins á fjarfundinum sem Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stýrði.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins á fjarfundinum sem Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stýrði.
Auglýsing

Við­brögð við COVID-19 og næstu skref voru rædd á fjar­fund­i ­leið­toga íhalds­flokka Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna í morg­un. Öll rík­in hafa gripið til umfangs­mik­illa ráð­staf­ana til að bregð­ast við far­aldr­inum og voru til­slak­anir á þeim aðgerðum til umræðu, segir í til­kynn­ingu um fund­inn á vef Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Á fund­inum lagði Bjarni Bene­dikts­son, for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til að þau lönd þar sem ­gögn sýndu að tek­ist hefði að ná tökum á útbreiðslu far­sótt­ar­innar myndu skoða frjáls­ari för rík­is­borg­ara sín á milli. Undir það var tekið en jafn­fram­t und­ir­strikað að þau ríki sem ættu aðild að ESB þyrftu einnig að fjalla um það á þeim vett­vangi.

Stjórn­völd á Norð­ur­lönd­unum og í Eystra­salts­ríkj­unum hafa lagt drög að til­slök­unum á sótt­varn­ar­að­gerðum á næstu vik­um, en ekki er um ­sam­ræmdar aðgerðir að ræða, segir í til­kynn­ing­unni, enda mis­jafnt til hversu víð­tækra tak­mark­ana hefur verið gripið í hverju landi fyrir sig.

Auglýsing

Erna Sol­berg for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og for­mað­ur­ Hægri­flokks­ins stýrði fjar­fund­in­um. Auk ­Bjarna og Ernu sátu fund­inn Ulf Kristers­son for­maður Modera­terna og leið­tog­i ­stjórn­ar­and­stöð­unnar í Sví­þjóð, Søren Pape for­maður danska Íhalds­flokks­ins, Pett­eri Orpo for­maður Sam­stöðu­flokks Finn­lands (Kokoomus), Hel­ir-­Valdor Seeder ­for­maður eist­neska flokks­ins Isamaa og Edgars Ikstens frá lett­neska flokkn­um Vi­en­otība.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent