Stærsti hluthafi Icelandair minnkar enn við sig – Hlutafjáraukning framundan

Virði bréfa í Icelandair hefur dregist saman um 72 prósent frá því að Par Capital Management keypti í félaginu fyrir ári síðan. Sjóðurinn, sem er stærsti hluthafi flugfélagsins, hefur nú minnkað eignarhlut sinn um 0,5 prósent á skömmum tíma.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­sjóð­­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­sent í 13,2 pró­sent. Fyrst með því að selja 0,2 pró­sent hlut og svo aftur með því að selja 0,3 pró­sent hlut á allra síð­ustu dög­um. 

Þetta má sjá á nýbirtum hlut­haf­alista Icelandair Group þar sem fjöldi hluta­bréfa í eigu PAR Capi­tal Mana­gement, hefur dreg­ist saman um 16,5 millj­ónir frá því í síð­ustu viku.

Salan vekur athygli vegna þess að hluta­bréf í Icelandair Group eru í mik­illi lægð – mark­aðsvirði félags­ins hefur ekki verið lægra frá árinu 2009 – og fyrir dyrum er að félagið sæki stóra hluta­fjár­aukn­ingu til helstu hlut­hafa sinna til að kom­ast í gegnum yfir­stand­andi aðstæð­ur.

Á leið­inni í almennt útboð

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, sem kom út í morgun er greint frá því að Icelandair Group muni fara í almenn hluta­fjár­út­boð í nán­ustu fram­tíð til að tryggja að félagið lifi af þær hremm­ingar sem það er í sem stendur vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Vegna far­ald­urs­ins er Icelandair að fljúga um fimm pró­sent af flug­á­ætlun sinni og í gær sagði félagið upp um tvö þús­und af 4.300 starfs­mönnum sín­um. 

Auglýsing
Þegar PAR Capi­tal Mana­gement keypti í Icelanda­ir, í apríl í fyrra í hluta­fjár­­­aukn­ingu sem þá var fram­­­kvæmd, greiddi sjóð­ur­inn 9,03 krónur á hvern hlut í félag­inu. Við lok við­skipta í gær var það 2,5 krónur á hlut og hafði lækkað um 72 pró­sent á einu ári. Mark­aðsvirði Icelandair í lok gær­dags­ins var 13,6 millj­arðar króna. Þegar það var sem hæst, í apríl 2016, var það 191,5 millj­arðar króna.

Hluta­bréf í Icelandair Group hafa haldið áfram að falla í dag. Virði þeirra hefur ekki verið minna frá árinu 2009. 

Líf­eyr­is­sjóðir verða í lyk­il­hlut­verki

Talið er lík­legt að Icelandair muni sækj­ast eftir allt að 30 millj­örðum króna frá hlut­höfum og nýjum fjár­festum í kom­andi hluta­fjár­út­boði. Auk þess standa yfir þreif­ingar um að ríkið veiti félag­inu lána­línur á mjög góðum kjör­um.

Næst stærsti eig­and­inn í Icelanda­ir, á eftir Par Capi­tal Mana­gement, er Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna með 11,8 pró­­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­fest­ing­ar­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­inu. Þessir líf­eyr­is­­­sjóðir munu þurfa að leggja fram aukið hlutafé eða verða þynntir út í boð­uðu hluta­fjár­­­út­­­­­boði. Þeir munu því leika lyk­il­hlut­verk í end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent