Stærsti hluthafi Icelandair minnkar enn við sig – Hlutafjáraukning framundan

Virði bréfa í Icelandair hefur dregist saman um 72 prósent frá því að Par Capital Management keypti í félaginu fyrir ári síðan. Sjóðurinn, sem er stærsti hluthafi flugfélagsins, hefur nú minnkað eignarhlut sinn um 0,5 prósent á skömmum tíma.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­sjóð­­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­sent í 13,2 pró­sent. Fyrst með því að selja 0,2 pró­sent hlut og svo aftur með því að selja 0,3 pró­sent hlut á allra síð­ustu dög­um. 

Þetta má sjá á nýbirtum hlut­haf­alista Icelandair Group þar sem fjöldi hluta­bréfa í eigu PAR Capi­tal Mana­gement, hefur dreg­ist saman um 16,5 millj­ónir frá því í síð­ustu viku.

Salan vekur athygli vegna þess að hluta­bréf í Icelandair Group eru í mik­illi lægð – mark­aðsvirði félags­ins hefur ekki verið lægra frá árinu 2009 – og fyrir dyrum er að félagið sæki stóra hluta­fjár­aukn­ingu til helstu hlut­hafa sinna til að kom­ast í gegnum yfir­stand­andi aðstæð­ur.

Á leið­inni í almennt útboð

Í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, sem kom út í morgun er greint frá því að Icelandair Group muni fara í almenn hluta­fjár­út­boð í nán­ustu fram­tíð til að tryggja að félagið lifi af þær hremm­ingar sem það er í sem stendur vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Vegna far­ald­urs­ins er Icelandair að fljúga um fimm pró­sent af flug­á­ætlun sinni og í gær sagði félagið upp um tvö þús­und af 4.300 starfs­mönnum sín­um. 

Auglýsing
Þegar PAR Capi­tal Mana­gement keypti í Icelanda­ir, í apríl í fyrra í hluta­fjár­­­aukn­ingu sem þá var fram­­­kvæmd, greiddi sjóð­ur­inn 9,03 krónur á hvern hlut í félag­inu. Við lok við­skipta í gær var það 2,5 krónur á hlut og hafði lækkað um 72 pró­sent á einu ári. Mark­aðsvirði Icelandair í lok gær­dags­ins var 13,6 millj­arðar króna. Þegar það var sem hæst, í apríl 2016, var það 191,5 millj­arðar króna.

Hluta­bréf í Icelandair Group hafa haldið áfram að falla í dag. Virði þeirra hefur ekki verið minna frá árinu 2009. 

Líf­eyr­is­sjóðir verða í lyk­il­hlut­verki

Talið er lík­legt að Icelandair muni sækj­ast eftir allt að 30 millj­örðum króna frá hlut­höfum og nýjum fjár­festum í kom­andi hluta­fjár­út­boði. Auk þess standa yfir þreif­ingar um að ríkið veiti félag­inu lána­línur á mjög góðum kjör­um.

Næst stærsti eig­and­inn í Icelanda­ir, á eftir Par Capi­tal Mana­gement, er Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna með 11,8 pró­­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­fest­ing­ar­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­inu. Þessir líf­eyr­is­­­sjóðir munu þurfa að leggja fram aukið hlutafé eða verða þynntir út í boð­uðu hluta­fjár­­­út­­­­­boði. Þeir munu því leika lyk­il­hlut­verk í end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent