Verðbólgan haggast varla

Verðbólga mælist nú 2,2 prósent og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands frá því í desember í fyrra.

Eitt meginhlutverk Seðlabanka Íslands er að verðbólgan sé að jafnaði sem næst 2,5 prósent verðbólgumarkmiði hans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Eitt meginhlutverk Seðlabanka Íslands er að verðbólgan sé að jafnaði sem næst 2,5 prósent verðbólgumarkmiði hans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Verð­bólga mæld­ist 2,2 pró­sent í apr­íl­mán­uði og hækk­aði um 0,1 pró­sentu­stig milli mán­aða. Hún er enn undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands og hefur verið þar frá því í des­em­ber 2019. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Hag­stofu Íslands segir að matur hafi hækkað um 1,5 pró­sent í mán­uð­inum og verð á nýjum bílum um 2,5 pró­sent en verð á bens­íni og olíum lækkað um 4,6 pró­sent sem togar fast á móti verð­bólgu. Ef hús­næð­islið­ur­inn væri ekki inni í vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, væri hún 1,9 pró­sent. 

Auglýsing
Í sviðs­­myndum Seðla­banka Íslands um efna­hags­­legar afleið­ingar COVID-19 far­ald­­ur­s­ins, sem Seðla­­banki Íslands birti 2. apr­íl, kom fram að lít­ill und­ir­liggj­andi verð­bólgu­þrýst­ingur fylgi þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Þvert á móti býst hann við því að verð­bólgan haldi áfram að hjaðna. Spá hans frá því í febr­­úar gerði ráð fyrir með­­al­verð­­bólgu á árinu upp á 1,9 pró­­sent. Sviðs­­mynd­­irnar nú gera hins vegar ráð fyrir því að hún verði lægri, eða 1,4 til 1,7 pró­­sent. 

Þar ræður miklu að lægra verð á hrá­vöru alþjóð­­lega, sér­­stak­­lega olíu, og sá mikli slaki sem er að skap­­ast á Íslandi toga á móti hefð­bundnum verð­­bólg­u­hvötum eins og geng­is­­falli krón­unn­­ar, sem hækkar veru­lega verð á inn­fluttum vörum eins og  mat og bíl­um.

Verð­­­bólgan fór undir 2,5 pró­­­sent mark­mið Seðla­­­banka Íslands í des­em­ber síð­­­ast­liðnum en hún náði því þar á undan í júní 2018. Frá þeim tíma reis hún hæst í 3,7 pró­­­­sent í des­em­ber 2018. Fyrir sum­arið 2018 hafði verð­bólgan verið undir verð­bólgu­mark­miði frá því í febr­úar 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent