Biden í bobba vegna alvarlegra ásakana

Joe Biden, sem væntanlega verður forsetaframbjóðandi demókrata gegn Donald Trump í haust, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi sem hann er sakaður um að hafa beitt árið 1993. Hann þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað.

Joe Biden, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins nema eitthvað mjög óvænt gerist, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Joe Biden, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins nema eitthvað mjög óvænt gerist, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Auglýsing

„Nei, þetta er ekki satt. Ég segi það for­taks­laust, þetta gerð­ist aldrei nokk­urn­tíma“ sagði Joe Biden í sjón­varps­við­tali á MSNBC í gær, þar sem hann svar­aði alvar­legum ásök­unum konu að nafni Tara Reade í fyrsta skipti frá því að þær komu fram fyrir nokkrum vikum síð­an.

Reade sakar Biden um að hafa beitt sig kyn­ferð­is­of­beldi fyrir 27 árum síð­an, vorið 1993 á göngum þing­húss­ins í Was­hington. Reade starf­aði þar sem aðstoð­ar­maður á skrif­stofu Bidens, sem var á þessum tíma öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur. 

Rea­de, sem er í dag 56 ára göm­ul, sagði í við­tali í hlað­varps­þætti í mars að Biden hefði króað hana af upp við vegg, káfað á henni inn­an­klæða og stungið fingrum sínum í leggöng henn­ar, þvert gegn hennar vilja.

Auglýsing

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa síðan þá reynt að leita stað­fest­ingar á ásök­un­unum og rætt við fólk sem hún umgekkst á þessum tíma. Bróðir Reade og nokkrir vinir hennar hafa sagt fjöl­miðlum að þeir muni eftir því að hún hafi rætt málið við þá á sínum tíma með þeim hætti sem hún lýsir nú, en yfir­menn hennar og sam­starfs­menn í þing­hús­inu muna ekki til þess að hún hafi nokkru sinni lýst atviki sem þessu.



Vitn­is­burðir þeirra sem rætt hefur verið við styðja þannig ýmist við ásökun Reade eða renna stoðum undir neitun Bidens. Ljóst er þó, eins og oft­ast í svona mál­um, að ein­ungis þau tvö geta vitað hver sann­leik­ur­inn í reynd er.

Eitt af því sem styður við sögu Reade er einnig það að hún var vissu­lega í hópi kvenna sem stigu fram með kvart­anir í garð Biden síð­asta vor, um að hann hefði faðmað þær eða snert á óþægi­lega vegu í gegnum tíð­ina.

Ásökun hennar á hendur Biden um kyn­ferð­is­brot kom þó ekki fram fyrr en núna í mars­mán­uði, en Reade segir sjálf að hún hafi áður reynt að koma þess­ari sögu sinni á fram­færi við fjöl­miðla, sem hafi ekki viljað birta frá­sögn henn­ar.

Hvað sem rétt reyn­ist í þessu máli er ljóst að það gæti orðið óþægi­legt í meira lagi fyrir Biden, sem hefur í gegnum tíð­ina stillt sér upp sem bar­áttu­manni gegn kyn­bundnu ofbeldi. Það er búið að taka fram­boðsteymi hans margar vikur að ákveða hvernig hann eigi að svara fyrir ásök­un­ina og demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því að málið gæti orðið honum til vansa í kom­andi bar­áttu við Don­ald Trump. 

Leitað að skjali sem kannski er til en kannski ekki

Reade segir að hún hafi kvartað undan fram­ferði Biden við mannauðs­deild þings­ins eftir atvikið árið 1993, en segir sjálf að hún hafi að vísu ein­ungis kvartað undan áreiti (e. harass­ment) en ekki þeirri kyn­ferð­is­árás (e. assault) sem hafi þó átt sér stað. 

Biden sagði í gær að ef Reade hefði virki­lega kvartað undan atvik­inu, eins og hún heldur fram, myndi það skjal finn­ast í þjóð­skjala­safni Banda­ríkj­anna. Í yfir­lýs­ingu sem Biden birti í gær kall­aði hann eftir því að þjóð­skjala­safnið leit­aði að kvörtun­inni sem Reade seg­ist hafa lagt fram. Þjóð­skjala­safnið svar­aði for­seta­fram­bjóð­and­anum síð­degis í gær og sagð­ist ekki hafa gögn um starfs­manna­mál þings­ins. Slík gögn væru í höndum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Fram­boð Bidens hefur beðið um frek­ari leit þar.

„Ég er hand­viss um að það er ekki neitt. Ég er ekki með neinar áhyggjur af því. Ef það er kvörtun, þá væri hún þar, þar væri hún skjöl­uð. Og ef hún er þarna, birtið hana. En ég hef aldrei séð hana. Eng­inn hefur séð hana, svo ég viti til, sagði Biden í við­tal­inu við MSNBC í gær.

En ýmsir kalla nú eftir því að Biden taki af allan vafa um hvort þetta skjal sé til og leyfi leit í öðrum skjölum en þeim sem þjóð­skjala­safnið eða þingið geym­ir. Árið 2012 ánafn­aði Biden Delaware-há­skóla skjöl sín frá 36 ára löngum þing­ferl­in­um, ein­hverja 2.000 kassa af skjölum og 400 gíga­bæt af raf­rænum gögn­um. Ekki stendur til að gera skjölin opin­ber fyrr en Biden hættir í stjórn­mál­um.

Hann neit­ar, enn sem komið er, að leyfa leit í þessum skjölum og segir úti­lokað að ein­hver gögn um starfs­manna­mál skrif­stofu hans hefðu ratað þang­að. Biden sagði í gær að í skjöl­unum væru við­kvæm gögn frá stjórn­mála­ferli hans, sem and­stæð­ingar hans gætu nýtt gegn honum í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu.

Rit­nefnd New York Times skrif­aði um þetta í gær og sagði að Biden og Demókra­ta­flokk­ur­inn yrðu að taka af allan vafa um málið og leyfa óháðri nefnd að fara í gegnum skjala­safnið í Delaware. 

„Jafn­vel þó að vissa muni ekki nást í þessu máli á banda­ríska þjóðin skilið að fá að vita að hann og Demókra­ta­flokk­ur­inn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leiða sann­leik­ann í ljós,“ segir í grein rit­nefnd­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent