Fólk megi ekki missi þakið ofan af sér – og verði að geta búið til ný tækifæri

Þingmaður Pírata telur að framkvæma þurfi „tvær mjög einfaldar aðgerðir“ sem leggi línurnar til framtíðar. Hann segir að ríkissjóður sé nú að hella ofan í ástandsholu.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að tvennt þurfi nauð­syn­lega að ger­ast sem fyrst vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Í fyrsta lagi fjallar hann um öryggi heim­il­anna. „Það þarf að koma í veg fyrir nauð­ung­ar­sölur á meðan versta ástandið gengur yfir. Eftir það ætti hið opin­bera að nýta sér for­kaups­rétt á nauð­ung­ar­sölum til þess að taka yfir hús­næð­is­lán og ger­ast lán­veit­andi í ein­hvern tíma þangað til end­ur­fjár­mögnun hús­næðis fæst frá annarri lána­stofn­un,“ skrifar hann.

Til við­bótar við þetta þurfi skýrar aðgerðir fyrir leigj­endur og leigu­mark­að­inn. Þó sé ekki ólík­legt að leigu­mark­að­ur­inn „lag­færi sjálfan sig eitt­hvað á næstu mán­uðum út af fækkun skamm­tíma­leig­u“. Þó þurfi að fylgj­ast vel með á þeim vett­vangi.

Auglýsing

Þarf að hugsa til næstu mán­aða

Í öðru lagi telur þing­mað­ur­inn að hugsa þurfi strax hvað ger­ist næst. „Í augna­blik­inu er rík­is­sjóður að hella ofan í ástands­hol­una. Bless­un­ar­lega var hlustað á ábend­ingar stjórn­ar­and­stöð­unnar um aukn­ingar í nýsköpun þar sem tæki­færi fram­tíð­ar­innar munu koma til með að verða til. Það þarf hins vegar líka að hugsa um allra næstu mán­uði. Það væri til dæmis hægt að leggja til upp­bygg­ingar út um allt land á aðstöðu eins og Blá­bank­inn á Þing­eyri er með. Aðstöðu fyrir staf­rænar smiðjur og vett­vang fyrir nýsköp­un­ar­sam­vinnu almenna og opin­bera mark­að­ar­ins. Nokk­urs konar PPP (pri­vate, public partners­hip) nýsköp­un­ar­hrað­all þar sem allir sem eru á atvinnu­leys­is­bótum geta komið og fengið tæki­færi til þess að vinna að ein­hverjum verk­efn­um, sínum eigin eða ann­arra, án þess að missa bæt­urnar (þrátt fyrir að ein­hverjar tekjur fengjust út úr þeim verk­efnum sem þar myndu skapast).“

Hann segir að frá­bært væri að fá fólk til þess að koma saman og leggja lín­urnar til fram­tíðar fyrir hvert nær­sam­fé­lag fyrir sig. Til þess þurfi vett­vang sem eðli­legt sé að hið opin­bera útvegi á ein­hvern hátt.

„Þetta eru tvær mjög ein­faldar aðgerðir sem leggja lín­urnar til fram­tíð­ar. Að fólk missi ekki þakið ofan af sér og fær vett­vang til þess að búa til ný tæki­færi,“ skrifar hann að lok­um.

Tvennt sem þarf nauð­syn­lega að ger­ast sem fyrst. 1. Öryggi heim­il­anna. Það þarf að koma í veg fyrir nauð­ung­ar­sölur á...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Monday, May 4, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent