Yfir tuttugu milljarða ávinningur af starfsemi VIRK

20,5 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2019 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling nam yfir 14 milljónum króna. Rekstrarkostnaður VIRK nam 3,4 milljörðum sama ár.

1. maí 2019
Auglýsing

Ávinn­ingur á hvern útskrif­aðan ein­stak­ling hjá VIRK nam 14,4 millj­ónum króna árið 2019 en af allri starf­sem­inni var ávinn­ing­ur­inn 20,5 millj­arð­ar. Hvoru tveggja jókst milli ára. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá VIRK í dag.

Vig­dís Jóns­dóttir fram­kvæmda­stjóri fór yfir nið­ur­stöður skýrslu sem Talna­könnun vann fyrir stjórn VIRK á árs­fundi VIRK þann 28. apríl síð­ast­lið­inn. Þar kom fram að rekstr­ar­kostn­aður VIRK hefði numið 3,4 millj­örðum sama ár.

Í skýrsl­unni var einnig reikn­aður með­al­sparn­að­ur, ávinn­ingur sam­fé­lags­ins af virkni ein­stak­ling­anna, á hvern útskrif­aðan ein­stak­ling frá VIRK og nam hann 14,4 millj­ónum króna á árinu 2019, einnig reiknað á föstu verð­lagi, að því er fram kemur hjá VIRK.

Auglýsing

Mynd: VIRK

Ábat­inn skilar sér til Trygg­inga­stofn­unar

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að þetta sé sjö­unda árið í röð sem VIRK fær Talna­könnun til að greina árangur og ávinn­ing af starf­semi sinni. „Sem fyrr var unnið útfrá óper­sónu­grein­an­legum upp­lýs­ingum úr gagna­grunni VIRK um þá ein­stak­linga sem útskrif­uð­ust úr þjón­ustu VIRK árin 2013 til 2019 auk þess að unnið var með upp­lýs­ingar líf­eyr­is­sjóða um með­al­laun. Fund­inn var mæli­kvarði á sparnað af starf­semi VIRK sem tekur mið af raun­veru­legum árangri, árangri sem felst í að flýta end­ur­hæf­ingu, stytta tíma­bil óvinnu­færni ein­stak­linga og minnka tíðni örorku.“

Þá segir að sýnt sé fram á í skýrsl­unni að ábat­inn af starfsend­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu á vegum VIRK skili sér til Trygg­inga­stofn­un­ar, líf­eyr­is­sjóða og rík­is­ins í formi auk­inna skatt­tekna. Ofan á þetta komi svo bættur hagur ein­stak­linga, bæði fjár­hags­legur auk þeirra lífs­gæða sem fel­ast í því að geta tekið fullan þátt í sam­fé­lag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent