Sjálfstæðisflokkurinn nánast kominn í kjörfylgi og VG eru jafn stór og Samfylking

Allir stjórnarflokkarnir þrír bæta við sig fylgi milli mánaða en allir stjórnarandstöðuflokkar nema Píratar, sem standa nánast í stað, tapa fylgi.

Bjarni Benediktsson getur brosað yfir fylgisaukningu síns flokks undanfarið.
Bjarni Benediktsson getur brosað yfir fylgisaukningu síns flokks undanfarið.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 25,1 pró­sent fylgi í nýjasta þjóð­ar­púlsi Gallup. Hann hefur ekki mælst með meira fylgi í skoð­ana­könn­unum Gallup frá því í októ­ber 2018 og fylgið nú er nán­ast það sem flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum í síð­ustu kosn­ing­um, þegar 25,3 pró­sent atkvæða féllu honum í skaut. 

Sam­fylk­ingin tapar fylgi milli mán­aða og mælist nú með 13,8 pró­sent stuðn­ing. Sama hlut­fall aðspurðra myndi kjósa Vinstri græn ef kosið yrði í dag og sá flokkur bætir við sig fylgi aðra könn­un­ina í röð.

Píratar mæl­ast með 10,4 pró­sent fylgi og Við­reisn með tíu pró­sent, sem er mjög svipað og fyrir rúmum mán­uði. Mið­flokk­ur­inn fer niður fyrir tveggja stafa tölu í fylgi í fyrsta sinn frá því í apríl í fyrra, en fylgi hans mælist 9,9 pró­sent. 

Auglýsing
Eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem virð­ist ekki vera að græða umtals­vert fylgi á þeim aðstæðum sem eru uppi er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem mælist með 8,4 pró­sent stuðn­ing. 

Hvorki Flokkur fólks­ins, sem mælist með 4,4 pró­sent fylgi, né Sós­í­alista­flokk­ur­inn, með fjögur pró­sent fylgi, eru lík­legir til að ná inn manni á þing eins og staðan er í dag. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist 61 pró­sent og hefur ekki mælst meiri síðan í febr­úar 2018. 

Frá þjóð­ar­púls­inum er greint á vef RÚV.

Sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna er 47,3 pró­sent sem er tölu­vert undir kjör­fylgi þeirra, enda mæl­ast þeir allir þrír með minna fylgi en þeir fengu haustið 2017. 

Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn mæl­ast sam­an­lagt með 34,2 pró­sent fylgi sem er 6,2 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­arnir þrír fengu í síð­ustu kosn­ing­um. 

Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins mæl­ast með minna fylgi í dag en þeir fengu í kosn­ing­unum 2017. 

Í frétt RÚV um könn­un­ina segir að tæp­lega ell­efu pró­sent aðspurðra hafi sagst ætla að skila auðu eða ekki kjósa og rúm­lega tólf pró­sent tóku ekki afstöðu eða neit­uðu að gefa hana upp.

Þjóð­ar­púls Gallup var gerður dag­ana 30. mars til 3. maí 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 11.028 manns og 55,7 pró­sent tóku þátt. Vik­mörk við fylgi flokka eru 0,1-1,2 pró­sentu­stig. Ein­stak­lingar í úrtak­inu voru handa­hófs­valdir úr við­horfa­hópi Gallup.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent