Sex árum eftir að lög um kynjakvóta tóku gildi var markmiðum þeirra enn ekki náð

Samkvæmt lögum sem tóku gildi haustið 2013 ber að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórnum sé ekki undir 40 prósent. Um síðustu áramót var hlutfall kvenna í stjórnum stærri fyrirtækja 34,7 prósent.

Konum hefur fjölgað við stjórnarborð íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þær eru samt sem áður færri en lög gera ráð fyrir.
Konum hefur fjölgað við stjórnarborð íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þær eru samt sem áður færri en lög gera ráð fyrir.
Auglýsing

Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja hefur aldrei náð því að vera í sam­ræma við lög sem sam­þykkt voru árið 2010 um kynja­kvóta. Þau tóku gildi í sept­em­ber 2013. Sam­kvæmt lög­unum ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­menn að tryggja að hlut­fall hvors kyns í stjórnum sé ekki undir 40 pró­sent­um. Árið 2007 hafði það hlut­fall verið 12,7 pró­sent. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu, sem þáver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra lagði fram, sagði að mark­mið þess værið að stuðla að jafn­ari hlut­föllum kvenna og karla í áhrifa­stöðum í hluta­fé­lögum og einka­hluta­fé­lögum með auknu gagn­sæi og greið­ari aðgangi að upp­lýs­ing­um“. 

Í árs­lok 2017 var það 32,6 pró­sent. Ári síðar var það orðið 33,6 pró­sent og um síð­ustu ára­mót var að 34,7 pró­sent, sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un. Rúmum sex árum eftir að lögin um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku gildi hafði mark­mið lag­anna aldrei náðst.

Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega er enn lægra, eða 26,1 pró­sent, og hækk­aði um 0,2 pró­sentu­stig frá fyrra ári.

Hlut­fall kvenna í stöðu fram­kvæmda­stjóra hækk­aði lít­il­lega á milli ára og er nú 23 pró­sent. Hlut­fall kvenna í stöðu stjórn­ar­for­manna var 24,3 pró­sent í lok árs 2019.

Karlar stýra þorra pen­inga á Íslandi

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Sú síð­asta var birt í byrjun mars síð­ast­lið­ins og var sú sjö­unda sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Auglýsing
Í ár náði hún til 96 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, raf­eyr­is­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. 

Nið­ur­staðan var sú að 83 þeirra eru karlar en þrettán eru kon­ur. Konum fjölg­aði um þrjár á milli ára en körlum um fjóra, vegna ýmissa breyt­inga sem orðið höfðu á eft­ir­lits­skyldum aðilum á árinu. Hlut­fall kvenna á meðal helstu stjórn­enda fjár­magns á Íslandi fór með því úr 11,1 pró­sent í 13,5 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. 

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir sam­tals þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Frá því að Kjarn­inn gerði úttekt sína fyrst hefur kon­unum sem hún nær til fjölgað um helm­ing, farið úr sex í tólf. Körlunum hefur hins vegar líka fjölg­að, alls um tvo, og eru nú líkt og áður sagði 84. Og hlut­falls­lega bilið milli þeirra ekki lækkað sem neinu nem­ur.

Ef 16 af stærstu einka­fjár­festum lands­ins eru einnig taldir með þá breyt­ist myndin aðeins. Körlunum fjölg­aði í 100 en kon­urnar voru 16. Hlut­fall kvenna fer því upp í 16 pró­sent. 

Hægt er að lesa úttekt Kjarn­ans hér til hlið­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent