Sex árum eftir að lög um kynjakvóta tóku gildi var markmiðum þeirra enn ekki náð

Samkvæmt lögum sem tóku gildi haustið 2013 ber að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórnum sé ekki undir 40 prósent. Um síðustu áramót var hlutfall kvenna í stjórnum stærri fyrirtækja 34,7 prósent.

Konum hefur fjölgað við stjórnarborð íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þær eru samt sem áður færri en lög gera ráð fyrir.
Konum hefur fjölgað við stjórnarborð íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þær eru samt sem áður færri en lög gera ráð fyrir.
Auglýsing

Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja hefur aldrei náð því að vera í sam­ræma við lög sem sam­þykkt voru árið 2010 um kynja­kvóta. Þau tóku gildi í sept­em­ber 2013. Sam­kvæmt lög­unum ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­menn að tryggja að hlut­fall hvors kyns í stjórnum sé ekki undir 40 pró­sent­um. Árið 2007 hafði það hlut­fall verið 12,7 pró­sent. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu, sem þáver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra lagði fram, sagði að mark­mið þess værið að stuðla að jafn­ari hlut­föllum kvenna og karla í áhrifa­stöðum í hluta­fé­lögum og einka­hluta­fé­lögum með auknu gagn­sæi og greið­ari aðgangi að upp­lýs­ing­um“. 

Í árs­lok 2017 var það 32,6 pró­sent. Ári síðar var það orðið 33,6 pró­sent og um síð­ustu ára­mót var að 34,7 pró­sent, sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un. Rúmum sex árum eftir að lögin um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku gildi hafði mark­mið lag­anna aldrei náðst.

Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega er enn lægra, eða 26,1 pró­sent, og hækk­aði um 0,2 pró­sentu­stig frá fyrra ári.

Hlut­fall kvenna í stöðu fram­kvæmda­stjóra hækk­aði lít­il­lega á milli ára og er nú 23 pró­sent. Hlut­fall kvenna í stöðu stjórn­ar­for­manna var 24,3 pró­sent í lok árs 2019.

Karlar stýra þorra pen­inga á Íslandi

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Sú síð­asta var birt í byrjun mars síð­ast­lið­ins og var sú sjö­unda sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Auglýsing
Í ár náði hún til 96 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, raf­eyr­is­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. 

Nið­ur­staðan var sú að 83 þeirra eru karlar en þrettán eru kon­ur. Konum fjölg­aði um þrjár á milli ára en körlum um fjóra, vegna ýmissa breyt­inga sem orðið höfðu á eft­ir­lits­skyldum aðilum á árinu. Hlut­fall kvenna á meðal helstu stjórn­enda fjár­magns á Íslandi fór með því úr 11,1 pró­sent í 13,5 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. 

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir sam­tals þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Frá því að Kjarn­inn gerði úttekt sína fyrst hefur kon­unum sem hún nær til fjölgað um helm­ing, farið úr sex í tólf. Körlunum hefur hins vegar líka fjölg­að, alls um tvo, og eru nú líkt og áður sagði 84. Og hlut­falls­lega bilið milli þeirra ekki lækkað sem neinu nem­ur.

Ef 16 af stærstu einka­fjár­festum lands­ins eru einnig taldir með þá breyt­ist myndin aðeins. Körlunum fjölg­aði í 100 en kon­urnar voru 16. Hlut­fall kvenna fer því upp í 16 pró­sent. 

Hægt er að lesa úttekt Kjarn­ans hér til hlið­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent