Bjarni: Þeir sem ekki sjá skort á svigrúmi eru ekki raunveruleikatengdir

Þingflokksformaður Pírata segir að augljóslega sé ekki í forgangsröðun hjá ríkisstjórninni að greiða þeim stéttum sem sinna ómissandi þjónustu í samfélaginu mannsæmandi laun. Fjármálaráðherra segir það þvælu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun hvort hann væri að hóta þeim stéttum sem nú standa í kjara­bar­áttu að ef þær féllu ekki frá kröfum sínum myndi hann segja upp lífs­kjara­samn­ing­un­um. „Ætla stjórn­völd ekki að standa við lífs­kjara­samn­ing­ana í þeirri fjár­mála­á­ætlun sem von er á fljót­lega?“ spurði hún.

Hún vís­aði í orð ráð­herra í kvöld­fréttum á RÚV í vik­unni þar sem hann sagði að for­send­urnar fyrir lífs­kjara­samn­ingnum stæðu óskap­lega tæpt. Hann sagði að það væri ákveðið krafta­verk að samn­ing­arnir héldu enn og að enn væri tekið mið af þeim við gerð nýrra kjara­samn­inga.

Bjarni kom í pontu og spurði hvar Hall­dóra hefði verið og hvort menn átt­uðu sig ekki á því hvað væri að ger­ast á Íslandi. „Við erum að tapa á þessu ári, umfram það sem við héldum að yrði halli árs­ins, 250 millj­örðum eða álíka, tvö­faldri fjár­hæð sem við ætl­uðum til árs­ins 2033 að setja í höf­uð­borgar­pakka. Þar þótti mönnum nóg að gert,“ sagði hann.

Auglýsing

Erum í varn­ar­bar­áttu

Bjarni sagð­ist ekki vita hvað hann gæti gert fólki til hjálpar sem skildi ekki hvað hefði breyst. „Það sem ég sagði um lífs­kjara­samn­ing­ana, sem hæst­virtur þing­maður heldur að rík­is­stjórnin hafi skrifað undir og sé aðili að en er ekki, er að lífs­kjara­samn­ing­arnir voru gerðir með stuðn­ingi stjórn­valda milli aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Það er ekki á verk­sviði stjórn­valda að segja þeim upp eins og hæst­virtur þing­maður spurði mig um.“

Þessir samn­ingar hefðu verið gerðir á þeim for­sendum sem fólk hefði haft á þeim tíma um fram­vindu efna­hags­mála. „Það sem ég hef sagt um þetta mál er að við höf­um, þrátt fyrir að þær for­sendur hafi breyst í grund­vall­ar­at­riðum fram á þennan dag, enn verið að gera samn­inga sem taka mið af þessu. Samn­ingar sem ekki hafa tek­ist hafa haft það merki á sér, sem sagt við­ræð­urnar um þá samn­inga, að þar er farið fram á meira en lífs­kjara­samn­ing­arnir rúm­uðu. Það er óraun­hæft. Þeir sem ekki sjá það eru ekki að fylgj­ast með. Þeir sem ekki sjá að ekki er svig­rúm til að ganga lengra en lífs­kjara­samn­ing­arnir í nýjum kjara­samn­ingum eru ein­fald­lega ekki raun­veru­leika­tengd­ir,“ sagði Bjarni.

Hann bætti því við að við værum í varn­ar­bar­áttu. „Við erum að reyna að verja það sem var gert í lífs­kjara­samn­ing­unum og það stendur tæpt. Það stendur tæpt þegar 50.000 manns eru komin á atvinnu­leys­is­skrá í milli­tíð­inn­i.“

Snýst um for­gangs­röðun

Hall­dóra sagði í fram­hald­inu að hún átt­aði sig á ástand­inu, þetta sner­ist ein­fald­lega um for­gangs­röð­un. „Þetta snýst bara um hug­mynda­fræði, þetta snýst um hvernig þú for­gangs­raðar verk­efnum sem á að setja fjár­magn í. Og það á aug­ljós­lega ekki að for­gangs­raða því að greiða hér mann­sæm­andi laun fyrir þær stéttir sem við höfum séð und­an­farið að sam­fé­lagið bók­staf­lega hrynur án þeirra. Það hrynur án þeirra.“

Halldóra Mogensen Mynd: Skjáskot/Alþingi

Hún sagð­ist enn fremur vera að benda á að svig­rúmið hefði verið gríð­ar­legt. „Jú, þetta er varn­ar­bar­átta en við erum að reyna að verja grunn­stoðir sam­fé­lags­ins og það eru þessir hópar sem sinna þessum störf­um. Grunn­stoðir sam­fé­lags­ins, við viljum verja þær. Og snýr að því að greiða hér almenni­leg laun,“ sagði hún.

Elur á óánægju, streitu og veik­indum að meta fólk ekki að verð­leikum

Hall­dóra spurði því hvernig stæði á því að svig­rúmið væri enda­laust þegar kæmi að björg­un­ar­að­gerðum fyrir fyr­ir­tæki í þeirri varn­ar­bar­áttu en þegar kæmi að varn­ar­bar­áttu fyrir grunn­stoðir sam­fé­lags­ins og fyrir fólk sem ynni ómissandi þjón­ustu í sam­fé­lag­inu þá væri svig­rúmið ekki neitt.

„Þetta elur á óánægju, streitu og veik­indum að meta fólk ekki að verð­leik­um. Þetta grefur undan grunn­stoðum sam­fé­lags­ins og ég spyr hæst­virtan fjár­mála­ráð­herra: Hvað kostar það inn í fram­tíð­ina?“ spurði hún.

„Þetta er bara algjör þvæla“

Bjarni svar­aði öðru sinni og spurði á móti í hvað Hall­dóra héldi að þessir 250, kannski 300 millj­arðar í halla á rík­is­sjóði á þessu ári, færu í nema að borga opin­berum starfs­mönnum laun, að styðja við almanna­trygg­inga­kerf­ið, félags­legu kerfin og standa með húsa­leigu­bót­um.

Hann hvatti Hall­dóru til að kynna sér það hvernig útgjöld rík­is­ins skipt­ust. „Við erum einmitt að for­gangs­raða í það að verja opin­bera þjón­ustu, sam­neysl­una, á þessum gríð­ar­lega erf­iðu tímum og við tökum lán fyrir þessu öllu sam­an. Við tökum lán fyrir því að verja opin­beru þjón­ust­una. Þá kemur hv. þing­maður og segir að vegna þess að við viljum ekki gera kjara­samn­inga sem eru umfram for­sendur lífs­kjara­samn­inga við ein­hverjar til­teknar stéttir þá séum við ekki að for­gangs­raða rétt. Þetta er bara algjör þvæla,“ sagði ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent