Strætó segir „ekki verjandi“ að aka tómum vögnum um göturnar

Framkvæmdastjóri Strætó segir að það sé „ekki verjandi“ að aka um með vagnana tóma. Eftirspurn eftir strætóferðum hefur hríðfallið á farsóttartímum og aukist takmarkað í þessari viku. Neytendasamtökin gagnrýna þjónustuskerðingu fyrirtækisins.

Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Auglýsing

Jóhannes Svavar Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. segir við Kjarn­ann að eft­ir­spurn eftir stræt­ó­ferðum hafi ekki auk­ist nema lít­il­lega frá því að slakað var á sam­komu­bann­inu í upp­hafi vik­unn­ar, en eft­ir­spurnin hafi fallið um 65 pró­sent eftir að far­sóttin fór að geisa í upp­hafi mars­mán­að­ar. Ekki sé verj­andi að aka tómum vögnum um göt­urn­ar.

Neyt­enda­sam­tökin gagn­rýna Strætó harð­lega í færslu á vef sam­tak­anna í dag og segir Breki Karls­son for­maður þeirra í sam­tali við Kjarn­ann að kvart­anir hafi borist frá neyt­endum vegna skertrar þjón­ustu, en Strætó hefur ekið um eftir laug­ar­dags­á­ætlun sinni und­an­farnar vik­ur, sem þýðir að ferða­tíðni er skert og sumar leiðir aka alls ekki. Þó byrjar akst­ur­inn fyrr á morgn­ana en í venju­legri laug­ar­dags­á­ætl­un.

Neyt­enda­sam­tökin gagn­rýna að Strætó hafi ekki svarað fyr­ir­spurnum þeirra um málið og hver réttur neyt­enda sé vegna skertrar þjón­ustu. „Núna þegar búið er að lyfta sam­komu­bann­inu og fólk er að mæta í vinnu og fara í skóla og svo­leiðis hníga engin rök að því að halda áfram að bjóða upp á skerta þjón­ustu. Við höfum sent fyr­ir­spurnir á Strætó sem við höfum ekki fengið svör við,“ ­segir Breki.

Auglýsing

Hann segir einnig að svo virð­ist sem um hag­ræð­ing­ar­að­gerð sé að ræða hjá Strætó, sem komi ekki far­sótt­inni við. Alla­vega taka sam­tökin því þannig, þar til Strætó svari fyr­ir­spurn sam­tak­anna um stöðu neyt­enda.

Jóhannes segir að það sé „ekki verj­andi“ að aka um um með vagn­ana tóma vagna og því verði áfram um sinn ekið eftir laug­ar­dags­á­ætl­un, en þó með „fullt af auka­vögnum úti“ til að tryggja að hægt sé að virða þær tak­mark­anir sem eru í gildi vegna sótt­varna­ráð­staf­ana, en ein­ungis 30 manns mega vera í sama vagni þessa dag­ana.

Strætó horfir fram á 420 til 610 millj­óna króna tekju­tap vegna far­ald­urs­ins

Á stjórn­ar­fundi Strætó bs. 17. apríl greindi Jóhannes frá því að gert sé ráð fyrir því að tekjur árs­ins verði 420 til 610 millj­ónum lægri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Það mat byggði á þeirri sviðs­mynd að þjón­ustu­stig yrði komið í eðli­legt horf í síð­asta lagi í ágúst.

Neytendasamtökin birtu þessa mynd á vef sínum í dag.

Í fund­ar­gerð­inni sagði að til stæði að færa leiða­kerfið í fyrra horf á næstu vikum og skipa sér­stakan vinnu­hóp til þess að fara yfir hvernig það verði mögu­legt.

Jóhannes segir að eft­ir­spurnin verði að rísa nokkuð til þess að akst­urs­á­ætl­unin taki breyt­ing­um. Aðspurður segir hann að fáir not­endur Strætó hafi kvartað til fyr­ir­tæk­is­ins að und­an­förnu, kannski einn til tveir á dag, og það hafi aðal­lega verið ábend­ingar um að of margir séu í vögn­un­um. Ekki hafi borið á mik­illi óánægju með skerta ferða­tíðni.

Breki segir að slíkar kvart­anir hafi borist til Neyt­enda­sam­tak­anna og einnig kvart­anir yfir því að 30 far­þega reglan hafi verið brot­in. 

Í dag birta Neyt­enda­sam­tökin mynd sem félags­maður tók í þétt­setnum stræt­is­vagni, að þeirra sögn í þess­ari viku.

„Fé­lags­mað­ur­inn taldi a.m.k. 33 far­þega, en Strætó er ein­ungis heim­ilt að ferð­ast með 30 manns. Vand­inn krist­all­ast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferð­ast með hverjum og einum þeirra en áður,“ segir í færslu Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent