Strætó segir „ekki verjandi“ að aka tómum vögnum um göturnar

Framkvæmdastjóri Strætó segir að það sé „ekki verjandi“ að aka um með vagnana tóma. Eftirspurn eftir strætóferðum hefur hríðfallið á farsóttartímum og aukist takmarkað í þessari viku. Neytendasamtökin gagnrýna þjónustuskerðingu fyrirtækisins.

Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Auglýsing

Jóhannes Svavar Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. segir við Kjarn­ann að eft­ir­spurn eftir stræt­ó­ferðum hafi ekki auk­ist nema lít­il­lega frá því að slakað var á sam­komu­bann­inu í upp­hafi vik­unn­ar, en eft­ir­spurnin hafi fallið um 65 pró­sent eftir að far­sóttin fór að geisa í upp­hafi mars­mán­að­ar. Ekki sé verj­andi að aka tómum vögnum um göt­urn­ar.

Neyt­enda­sam­tökin gagn­rýna Strætó harð­lega í færslu á vef sam­tak­anna í dag og segir Breki Karls­son for­maður þeirra í sam­tali við Kjarn­ann að kvart­anir hafi borist frá neyt­endum vegna skertrar þjón­ustu, en Strætó hefur ekið um eftir laug­ar­dags­á­ætlun sinni und­an­farnar vik­ur, sem þýðir að ferða­tíðni er skert og sumar leiðir aka alls ekki. Þó byrjar akst­ur­inn fyrr á morgn­ana en í venju­legri laug­ar­dags­á­ætl­un.

Neyt­enda­sam­tökin gagn­rýna að Strætó hafi ekki svarað fyr­ir­spurnum þeirra um málið og hver réttur neyt­enda sé vegna skertrar þjón­ustu. „Núna þegar búið er að lyfta sam­komu­bann­inu og fólk er að mæta í vinnu og fara í skóla og svo­leiðis hníga engin rök að því að halda áfram að bjóða upp á skerta þjón­ustu. Við höfum sent fyr­ir­spurnir á Strætó sem við höfum ekki fengið svör við,“ ­segir Breki.

Auglýsing

Hann segir einnig að svo virð­ist sem um hag­ræð­ing­ar­að­gerð sé að ræða hjá Strætó, sem komi ekki far­sótt­inni við. Alla­vega taka sam­tökin því þannig, þar til Strætó svari fyr­ir­spurn sam­tak­anna um stöðu neyt­enda.

Jóhannes segir að það sé „ekki verj­andi“ að aka um um með vagn­ana tóma vagna og því verði áfram um sinn ekið eftir laug­ar­dags­á­ætl­un, en þó með „fullt af auka­vögnum úti“ til að tryggja að hægt sé að virða þær tak­mark­anir sem eru í gildi vegna sótt­varna­ráð­staf­ana, en ein­ungis 30 manns mega vera í sama vagni þessa dag­ana.

Strætó horfir fram á 420 til 610 millj­óna króna tekju­tap vegna far­ald­urs­ins

Á stjórn­ar­fundi Strætó bs. 17. apríl greindi Jóhannes frá því að gert sé ráð fyrir því að tekjur árs­ins verði 420 til 610 millj­ónum lægri en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Það mat byggði á þeirri sviðs­mynd að þjón­ustu­stig yrði komið í eðli­legt horf í síð­asta lagi í ágúst.

Neytendasamtökin birtu þessa mynd á vef sínum í dag.

Í fund­ar­gerð­inni sagði að til stæði að færa leiða­kerfið í fyrra horf á næstu vikum og skipa sér­stakan vinnu­hóp til þess að fara yfir hvernig það verði mögu­legt.

Jóhannes segir að eft­ir­spurnin verði að rísa nokkuð til þess að akst­urs­á­ætl­unin taki breyt­ing­um. Aðspurður segir hann að fáir not­endur Strætó hafi kvartað til fyr­ir­tæk­is­ins að und­an­förnu, kannski einn til tveir á dag, og það hafi aðal­lega verið ábend­ingar um að of margir séu í vögn­un­um. Ekki hafi borið á mik­illi óánægju með skerta ferða­tíðni.

Breki segir að slíkar kvart­anir hafi borist til Neyt­enda­sam­tak­anna og einnig kvart­anir yfir því að 30 far­þega reglan hafi verið brot­in. 

Í dag birta Neyt­enda­sam­tökin mynd sem félags­maður tók í þétt­setnum stræt­is­vagni, að þeirra sögn í þess­ari viku.

„Fé­lags­mað­ur­inn taldi a.m.k. 33 far­þega, en Strætó er ein­ungis heim­ilt að ferð­ast með 30 manns. Vand­inn krist­all­ast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferð­ast með hverjum og einum þeirra en áður,“ segir í færslu Neyt­enda­sam­tak­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent