Fyrirtæki verða beðin um að rökstyðja notkun hlutabótaleiðarinnar

Þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verða beðin um að sýna fram á nauðsyn þess á næstunni. Fjármálaráðherra segir „alveg óskaplega slæmt“ að fyrirtæki sem virðist ekki hafa haft þörf á að nýta úrræðið hafi gert það.

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra eru á einu máli um að stöndug fyr­ir­tæki sem hafi tök á því að greiða út arð til hlut­hafa sinna hefðu ekki átt að nýta sér hluta­bóta­leið­ina og vilja að fyr­ir­tæki rök­styðji ákvarð­anir sín­ar. Þetta kom fram í máli þeirra tveggja í hádeg­is­fréttum RÚV. 

Þegar hluta­bóta­leiðin var kynnt af hálfu stjórn­valda voru ekki settar neinar kvaðir um að fyr­ir­tæki sem hana nýttu mættu ekki greiða sér arð eða kaupa eigin hluta­bréf, en fregnir vik­unnar af arð­greiðslum og end­ur­kaupum hafa vakið úlfúð í sam­fé­lag­inu og einnig hjá leið­togum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

 

„Við virð­umst hafa til­vik þar sem fyr­ir­tæki hafa ekki haft neina raun­veru­lega þörf, þar sem að þau hafa til dæmis verið að dreifa pen­ingum til hlut­hafa sinna, til þess að nýta þetta úrræð­i,“ sagði fjár­mála­ráð­herra við RÚV eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morgun og bætti við að þetta þætti honum „al­veg óskap­lega slæmt“ og að þetta „ræki rýt­ing í sam­stöð­una“ sem mynd­ast hefði í sam­fé­lag­inu eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á.

Auglýsing

Haft var eftir for­sæt­is­ráð­herra að öllum fyr­ir­tækjum sem hafa nýtt sér hluta­bóta­leið­ina yrði sent bréf þar sem óskað yrði eftir rök­stuðn­ingi fyrir því að skerða starfs­hlut­fall starfs­manna. Fjár­mála­ráð­herra sagði einnig, aðspurð­ur, að ef í ljós kæmi að fyr­ir­tæki hefðu nýtt sér hluta­bóta­leið­ina án full­nægj­andi skýr­inga væri ekki úti­lokað að farið yrði fram á að fyr­ir­tækin end­ur­greiddu rík­inu.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um þann 22. apríl hefur Vinn­u­­mála­­stofnun ekki upp­­lýs­ingar um hvort öll þau fyr­ir­tæki sem hafa verið starfs­­menn í skertu starfs­hlut­­falli und­an­farnar hafi upp­­lifað sam­­drátt í sínum rekstri eða tak­­mark­­anir vegna aðstæðna í sam­­fé­lag­inu.

Að því hefur ekki verið spurt, þrátt fyrir heim­ild sé í lögum fyrir því að óska eftir rök­­stuðn­­ingi frá vinn­u­veit­endum sem lækka starfs­hlut­­fall starfs­­manna sinna um það af hverju fyr­ir­tækið hafi gripið til þess ráðs.

„Frá gild­is­­töku lag­anna hefur álag vegna mjög margra umsókna í þetta úrræði verið svo mikið að ekki hefur gef­ist tími til að stunda mikið eft­ir­lit,“ sagði Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar í skrif­­legu svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Haft var eftir Unni, í hádeg­is­fréttum RÚV í dag, að þessu eft­ir­liti yrði sinnt eftir á, rétt eins og for­sæt­is­ráð­herra boð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent