Fyrirtæki verða beðin um að rökstyðja notkun hlutabótaleiðarinnar

Þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verða beðin um að sýna fram á nauðsyn þess á næstunni. Fjármálaráðherra segir „alveg óskaplega slæmt“ að fyrirtæki sem virðist ekki hafa haft þörf á að nýta úrræðið hafi gert það.

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra eru á einu máli um að stöndug fyr­ir­tæki sem hafi tök á því að greiða út arð til hlut­hafa sinna hefðu ekki átt að nýta sér hluta­bóta­leið­ina og vilja að fyr­ir­tæki rök­styðji ákvarð­anir sín­ar. Þetta kom fram í máli þeirra tveggja í hádeg­is­fréttum RÚV. 

Þegar hluta­bóta­leiðin var kynnt af hálfu stjórn­valda voru ekki settar neinar kvaðir um að fyr­ir­tæki sem hana nýttu mættu ekki greiða sér arð eða kaupa eigin hluta­bréf, en fregnir vik­unnar af arð­greiðslum og end­ur­kaupum hafa vakið úlfúð í sam­fé­lag­inu og einnig hjá leið­togum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

 

„Við virð­umst hafa til­vik þar sem fyr­ir­tæki hafa ekki haft neina raun­veru­lega þörf, þar sem að þau hafa til dæmis verið að dreifa pen­ingum til hlut­hafa sinna, til þess að nýta þetta úrræð­i,“ sagði fjár­mála­ráð­herra við RÚV eftir rík­is­stjórn­ar­fund í morgun og bætti við að þetta þætti honum „al­veg óskap­lega slæmt“ og að þetta „ræki rýt­ing í sam­stöð­una“ sem mynd­ast hefði í sam­fé­lag­inu eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á.

Auglýsing

Haft var eftir for­sæt­is­ráð­herra að öllum fyr­ir­tækjum sem hafa nýtt sér hluta­bóta­leið­ina yrði sent bréf þar sem óskað yrði eftir rök­stuðn­ingi fyrir því að skerða starfs­hlut­fall starfs­manna. Fjár­mála­ráð­herra sagði einnig, aðspurð­ur, að ef í ljós kæmi að fyr­ir­tæki hefðu nýtt sér hluta­bóta­leið­ina án full­nægj­andi skýr­inga væri ekki úti­lokað að farið yrði fram á að fyr­ir­tækin end­ur­greiddu rík­inu.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um þann 22. apríl hefur Vinn­u­­mála­­stofnun ekki upp­­lýs­ingar um hvort öll þau fyr­ir­tæki sem hafa verið starfs­­menn í skertu starfs­hlut­­falli und­an­farnar hafi upp­­lifað sam­­drátt í sínum rekstri eða tak­­mark­­anir vegna aðstæðna í sam­­fé­lag­inu.

Að því hefur ekki verið spurt, þrátt fyrir heim­ild sé í lögum fyrir því að óska eftir rök­­stuðn­­ingi frá vinn­u­veit­endum sem lækka starfs­hlut­­fall starfs­­manna sinna um það af hverju fyr­ir­tækið hafi gripið til þess ráðs.

„Frá gild­is­­töku lag­anna hefur álag vegna mjög margra umsókna í þetta úrræði verið svo mikið að ekki hefur gef­ist tími til að stunda mikið eft­ir­lit,“ sagði Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar í skrif­­legu svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Haft var eftir Unni, í hádeg­is­fréttum RÚV í dag, að þessu eft­ir­liti yrði sinnt eftir á, rétt eins og for­sæt­is­ráð­herra boð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent