Pólitísk ákvörðun að gefa fyrirtækjum betri meðferð en vinnandi fólki

Atvinnuleysisbætur þurfa að hækka verulega, samkvæmt Eflingu, svo fólki sé ekki refsað fyrir að hafa verið rekið í kórónuveirufaraldrinum. Stjórnvöld einfaldlega skuldi vinnuaflinu sanngjarna meðferð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Til að vinna gegn atvinnu­leysi þurfa stjórn­völd að skapa sam­fé­lags­lega mik­il­væg störf. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Efl­ingar í dag. Þar er bent á að fjölda fólks vanti í störf í heil­brigð­is­kerf­inu og umönn­un­ar­kerf­unum lands­ins og und­ir­bún­ingur fyrir sjálf­bært hag­kerfi þurfi ræki­legan stuðn­ing með mann­afls­frekum opin­berum fram­kvæmd­um.

„Verka og lág­launa­fólk hefur á und­an­förum árum knúið áfram hjól atvinnu­lífs­ins með vinnu sinni. Það hefur staðið skil á sköttum og gjöld­um. Krafan er sú að það njóti verndar rík­is­ins á þessum erf­iðu tím­um. Stjórn­völd ein­fald­lega skulda vinnu­afl­inu sann­gjarna með­ferð.“

Áhættan við að veita björg­un­ar­að­gerðum gegnum stjórnir einka­fyr­ir­tækja mikil

Í færsl­unni segir að síðan kór­ónafar­ald­ur­inn lagð­ist yfir heims­byggð­ina hafi rík­is­stjórnir um allan heim gripið til björg­un­ar­að­gerða vegna með­fylgj­andi efna­hag­skreppu. Með björg­un­ar­pökkum og íhlutun seðla­banka hafi stjórn­völd úthlutað gríð­ar­legum fjár­mun­um. Margar þess­ara aðgerða hafi miðað að því að létta undir með fyr­ir­tækj­um, nú síð­ast með upp­sagn­ar­styrkj­um. Þá er bent á að tveimur klukku­stundum eftir að til­kynnt var um það úrræði hafi Icelandair fram­kvæmt stærstu fjölda­upp­sögn Íslands­sög­unn­ar, fjár­magn­aða af rík­inu.

Auglýsing

„Áhættan við að veita björg­un­ar­að­gerðum gegnum stjórnir einka­fyr­ir­tækja er mik­il. Hluta­bóta­leið­in, þar sem fyr­ir­tæki geta fært hluta launa­kostn­aðar á ríkið og lækkað starfs­hlut­fall á móti, hefur verið nýtt af stór­fyr­ir­tækjum jafn­vel í þann mund sem þau færa hund­ruð millj­óna til hlut­hafa gegnum arð­greiðslur og end­ur­kaup hluta­bréfa. Björg­un­ar­að­gerðir enda til jafns hjá þeim sem þurfa þær og þeim sem hafa nóg úr að moða. Risar á mark­aði, sem hafa árum saman barist gegn sann­gjörnum sköttum á arð­greiðslur gegnum sín hags­muna­sam­tök, við­halda þannig sam­keppn­is­for­skoti sínu með neyð­ar­að­stoð ætl­aðri öðrum,“ segir í færslu Efl­ing­ar.

Á meðan lýsi stjórn­ar­þing­menn því yfir við kosn­ingar um fjár­auka­lög að með þessum greiðslum séu vasarnir tómir og ekki til pen­ingar til að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. Öllum sé hins vegar ljóst að öll við­bót­ar­út­gjöld rík­is­ins nú um stundir eru fjár­mögnuð með lán­tök­um. Póli­tísk ákvörðun hafi verið tekin um að gefa fyr­ir­tækjum betri með­ferð en vinn­andi fólki.

Enn fremur segir að atvinnu­leys­is­bætur þurfi að hækka veru­lega, svo fólki sé ekki refsað fyrir að hafa verið rekið í kór­óna­veiru­far­aldr­in­um. Bótum hafi í áraraðir verið haldið lágum til að hrinda fólki út á vinnu­mark­að, en sú aðferð virkai­ekki þegar vinnu­mark­að­ur­inn losar sig við vinnu­afl í stórum stíl.

Póli­tísk ákvörðun hefur verið tekin um að gefa fyr­ir­tækjum betri með­ferð en vinn­andi fólki. Síðan kór­ónafar­ald­ur­inn...

Posted by Efl­ing on Sat­ur­day, May 9, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent