Pólitísk ákvörðun að gefa fyrirtækjum betri meðferð en vinnandi fólki

Atvinnuleysisbætur þurfa að hækka verulega, samkvæmt Eflingu, svo fólki sé ekki refsað fyrir að hafa verið rekið í kórónuveirufaraldrinum. Stjórnvöld einfaldlega skuldi vinnuaflinu sanngjarna meðferð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Til að vinna gegn atvinnu­leysi þurfa stjórn­völd að skapa sam­fé­lags­lega mik­il­væg störf. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Efl­ingar í dag. Þar er bent á að fjölda fólks vanti í störf í heil­brigð­is­kerf­inu og umönn­un­ar­kerf­unum lands­ins og und­ir­bún­ingur fyrir sjálf­bært hag­kerfi þurfi ræki­legan stuðn­ing með mann­afls­frekum opin­berum fram­kvæmd­um.

„Verka og lág­launa­fólk hefur á und­an­förum árum knúið áfram hjól atvinnu­lífs­ins með vinnu sinni. Það hefur staðið skil á sköttum og gjöld­um. Krafan er sú að það njóti verndar rík­is­ins á þessum erf­iðu tím­um. Stjórn­völd ein­fald­lega skulda vinnu­afl­inu sann­gjarna með­ferð.“

Áhættan við að veita björg­un­ar­að­gerðum gegnum stjórnir einka­fyr­ir­tækja mikil

Í færsl­unni segir að síðan kór­ónafar­ald­ur­inn lagð­ist yfir heims­byggð­ina hafi rík­is­stjórnir um allan heim gripið til björg­un­ar­að­gerða vegna með­fylgj­andi efna­hag­skreppu. Með björg­un­ar­pökkum og íhlutun seðla­banka hafi stjórn­völd úthlutað gríð­ar­legum fjár­mun­um. Margar þess­ara aðgerða hafi miðað að því að létta undir með fyr­ir­tækj­um, nú síð­ast með upp­sagn­ar­styrkj­um. Þá er bent á að tveimur klukku­stundum eftir að til­kynnt var um það úrræði hafi Icelandair fram­kvæmt stærstu fjölda­upp­sögn Íslands­sög­unn­ar, fjár­magn­aða af rík­inu.

Auglýsing

„Áhættan við að veita björg­un­ar­að­gerðum gegnum stjórnir einka­fyr­ir­tækja er mik­il. Hluta­bóta­leið­in, þar sem fyr­ir­tæki geta fært hluta launa­kostn­aðar á ríkið og lækkað starfs­hlut­fall á móti, hefur verið nýtt af stór­fyr­ir­tækjum jafn­vel í þann mund sem þau færa hund­ruð millj­óna til hlut­hafa gegnum arð­greiðslur og end­ur­kaup hluta­bréfa. Björg­un­ar­að­gerðir enda til jafns hjá þeim sem þurfa þær og þeim sem hafa nóg úr að moða. Risar á mark­aði, sem hafa árum saman barist gegn sann­gjörnum sköttum á arð­greiðslur gegnum sín hags­muna­sam­tök, við­halda þannig sam­keppn­is­for­skoti sínu með neyð­ar­að­stoð ætl­aðri öðrum,“ segir í færslu Efl­ing­ar.

Á meðan lýsi stjórn­ar­þing­menn því yfir við kosn­ingar um fjár­auka­lög að með þessum greiðslum séu vasarnir tómir og ekki til pen­ingar til að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur. Öllum sé hins vegar ljóst að öll við­bót­ar­út­gjöld rík­is­ins nú um stundir eru fjár­mögnuð með lán­tök­um. Póli­tísk ákvörðun hafi verið tekin um að gefa fyr­ir­tækjum betri með­ferð en vinn­andi fólki.

Enn fremur segir að atvinnu­leys­is­bætur þurfi að hækka veru­lega, svo fólki sé ekki refsað fyrir að hafa verið rekið í kór­óna­veiru­far­aldr­in­um. Bótum hafi í áraraðir verið haldið lágum til að hrinda fólki út á vinnu­mark­að, en sú aðferð virkai­ekki þegar vinnu­mark­að­ur­inn losar sig við vinnu­afl í stórum stíl.

Póli­tísk ákvörðun hefur verið tekin um að gefa fyr­ir­tækjum betri með­ferð en vinn­andi fólki. Síðan kór­ónafar­ald­ur­inn...

Posted by Efl­ing on Sat­ur­day, May 9, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent