Dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga endurgreiðir ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar

Kaupfélag Skagfirðinga leitar nú leiða til þess að ná því markmiði að verja störf starfsmanna sinna án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu.

Kaupfélag skagfirðinga
Auglýsing

Dótt­ur­fé­lag Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, kjöt­vinnslan Esja Gæða­fæði ehf. í Reykja­vík, hefur ákveðið að end­ur­greiða um 17 millj­ónir króna sem það fékk í stuðn­ing úr rík­is­sjóði eftir að hafa sett starfs­fólk á hina svoköll­uðu hluta­bóta­leið. 

Í til­kynn­ingu frá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga segir að það muni veita Esju sér­staka fjár­hags­að­stoð til þess að gera end­ur­greiðsl­una mögu­lega. „Að gefnu til­efni skal tekið fram að kjöt­vinnslan hefur aldrei greitt kaup­fé­lag­inu arð. Vegna umræðu um arð­greiðslur er áréttað að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga starfar á grund­velli laga um sam­vinnu­fé­lög. Af þeirri ástæðu hefur það alla tíð, eða í 130 ár, nýtt langstærstan hluta fram­legðar starf­sem­innar til innri upp­bygg­ingar í stað hefð­bund­inna arð­greiðslna hluta­fé­laga til eig­enda sinna.“

Auglýsing
Um eitt þús­und starfs­menn starfa hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga og dótt­ur­fé­lögum þess hér­lend­is. Félagið seg­ist ein­beita sér um þessar mundir að því að verja þau störf. „Með þess­ari ákvörðun er sú stefna kaup­fé­lags­ins und­ir­strikuð að leita allra leiða til þess að ná því mark­miði innan sam­stæð­unnar án sér­tækrar aðstoðar frá íslenska rík­inu. Þess vegna verður feng­inn rík­is­stuðn­ingur á grund­velli hluta­bót­ar­leiðar end­ur­greidd­ur.“

Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga er risa­­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða og FISK Seafood, útgerð­­ar­­armur þess, hefur látið veru­­lega til sín taka í íslensku atvinn­u­­lífi að und­an­­förnu, eins og var til umfjöll­unar í frétta­­skýr­ingu á vef Kjarn­ans, 13. sept­­em­ber 2019.

Þórólfur Gísla­­son, kaup­­fé­lags­­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­­stjóri og var afkoma félags­­ins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu félags­­ins. Þá skil­aði það fimm millj­arða króna hagn­aði. Upp­­­bygg­ing kaup­­fé­lags­ins hefur verið veru­­lega umfangs­­mikil á und­an­­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­­ins rúm­­lega 35 millj­­arðar og heild­­ar­­eignir námu 62,3 millj­­örðum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent