Hyggjast byggja upp fráveitur í COVID-19 faraldri

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram frumvarp um sérstakt átak í fráveitumálum á Íslandi. Samkvæmt því á að veita á tíu ára tímabili framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga.

Vatn úr röri
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp um sér­stakt átak í frá­veitu­málum á Íslandi. Sam­kvæmt því skal veita á tíu ára tíma­bili, frá 2020 til 2030, fram­lag úr rík­is­sjóði sem nemur hlut­deild í kostn­aði við frá­veitu­fram­kvæmdir á vegum sveit­ar­fé­laga. Gert er ráð fyrir að 200 millj­ónum verði veitt til frá­veitu­fram­kvæmda á árinu 2020.

Meg­in­mark­mið frum­varps­ins er að styrkja frá­veitu­fram­kvæmdir á vegum frá­veitna sveit­ar­fé­laga til þess að upp­fylla lög um upp­bygg­ingu og rekstur frá­veitna, lög um stjórn vatna­mála og reglu­gerð um frá­veitur og skólp.

Ef frum­varpið verður að lögum mun ráð­herra aug­lýsa árlega eftir umsóknum frá frá­veitum sveit­ar­fé­laga um styrk­hæf verk­efni á vef ráðu­neyt­is­ins. Umsækj­endum er gert að sækja um styrki staf­rænt og skulu umsókn­inni fylgja grein­ar­góðar upp­lýs­ingar um fram­kvæmd­ina og kostn­að. Skil­yrði fyrir fjár­stuðn­ingi er að fram­kvæmdin sé áfangi í heild­ar­lausn á frá­veitu­málum sveit­ar­fé­lags í sam­ræmi við sam­þykkta áætl­un.

AuglýsingFram kemur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að í fjár­auka­lögum fyrir árið 2020, sem sam­þykkt voru 30. mars, sé lagt til að veitt verði tæp­lega 18 millj­arða króna fjár­heim­ild til sér­staks tíma­bund­ins fjár­fest­ing­ar­átaks til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.Ástand frá­veitu­mála víða þannig að frá­veitur í þétt­býli upp­fylla ekki ákveðnar kröfur

Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði vinnu­hóp þann 1. októ­ber 2019 sem falið var það verk­efni að gera til­lögur að fyr­ir­komu­lagi stuðn­ings rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög vegna frá­veitu­fram­kvæmda. Í skýrslu vinnu­hóps­ins kemur fram að ástand frá­veitu­mála sé víða þannig að frá­veitur í þétt­býli upp­fylla ekki kröfur sem gerðar eru í reglu­gerð um frá­veitur og skólp.

­Sam­kvæmt þessum kröfum skal meðal ann­ars vera safn­ræsi í þétt­býli þar sem fjöldi per­sónu­ein­inga er 2.000 eða fleiri og hreinsi­virki og útrás sem mið­ast við við­kvæmni þess svæðis sem skólp­inu er veitt í. Kostn­aður við að ljúka við fram­kvæmdir við hreinsi­stöðvar og snið­ræsi hefur verið áætl­aður um 20 millj­arðar króna og kostn­aður við end­ur­bætur á lagna­kerfum 20 millj­arðar til við­bót­ar.

Frá­veitu­nefnd lét árið 2003 meta eft­ir­stand­andi fjár­þörf og var hún metin um 11 millj­arð­ar, sem jafn­gildir 23 millj­örðum eða 28 millj­örðum í dag eftir því hvort miðað er við neyslu- eða bygg­ing­ar­vísi­tölu. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Sam­orka hefur tekið saman fyrir ráðu­neytið er kostn­aður við núver­andi og áætl­aðar frá­veitu­fram­kvæmdir sveit­ar­fé­laga næstu 10 árin á bil­inu 25 til 30 millj­arðar króna sé miðað við upp­lýs­ingar frá 33 frá­veitum sveit­ar­fé­laga. Ef miðað er við fram­kvæmdir sem snúa að snið­ræsum, dælu­stöðv­um, hreinsi­virkjum og útrásum gæti þessi kostn­aður verið um 15 millj­arð­ar.

Plast­agnir úr dekkjum og vega­máln­ingu ein helsta upp­spretta örplasts sem berst í haf og vötn

Sam­kvæmt sam­an­tekt sjáv­ar­líf­tækni­set­urs­ins Biopol eru plast­agnir sem mynd­ast við slit á dekkjum og vega­máln­ingu ein helsta upp­spretta örplasts sem berst með regni og leys­inga­vatni í haf og vötn. Til þess að bregð­ast við þessu væri hægt að leiða vatn af vegum og götum í sett­jarnir eða í ofan­vatns­rásir með síun gegnum jarð­veg og reyna þannig að fanga örplastið áður en vatn­inu er veitt í við­taka. Kostn­aður við hreinsun ofan­vatns með þessum hætti er áætl­aður um 2,5 millj­arðar króna. Sam­kvæmt skýrslu EFLU um kostnað og leiðir til auk­innar eins þreps hreins­unar skólps umfram gróf­síun og mögu­leika á nýt­ingu seyru er heild­ar­kostn­aður við slíkar breyt­ingar áætl­aður 8 til 15 millj­arðar króna, að við­bættum kostn­aði við að koma seyru í nýt­ingu, um 2 millj­örð­um, sam­tals 10 til 17 millj­arð­ar, að því er fram kemur í grein­ar­gerð frum­varps­ins. 

Rekstr­ar­kostn­aður er met­inn um 500 til 850 millj­ónir króna en auk þess kemur 100 milljón króna kostn­aður á ári við dreif­ingu seyr­unnar á land.

Akur­eyr­ar­bær fagnar frum­varp­inu

Í umsögn Akur­eyr­ar­bæjar kemur fram að bæj­ar­ráðið fagni frum­varp­inu og vekur athygli á því að Akur­eyr­ar­bær hafi þegar hafið umfangs­miklar­frá­veitu­fram­kvæmd­ir. Bæj­ar­ráð hvetur til þess að tryggt verði að styrkir vegna frá­veitu­fram­kvæmda nái einnig til þeirra sveit­ar­fé­laga sem þegar hafa haf­ið ­kostn­að­ar­sam­arfram­kvæmdir á und­an­förnum árum en ekki ein­göngu til­þeirra sveit­ar­fé­laga sem dregið hafa að fara íslíkar fram­kvæmd­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent