Össur greiðir til baka 20 milljónir vegna hlutabótaleiðar

Þegar Össur ákvað tímabundið að nýta sér úrræði stjórnvalda víða um heim hafði sala fyrirtækisins á heimsvísu minnkað um helming og var enn á niðurleið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Auglýsing

Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfs­manna félags­ins á með­an þeir voru í hluta­starfi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og hætta að nota úrræð­ið hér á landi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

 Þar segir að þeg­ar Össur ákvað tíma­bund­ið, um miðjan apr­íl, að nýta sér úrræði stjórn­valda víða um heim hafði sala fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu minnkað um helm­ing og var enn á nið­ur­leið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjár­hags­stöð­u ­fyr­ir­tæk­is­ins og því var gripið til víð­tækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostn­að.

Auglýsing

Þessar aðgerðir hafa haft áhrif á störf og starfs­hlut­fall um 1.000 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um allan heim, þar af 165 á Íslandi. Sú óvissa ­sem ríkt hefur um fram­tíð­ina hefði, án hluta­bóta­úr­ræð­is­ins á Íslandi og sam­bæri­legra ­mót­væg­is­að­gerða í öðrum lönd­um, leitt til upp­sagna hér­lendis sem erlend­is. Nú ­mán­uði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að mark­aðir fyr­ir­tæk­is­ins séu að taka við sér á ný. 

 „Að gefnu til­efn­i vill fyr­ir­tækið taka fram að ákvörðun um arð­greiðslu vegna afkomu árs­ins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 far­aldr­inum voru ljós,“ segir í til­kynn­ing­unni Þá var kaupum á eigin bréfum hætt 17. mars, um mán­uði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórn­valda.

„Við erum stjórn­völdum hér­lendis og erlendis afar þakk­lát fyr­ir­ að­gerðir sem hafa gert okkur kleift að við­halda verð­mætu ráðn­ing­ar­sam­bandi við okkar starfs­menn. Nú liggur fyrir að ekki er full sam­staða hér á landi um að ­fyr­ir­tæki nýti hluta­bóta­úr­ræð­ið. Það er okkur mik­ils virði að starfa í góðri sátt við sam­fé­lögin þar sem við störf­um. Við greiðum því til baka alla þá fjár­muni sem starfs­menn okkar hafa fengið hér á landi vegna hluta­bót­ar­leið­ar­inn­ar, sem námu um 20 millj­ónum króna á tíma­bil­inu 18.-30. a­pr­íl.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent