Össur greiðir til baka 20 milljónir vegna hlutabótaleiðar

Þegar Össur ákvað tímabundið að nýta sér úrræði stjórnvalda víða um heim hafði sala fyrirtækisins á heimsvísu minnkað um helming og var enn á niðurleið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Auglýsing

Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfs­manna félags­ins á með­an þeir voru í hluta­starfi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og hætta að nota úrræð­ið hér á landi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

 Þar segir að þeg­ar Össur ákvað tíma­bund­ið, um miðjan apr­íl, að nýta sér úrræði stjórn­valda víða um heim hafði sala fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu minnkað um helm­ing og var enn á nið­ur­leið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjár­hags­stöð­u ­fyr­ir­tæk­is­ins og því var gripið til víð­tækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostn­að.

Auglýsing

Þessar aðgerðir hafa haft áhrif á störf og starfs­hlut­fall um 1.000 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um allan heim, þar af 165 á Íslandi. Sú óvissa ­sem ríkt hefur um fram­tíð­ina hefði, án hluta­bóta­úr­ræð­is­ins á Íslandi og sam­bæri­legra ­mót­væg­is­að­gerða í öðrum lönd­um, leitt til upp­sagna hér­lendis sem erlend­is. Nú ­mán­uði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að mark­aðir fyr­ir­tæk­is­ins séu að taka við sér á ný. 

 „Að gefnu til­efn­i vill fyr­ir­tækið taka fram að ákvörðun um arð­greiðslu vegna afkomu árs­ins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 far­aldr­inum voru ljós,“ segir í til­kynn­ing­unni Þá var kaupum á eigin bréfum hætt 17. mars, um mán­uði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórn­valda.

„Við erum stjórn­völdum hér­lendis og erlendis afar þakk­lát fyr­ir­ að­gerðir sem hafa gert okkur kleift að við­halda verð­mætu ráðn­ing­ar­sam­bandi við okkar starfs­menn. Nú liggur fyrir að ekki er full sam­staða hér á landi um að ­fyr­ir­tæki nýti hluta­bóta­úr­ræð­ið. Það er okkur mik­ils virði að starfa í góðri sátt við sam­fé­lögin þar sem við störf­um. Við greiðum því til baka alla þá fjár­muni sem starfs­menn okkar hafa fengið hér á landi vegna hluta­bót­ar­leið­ar­inn­ar, sem námu um 20 millj­ónum króna á tíma­bil­inu 18.-30. a­pr­íl.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent