Össur greiðir til baka 20 milljónir vegna hlutabótaleiðar

Þegar Össur ákvað tímabundið að nýta sér úrræði stjórnvalda víða um heim hafði sala fyrirtækisins á heimsvísu minnkað um helming og var enn á niðurleið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Auglýsing

Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfs­manna félags­ins á með­an þeir voru í hluta­starfi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og hætta að nota úrræð­ið hér á landi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

 Þar segir að þeg­ar Össur ákvað tíma­bund­ið, um miðjan apr­íl, að nýta sér úrræði stjórn­valda víða um heim hafði sala fyr­ir­tæk­is­ins á heims­vísu minnkað um helm­ing og var enn á nið­ur­leið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjár­hags­stöð­u ­fyr­ir­tæk­is­ins og því var gripið til víð­tækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostn­að.

Auglýsing

Þessar aðgerðir hafa haft áhrif á störf og starfs­hlut­fall um 1.000 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins um allan heim, þar af 165 á Íslandi. Sú óvissa ­sem ríkt hefur um fram­tíð­ina hefði, án hluta­bóta­úr­ræð­is­ins á Íslandi og sam­bæri­legra ­mót­væg­is­að­gerða í öðrum lönd­um, leitt til upp­sagna hér­lendis sem erlend­is. Nú ­mán­uði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að mark­aðir fyr­ir­tæk­is­ins séu að taka við sér á ný. 

 „Að gefnu til­efn­i vill fyr­ir­tækið taka fram að ákvörðun um arð­greiðslu vegna afkomu árs­ins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 far­aldr­inum voru ljós,“ segir í til­kynn­ing­unni Þá var kaupum á eigin bréfum hætt 17. mars, um mán­uði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórn­valda.

„Við erum stjórn­völdum hér­lendis og erlendis afar þakk­lát fyr­ir­ að­gerðir sem hafa gert okkur kleift að við­halda verð­mætu ráðn­ing­ar­sam­bandi við okkar starfs­menn. Nú liggur fyrir að ekki er full sam­staða hér á landi um að ­fyr­ir­tæki nýti hluta­bóta­úr­ræð­ið. Það er okkur mik­ils virði að starfa í góðri sátt við sam­fé­lögin þar sem við störf­um. Við greiðum því til baka alla þá fjár­muni sem starfs­menn okkar hafa fengið hér á landi vegna hluta­bót­ar­leið­ar­inn­ar, sem námu um 20 millj­ónum króna á tíma­bil­inu 18.-30. a­pr­íl.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent