Kári átti hugmyndina um að skima alla ferðamenn

Það var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem kom með þá hugmynd á fundi með stýrihópi um afnám ferðatakmarkana að skima alla sem komi til landsins. Þannig er hægt að opna aftur landamæri Íslands.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Í skýrslu stýri­hóps um afnám ferða­tak­mark­ana kemur fram að það hafi verið Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sem kynnti þá hug­mynd að skima alla sem koma til lands­ins, bæði Íslend­inga og út­lend­inga. Þessa hug­mynd gerði stýri­hóp­ur­inn að einni af sínum til­lögum sem ­rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morg­un.

Á blaða­manna­fundi í dag greindi Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra frá því að stefnt væri að því að eigi síðar en 15. Júní ættu þeir sem koma til­ Ís­lands kost á því að fara í skimun eða fram­vísa vott­orði sem íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd taka gild. Hægt verður að fá nið­ur­stöður úr sýna­töku ­sam­dæg­urs og ef hún reyn­ist nei­kvæð þarf við­kom­andi ekki að fara í tveggja vikna sótt­kví eins og núver­andi reglur gera ráð fyr­ir.

Auglýsing

Í stýri­hópnum áttu sæti ráðu­neyt­is­stjórar sex ráðu­neyta. Hóp­ur­inn ­kall­aði ýmsa sér­fræð­inga á sinn fund, m.a. Kára Stef­áns­son. Í skýrslu hóps­ins kemur fram að Kári hafi sag­t það sitt ­mat að reynslan und­an­farnar vikur sýndi að fram­kvæm­an­legt væri að skima alla ­sem kæmu til lands­ins. Íslensk erfða­grein­ing hafi náð að prófa

allt að tvö þús­und manns á dag og hægt ætti að vera að marg­falda þá afkasta­getu. Kári teldi einnig að hið opin­bera ætti að annast þetta verk­efni og byggja á reynslu sem feng­ist hefur hér á landi við að ná tök­um á COVID-19. Íslensk erfða­grein­ing væri hins vegar reiðu­búin að aðstoða við að koma þessu á lagg­irn­ar. Einnig gæti hún haft hlut­verki að gegna við flókn­ari ­grein­ing­ar.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur í kjöl­far þessa fundar rætt ­nánar við for­svars­menn í heil­brigð­is­kerf­inu um fram­kvæmda­hlið mála og hef­ur verið gengið út frá því að veiru­fræði­deild LSH myndi ann­ast skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli en sýnum yrði ekið til Reykja­vík­ur. Ferða­menn myndu fá nið­ur­stöðu sam­dæg­urs og þyrft­u ekki að bíða eftir henni á flug­vell­inum enda væru þeir með smitrakn­ing­ar­for­rit og önnur nauð­syn­leg for­rit í síma.

Verið er að leggja mat á kostnað við verk­efnið og einnig hefur verið til skoð­unar hvort taka eigi gjald af far­þegum fyrir sýna­töku á flug­vell­in­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent