Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.

Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Auglýsing

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group er bjart­sýnn á að nýir kjara­samn­ingar náist við flug­menn og flug­freyj­ur, þó að „því mið­ur“ hafi við­ræður ekki enn borið árang­ur. Hann telur kjara­samn­inga við flug­stétt­irnar bæði „gamla og flókna“. Þetta kom fram í máli Boga á starfs­manna­fundi á innri vef Icelandair í dag.

Þar sagði hann, aðspurð­ur, að launa­kostn­aður vegna flug­manna og flug­stjóra hjá félag­inu væri um 30 pró­sent af heild­ar­launa­kostn­aði félags­ins og launa­kostn­aður vegna flug­freyja væri um 20 pró­sent. Í fyrra störf­uðu yfir 4.700 manns að með­al­tali hjá Icelanda­ir, þar af á milli 550 og 650 flug­menn eða -stjórar og um 1.000 flug­freyj­ur.

Á starfs­mann­na­fund­inum sagði for­stjór­inn að kröfur Icelandair í samn­ings­við­ræðum við flug­stétt­irnar tvær lúti að því að vinnu­fram­lag starfs­manna aukist, en að stefnan sé ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks minnki sem minnst og jafn­vel aukist, þannig að Icelandair verði áfram „frá­bær og eft­ir­sókn­ar­verður vinnu­stað­ur­“. 

Auglýsing

Bogi Nils sagð­ist skilja vel að það væri erfitt að gefa eftir rétt­indi sem fólk hefði náð fram í kjara­samn­ing­um, en Icelandair teldi að það væri að bjóða vel og störf hjá fyr­ir­tæk­inu yrðu áfram eft­ir­sókn­ar­verð.

Til­boðum frá Icelandair hefur verið tekið fálega af stétt­ar­fé­lögum flug­stétt­anna, Flug­freyju­fé­lagi Íslands og Félagi íslenska atvinnu­flug­manna.

Launin sam­keppn­is­hæf en vinnu­fram­lagið minna

Bogi sagði á fund­inum að hann teldi laun flug­stjóra og flug­manna félags­ins sam­keppn­is­hæf og í takt við það sem ger­ist hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum á Norð­ur­lönd­un­um, en að á móti kæmi að hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum væri vinnu­fram­lag flug­manna meira. Bogi nefndi að þau flug­fé­lög sem Icelandir liti til í slíkum sam­an­burði væru til dæmis Air Lingus, Jet Blue, SAS og Finna­ir. 

Heilt yfir sagði for­stjór­inn að það væri fleira sem mætti vera sterkara hjá flug­fé­lag­inu en bara launa­kostn­aður flug­stétt­anna og að það væri allt undir í þeim efn­um, nú þegar að fyr­ir­tækið reynir að sann­færa fjár­festa um að leggja til allt að 29 millj­arða til þess að koma flug­fé­lag­inu yfir krís­una sem er í flug­heim­inum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tæki­færi fyrir þau félög sem lifa storm­inn af 

Bogi Nils sagði Icelandair búa sig undir langt tíma­bil af mjög lít­illi fram­leiðslu og að erlendis væri það að sýna sig að flug­fé­lög væru ekki að kom­ast í gegnum þetta tíma­bil án aðstoðar frá rík­is­sjóði, en Icelandair er með vil­yrði fyrir lána­línum með rík­is­á­byrgð ef félag­inu tekst að safna fjár­munum frá fjár­festum í hluta­fjár­út­boði.

For­stjór­inn sagði ljóst að stóru lín­urnar í samn­inga­málum flug­stétt­anna þyrftu að liggja fyrir þegar hlut­hafar Icelandair koma saman til fundar 22. maí næst­kom­andi. Hann væri von­góður um að samn­ingar næð­ust.

Bogi Nils sagði jafn­framt að þegar heims­far­ald­ur­inn og áhrif hans á flug­geir­ann yrðu liðin hjá myndu tæki­færi blasa við þeim fyr­ir­tækjum sem næðu að standa af sér högg­ið. 

Icelandair gæti orðið eitt þeirra, ef allt gengi að óskum, enda tæki það mörg ár að byggja upp flug­fé­lag með inn­viði eins og Icelandair hefði yfir að ráða, sér­stak­lega hvað varðar leiða­kerf­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra.“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent