Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.

Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Auglýsing

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group er bjart­sýnn á að nýir kjara­samn­ingar náist við flug­menn og flug­freyj­ur, þó að „því mið­ur“ hafi við­ræður ekki enn borið árang­ur. Hann telur kjara­samn­inga við flug­stétt­irnar bæði „gamla og flókna“. Þetta kom fram í máli Boga á starfs­manna­fundi á innri vef Icelandair í dag.

Þar sagði hann, aðspurð­ur, að launa­kostn­aður vegna flug­manna og flug­stjóra hjá félag­inu væri um 30 pró­sent af heild­ar­launa­kostn­aði félags­ins og launa­kostn­aður vegna flug­freyja væri um 20 pró­sent. Í fyrra störf­uðu yfir 4.700 manns að með­al­tali hjá Icelanda­ir, þar af á milli 550 og 650 flug­menn eða -stjórar og um 1.000 flug­freyj­ur.

Á starfs­mann­na­fund­inum sagði for­stjór­inn að kröfur Icelandair í samn­ings­við­ræðum við flug­stétt­irnar tvær lúti að því að vinnu­fram­lag starfs­manna aukist, en að stefnan sé ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks minnki sem minnst og jafn­vel aukist, þannig að Icelandair verði áfram „frá­bær og eft­ir­sókn­ar­verður vinnu­stað­ur­“. 

Auglýsing

Bogi Nils sagð­ist skilja vel að það væri erfitt að gefa eftir rétt­indi sem fólk hefði náð fram í kjara­samn­ing­um, en Icelandair teldi að það væri að bjóða vel og störf hjá fyr­ir­tæk­inu yrðu áfram eft­ir­sókn­ar­verð.

Til­boðum frá Icelandair hefur verið tekið fálega af stétt­ar­fé­lögum flug­stétt­anna, Flug­freyju­fé­lagi Íslands og Félagi íslenska atvinnu­flug­manna.

Launin sam­keppn­is­hæf en vinnu­fram­lagið minna

Bogi sagði á fund­inum að hann teldi laun flug­stjóra og flug­manna félags­ins sam­keppn­is­hæf og í takt við það sem ger­ist hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum á Norð­ur­lönd­un­um, en að á móti kæmi að hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum væri vinnu­fram­lag flug­manna meira. Bogi nefndi að þau flug­fé­lög sem Icelandir liti til í slíkum sam­an­burði væru til dæmis Air Lingus, Jet Blue, SAS og Finna­ir. 

Heilt yfir sagði for­stjór­inn að það væri fleira sem mætti vera sterkara hjá flug­fé­lag­inu en bara launa­kostn­aður flug­stétt­anna og að það væri allt undir í þeim efn­um, nú þegar að fyr­ir­tækið reynir að sann­færa fjár­festa um að leggja til allt að 29 millj­arða til þess að koma flug­fé­lag­inu yfir krís­una sem er í flug­heim­inum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tæki­færi fyrir þau félög sem lifa storm­inn af 

Bogi Nils sagði Icelandair búa sig undir langt tíma­bil af mjög lít­illi fram­leiðslu og að erlendis væri það að sýna sig að flug­fé­lög væru ekki að kom­ast í gegnum þetta tíma­bil án aðstoðar frá rík­is­sjóði, en Icelandair er með vil­yrði fyrir lána­línum með rík­is­á­byrgð ef félag­inu tekst að safna fjár­munum frá fjár­festum í hluta­fjár­út­boði.

For­stjór­inn sagði ljóst að stóru lín­urnar í samn­inga­málum flug­stétt­anna þyrftu að liggja fyrir þegar hlut­hafar Icelandair koma saman til fundar 22. maí næst­kom­andi. Hann væri von­góður um að samn­ingar næð­ust.

Bogi Nils sagði jafn­framt að þegar heims­far­ald­ur­inn og áhrif hans á flug­geir­ann yrðu liðin hjá myndu tæki­færi blasa við þeim fyr­ir­tækjum sem næðu að standa af sér högg­ið. 

Icelandair gæti orðið eitt þeirra, ef allt gengi að óskum, enda tæki það mörg ár að byggja upp flug­fé­lag með inn­viði eins og Icelandair hefði yfir að ráða, sér­stak­lega hvað varðar leiða­kerf­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent