Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.

Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Auglýsing

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group er bjart­sýnn á að nýir kjara­samn­ingar náist við flug­menn og flug­freyj­ur, þó að „því mið­ur“ hafi við­ræður ekki enn borið árang­ur. Hann telur kjara­samn­inga við flug­stétt­irnar bæði „gamla og flókna“. Þetta kom fram í máli Boga á starfs­manna­fundi á innri vef Icelandair í dag.

Þar sagði hann, aðspurð­ur, að launa­kostn­aður vegna flug­manna og flug­stjóra hjá félag­inu væri um 30 pró­sent af heild­ar­launa­kostn­aði félags­ins og launa­kostn­aður vegna flug­freyja væri um 20 pró­sent. Í fyrra störf­uðu yfir 4.700 manns að með­al­tali hjá Icelanda­ir, þar af á milli 550 og 650 flug­menn eða -stjórar og um 1.000 flug­freyj­ur.

Á starfs­mann­na­fund­inum sagði for­stjór­inn að kröfur Icelandair í samn­ings­við­ræðum við flug­stétt­irnar tvær lúti að því að vinnu­fram­lag starfs­manna aukist, en að stefnan sé ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks minnki sem minnst og jafn­vel aukist, þannig að Icelandair verði áfram „frá­bær og eft­ir­sókn­ar­verður vinnu­stað­ur­“. 

Auglýsing

Bogi Nils sagð­ist skilja vel að það væri erfitt að gefa eftir rétt­indi sem fólk hefði náð fram í kjara­samn­ing­um, en Icelandair teldi að það væri að bjóða vel og störf hjá fyr­ir­tæk­inu yrðu áfram eft­ir­sókn­ar­verð.

Til­boðum frá Icelandair hefur verið tekið fálega af stétt­ar­fé­lögum flug­stétt­anna, Flug­freyju­fé­lagi Íslands og Félagi íslenska atvinnu­flug­manna.

Launin sam­keppn­is­hæf en vinnu­fram­lagið minna

Bogi sagði á fund­inum að hann teldi laun flug­stjóra og flug­manna félags­ins sam­keppn­is­hæf og í takt við það sem ger­ist hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum á Norð­ur­lönd­un­um, en að á móti kæmi að hjá sam­an­burð­ar­flug­fé­lögum væri vinnu­fram­lag flug­manna meira. Bogi nefndi að þau flug­fé­lög sem Icelandir liti til í slíkum sam­an­burði væru til dæmis Air Lingus, Jet Blue, SAS og Finna­ir. 

Heilt yfir sagði for­stjór­inn að það væri fleira sem mætti vera sterkara hjá flug­fé­lag­inu en bara launa­kostn­aður flug­stétt­anna og að það væri allt undir í þeim efn­um, nú þegar að fyr­ir­tækið reynir að sann­færa fjár­festa um að leggja til allt að 29 millj­arða til þess að koma flug­fé­lag­inu yfir krís­una sem er í flug­heim­inum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tæki­færi fyrir þau félög sem lifa storm­inn af 

Bogi Nils sagði Icelandair búa sig undir langt tíma­bil af mjög lít­illi fram­leiðslu og að erlendis væri það að sýna sig að flug­fé­lög væru ekki að kom­ast í gegnum þetta tíma­bil án aðstoðar frá rík­is­sjóði, en Icelandair er með vil­yrði fyrir lána­línum með rík­is­á­byrgð ef félag­inu tekst að safna fjár­munum frá fjár­festum í hluta­fjár­út­boði.

For­stjór­inn sagði ljóst að stóru lín­urnar í samn­inga­málum flug­stétt­anna þyrftu að liggja fyrir þegar hlut­hafar Icelandair koma saman til fundar 22. maí næst­kom­andi. Hann væri von­góður um að samn­ingar næð­ust.

Bogi Nils sagði jafn­framt að þegar heims­far­ald­ur­inn og áhrif hans á flug­geir­ann yrðu liðin hjá myndu tæki­færi blasa við þeim fyr­ir­tækjum sem næðu að standa af sér högg­ið. 

Icelandair gæti orðið eitt þeirra, ef allt gengi að óskum, enda tæki það mörg ár að byggja upp flug­fé­lag með inn­viði eins og Icelandair hefði yfir að ráða, sér­stak­lega hvað varðar leiða­kerf­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent