Kostnaður Lögmannafélagsins vegna máls Jóns Steinars tæpar 10,8 milljónir króna

Heildarkostnaður Lögmannafélags Íslands vegna málaferla sem félagið stóð í gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni nam í heildina tæpum 10,8 milljónum króna frá árinu 2017.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fékk áminningu sinni frá úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt fyrir Hæstarétti.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fékk áminningu sinni frá úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt fyrir Hæstarétti.
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður Lög­manna­fé­lags Íslands, vegna mála­ferla sem félagið stóð í gegn Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni og lauk með dómi Hæsta­réttar í lok apr­íl, nam í heild­ina tæpum 10,8 millj­ónum króna frá árinu 2017. 

Þar af runnu 8,55 millj­ónir króna til LOGOS lög­manns­þjón­ustu vegna starfa Ótt­ars Páls­sonar og ann­arra lög­manna stof­unnar fyrir Lög­manna­fé­lag­ið, auk þess sem Lög­manna­fé­lagið var dæmt til þess að greiða rúmar 2,2 millj­ónir í máls­kostnað vegna máls­ins gegn Jóni Stein­ari, sem Lög­manna­fé­lagið tap­aði fyrir Hæsta­rétti.

Farið var sér­stak­lega yfir kostnað Lög­manna­fé­lags­ins af mál­inu á aðal­fundi Lög­manna­fé­lags­ins í dag á Hótel Nor­dica í dag, en fund­inum var einnig streymt í beinni útsend­ingu á YouTu­be.

Auglýsing

Málið sem um ræðir hófst eftir að úrskurð­ar­nefnd lög­manna gerði Jóni Stein­ari að sæta áminn­ingu vegna fram­göngu sinnar í sam­skiptum við Ingi­mund Ein­ars­son, þáver­andi dóm­stjóra Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, árið 2016.

Í þeim sam­skiptum sak­aði Jón Steinar meðal ann­ars dóm­stjór­ann um „hroka og yfir­læt­i“, sagð­ist kenna í brjósti um hann og sagði hann ekki virð­ast vera í góðu jafn­væg­i. 

Ingi­mundi blöskr­aði orð­bragðið í tölvu­póst­skeytum Jón Stein­ars til hans og sendi erindi um málið til stjórnar Lög­manna­fé­lags­ins, sem ákvað að láta úrskurð­ar­nefnd lög­manna fara yfir mál­ið.

Jón Steinar hlaut í kjöl­farið form­lega áminn­ingu frá úrskurð­ar­nefnd­inni. Hann vildi ekki fella sig við áminn­ing­una og höfð­aði ógild­ing­ar­mál, sem teygði sig alla leið upp í Hæsta­rétt.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur komst fyrst að þeirri nið­ur­stöðu að áminn­ingin mætti standa, en Lands­réttur komst svo að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að fella ætti áminn­ingu úrskurð­ar­nefndar lög­manna úr gildi.

Lög­manna­fé­lagið áfrýj­aði nið­ur­stöðu Lands­réttar í mál­inu til Hæsta­rétt­ar, sem klofn­aði 3-2 í mál­inu, en dæmdi Jóni Stein­ari í vil.

Nokkrar umræður spunn­ust um mál­ið, lyktir þess og kostn­að­inn sem hér er fjallað um á aðal­fundi Lög­manna­fé­lags­ins í dag og hafði Jón Steinar sjálfur sig þar tölu­vert í frammi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent