Kostnaður Lögmannafélagsins vegna máls Jóns Steinars tæpar 10,8 milljónir króna

Heildarkostnaður Lögmannafélags Íslands vegna málaferla sem félagið stóð í gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni nam í heildina tæpum 10,8 milljónum króna frá árinu 2017.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fékk áminningu sinni frá úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt fyrir Hæstarétti.
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fékk áminningu sinni frá úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt fyrir Hæstarétti.
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður Lög­manna­fé­lags Íslands, vegna mála­ferla sem félagið stóð í gegn Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni og lauk með dómi Hæsta­réttar í lok apr­íl, nam í heild­ina tæpum 10,8 millj­ónum króna frá árinu 2017. 

Þar af runnu 8,55 millj­ónir króna til LOGOS lög­manns­þjón­ustu vegna starfa Ótt­ars Páls­sonar og ann­arra lög­manna stof­unnar fyrir Lög­manna­fé­lag­ið, auk þess sem Lög­manna­fé­lagið var dæmt til þess að greiða rúmar 2,2 millj­ónir í máls­kostnað vegna máls­ins gegn Jóni Stein­ari, sem Lög­manna­fé­lagið tap­aði fyrir Hæsta­rétti.

Farið var sér­stak­lega yfir kostnað Lög­manna­fé­lags­ins af mál­inu á aðal­fundi Lög­manna­fé­lags­ins í dag á Hótel Nor­dica í dag, en fund­inum var einnig streymt í beinni útsend­ingu á YouTu­be.

Auglýsing

Málið sem um ræðir hófst eftir að úrskurð­ar­nefnd lög­manna gerði Jóni Stein­ari að sæta áminn­ingu vegna fram­göngu sinnar í sam­skiptum við Ingi­mund Ein­ars­son, þáver­andi dóm­stjóra Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, árið 2016.

Í þeim sam­skiptum sak­aði Jón Steinar meðal ann­ars dóm­stjór­ann um „hroka og yfir­læt­i“, sagð­ist kenna í brjósti um hann og sagði hann ekki virð­ast vera í góðu jafn­væg­i. 

Ingi­mundi blöskr­aði orð­bragðið í tölvu­póst­skeytum Jón Stein­ars til hans og sendi erindi um málið til stjórnar Lög­manna­fé­lags­ins, sem ákvað að láta úrskurð­ar­nefnd lög­manna fara yfir mál­ið.

Jón Steinar hlaut í kjöl­farið form­lega áminn­ingu frá úrskurð­ar­nefnd­inni. Hann vildi ekki fella sig við áminn­ing­una og höfð­aði ógild­ing­ar­mál, sem teygði sig alla leið upp í Hæsta­rétt.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur komst fyrst að þeirri nið­ur­stöðu að áminn­ingin mætti standa, en Lands­réttur komst svo að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að fella ætti áminn­ingu úrskurð­ar­nefndar lög­manna úr gildi.

Lög­manna­fé­lagið áfrýj­aði nið­ur­stöðu Lands­réttar í mál­inu til Hæsta­rétt­ar, sem klofn­aði 3-2 í mál­inu, en dæmdi Jóni Stein­ari í vil.

Nokkrar umræður spunn­ust um mál­ið, lyktir þess og kostn­að­inn sem hér er fjallað um á aðal­fundi Lög­manna­fé­lags­ins í dag og hafði Jón Steinar sjálfur sig þar tölu­vert í frammi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent